Akureyri - 13.05.2015, Qupperneq 6
6 5. árgangur 18. tölublað 13. maí 2015
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjarbúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjornthorlaksson@gmail.com eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LOF fær Jón Birgir Gunnlaugsson, for-
stöðumaður umhverfismála hjá Akureyrar-
bæ, sem lýsti því opinberlega yfir á dögun-
um að hann óskaði þess að bæjarstjórnin
á Akureyri tæki sömu ákvörðun og borgar-
yfirvöld í Reykjavík hvað varðar Laugaveg-
inn og lokaði göngugötunni í Hafnarstræti
þótt ekki væri nema í 3 mánuði yfir sumar-
tímann. Lofið sendi glöggur lesandi sem rak
augun í færslu Jóns Birgis á facebook þar
sem hann tengir við frétt Ríkisútvarpsins
þar sem segir að borgarráð hafi ákveðið að
sumarlokun Laugavegar skyldi standa yfir
frá 15. maí til 15. september. Lesandinn
sem hafði samband við blaðið bendir á að
skiptar skoðanir hafi verið meðal bæjar-
búa á Akureyri um að hve miklu leyti skuli
takmarka bílaumferð í hinni svokölluðu
norðlensku „göngugötu“ í Hafnarstrætinu.
Ekki síst séu foreldrar ungra barna þreyttir
á að geta aldrei sleppt af þeim hendinni í
Hafnarstrætinu vegna hættu á að börnin
verði fyrir bíl. Mengun vegna útblásturs sé
einnig vandi...
„Mig langar að LASTA að ekki séu leng-
ur ruslagámar við Kaupvang eins og var. Ég
veit að fjöldi fólks vill fá gámastöð aftur á
þetta svæði og tel brýnt að úr verði bætt,“
segir kona á Akureyri sem hafði samband
við blaðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins
má einkum kenna því um að ekki náðist
samkomulag við eigendur bílastæðanna á
svæðinu um að hafa grenndarstöðina áfram
opna, en víst er að margir sakna hennar...
LOF fær Bjarni E. Guðleifsson fyrir „æðru-
leysispistil“ um veðrið, segir kona á Húsavík
sem hafði samband við blaðið til að þakka
fyrir grein Bjarna í síðasta tölublaði Akureyr-
ar vikublaðs. „Það er nú málið að við erum
oft of kvartgjörn og kunnum ekki til fulls
að meta þau lífsgæði sem við okkur blasa
á hverjum degi. Þetta var góð hugvekja hjá
Bjarna,“ segir húsvíska konan...
LAST fær Vigdís Hauksdóttir þingmaður
fyrir að tala niður þau mannréttindi laun-
þega að beita verkfallsvopninu. Þetta segir
karl í Þorpinu sem segist hafa fylgst með
málflutningi Vigdísar um síðustu helgi.
„Mér er nóg boðið. Það er óþolandi að
búa við stjórnvöld sem tala upp hagsmuni
yfirstéttarinnar en hlamma sér ofan á
almenning af fullum þunga. Þetta gengur
ekki lengur,“ segir karlinn í Þorpinu í bréfi
til blaðsins...
AKUREYRI VIKUBLAÐ 18. TÖLUBLAÐ, 5. ÁRGANGUR 2015
ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is.
AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193.
RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri.
UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING
14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
Að gefa öðrum
en sjálfum sér
Hart er nú tekist á um Ísland og auðlindirnar. Hægri menn hampa stöðugleika, lágri verðbólgu og betri
efnahagsstjórn en í tíð Vinstri stjórnarinnar. Vinstri menn
segja aftur á móti að gjá hafi myndast milli hinna eigna-
minni og elítunnar í landinu. Verkföllin séu eitt merkið
um það. Ástandið sé afrakstur verka hægri sinnaðrar
ríkisstjórnar. Svo eru þeir líka til sem segja að hægri
stjórnin sé hreint ekkert hægri sinnuð, því hún hugsi
fyrst og fremst um að skammta almannagæðunum með
sjálftöku eða gjöfum til vildarvina. Allar aðrar leiðir noti
stjórnin til útdeilingar gæðanna, ríkisstjórnin noti allar
aðrar leiðir en frjálsar og opnar markaðslausnir eins og
hið kapítalíska hagkerfi boðar þó að skuli ríkja í öndvegi.
Eitt aðgreinir þó sannarlega ríkisstjórn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar frá ríkisstjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Það er aginn. Í Kjarnanum var nýlega birt
grein þar sem mátti túlka að Ögmundur Jónasson og Jón
Bjarnason (báðir vinstri grænir) hafi staðfest glundroða-
kenningu sjálfstæðismanna rækilega í síðustu stjórn.
Vinstri öflin leyfi slíku að gerast af því að agi sé bara
fyrir hægri menn! Vegna umræðunnar hafa sumir spurt
hvort það myndi bjarga nokkru glundroðalega þótt allir
vinstri flokkar landsins myndu skipa sér tímabundið á
bakvið Katrínu Jakobsdóttur. Margir liðast nú um loftin
blá með þann blauta draum í maganum að vinstri öflin
sameinist undir stjórn þess stjórnmálaforingja sem þjóð-
in treystir best til að skapa alvöru mótvægi við einhverja
óvinsælustu ríkisstjórn sögunnar. En dugar sá draumur
einn og sér án róttækrar hugarfarsbreytingar?
Það var hryggilegt að sjá hvernig persónupólitík
bitnaði á aga og langtímamarkmiðum í tíð síðustu ríkis-
stjórnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur getur engan
veginn skellt allri sök á tótal fylgishruni og eigin trúverð-
ugleikabresti á erfitt árferði, þ.e. óvinsælar óhjákvæmi-
legar stjórnvaldsaðgerðir í kjölfar hruns sem leiddu
til hnignandi lífsgæða landsmanna. Fjöldi þingmanna
Vinstri stjórnarinnar gerði stjórnarsamsamstarfið og
stjórn landsins að sirkus með því að lúffa aldrei fyrir trú
hinna sömu á að þeir hefðu sjálfir höndlað sannleikann.
Ófriður vinstri aflanna innbyrðis er í raun megin
ástæða þess að hægriflokkar og borgaralegir flokkar
hafa haldið um stjórnartaumana á þessu skeri, ólíkt
t.d. Norðurlöndunum, linnulítið frá lýðveldisstofnun.
Það má velta fyrir sér hvað skýri alkunna stífni vinstri
manna hér á landi. Ég held að ein skýringin sé að hér á
landi eigi hægri menn flestar eignirnar og verji þær með
kjafti og klóm. Þeir setja lög sem vernda þeirra eigin
efnahag, ráðskast með almannafé til að græða meira
sjálfir. Vinstri menn verja aftur á móti skoðanir sínar og
hugsjónir með sama kappi og hægri menn verja eigurnar.
Það er sumpart auðveldara að skapa samstöðu um eigur
en skoðanir. En stundum þarf að lána, stundum selja,
stundum gefa. Það á bæði við um fé og andleg eigindi.
Annars búum við aldrei við farsælar ríkisstjórnir. Annars
verður landinu áfram illa stjórnað og fyrir það munum
við borgarar áfram gjalda.
Að gefa öðrum gerir manninn frjálsan.
Með ritstjórakveðju
Björn Þorláksson
Þrælavakt í kjölfar verkfalls
Dæmi voru um að starfsmenn fyrir-
tækja á Akureyri sem alla jafna vinna
aðeins dagvinnu væru ræstir út klukk-
an 12 á miðnætti aðfararnótt síðasta
föstudags eftir tveggja daga verkfall
til að bregðast við því ástandi sem
hafði skapast á meðan á verkfalli stóð.
Sumir voru beðnir um að vinna nán-
ast tvöfalda vakt í beit. Akureyri viku-
blað hefur rætt við starfsmann sem
staðfestir þetta. Rökstuðningurinn var
sagður þörf þess að hjól atvinnulífsins
snerust á ný af fullum krafti með þarfir
þjónustu, framleiðsu og viðskiptavina
í huga. „Fyrst gerir maður ekki neitt í
tvo daga en svo eru opnaðar þrælabúð-
ir. Jújú, formlega er hægt að segja nei
en það gæti kostað sitt, yfirvinnan er
náttúrlega líka greidd í topp þannig að
það muna um hana,“ segir viðmælandi
blaðsins sem hvorki vill láta nafns síns
sé fyrirtækis getið.
Harka er víða vegna verkfallsað-
gerðanna og ásakanir um verkfallsbrot
hafa komið upp á Norðurlandi sem
annars staðar. Deilur eru víða í hnút
og telja sumir viðmælenda blaðsins
að svo kunni að fara að nánast for-
dæmalaust ástand kunni að skapast í
samfélaginu á næstu vikum. Framsýn á
Húsavík hafði þó um helgina samið við
23 fyrirtæki á félagssvæðinu eða um
30% af starfandi fyrirtækjum á svæð-
inu sem greiða kjarasamningsbundin
gjöld til Framsýnar.
Kjúklingabú án starfsleyfis
Úrskurðarnefnd auðlindamála hefur
fellt úrskurð þar sem felld er úr gildi
sú ákvörðun Heilbrigðisnefndar Norð-
urlands eystra (HN) frá september árið
2013 að hafna því að stöðva rekstur
alifuglabúsins Grænegg ehf. í Svein-
bjarnargerði. Fram kemur í úrskurðin-
um að alifuglabúið hafi ekki starfsleyfi.
Svalbarðsstrandarhreppur hafði lagt
blessun sína yfir starfsemina.
Það var Sveitahótelið Svein-
bjarnargerði sem gerði þá kröfu að
starfsemi alifuglabúsins yrði stöðv-
uð. Alifuglarækt hafði verið stunduð
á staðnum um áratugaskeið en árið
2012 tók Grænegg við búinu og
hóf starfsemi á vistvænum eggj-
um. Á sömu bújörð hefur verið rekin
ferðaþjónusta í um áratug og þótti
aðstandendum Sveitahótelsins sem
framleiðsla eggjanna væri þó ekki
vistvænni en svo að alifuglaræktin
færi illa að umhverfinu og þá ekki
síst ferðaþjónustu. Heilbrigðisnefnd
Norðurlands eystra taldi það þó ekki
frágangssök eftir kæruna að búið
skorti starfsleyfi og hafnaði kröfu
Sveitahótelsins m.a. með vísan til
þess að búið fylgdi leiðbeiningum frá
Hollustuvernd. Taldi HN að hvorki
væri um starfsleyfisskyldan rekstur
að ræða né samræmdist það meðal-
hófi að stöðva rekstur alifuglabúsins.
Þá niðurstöðu hefur Úrskurðarnefnd
auðlindamála nú ómerkt.
Þótt nýir eigendur hafi tekið við
Sveitahótelinu árið 2014 búa þau sem
kærðu alifuglabúið enn á jörðinni. Í
málinu var m.a. tekist á um mengun
og deiliskipulag auk þess sem að fram-
an greinir. Sveitarstjórn Svalbarðs-
strandarhrepps hafði lagt blessun sína
yfir starfsemi alifuglabúsins en þar
munu hafa verið um 4.000 alifuglar
undanfarið.
Þau sem kærðu og hafa nú haft sig-
ur segja að úrskurður HN hafi skapað
uppnám og óverjandi sé að kjúklinga-
búið hafi fengið nýtt rekstrarleyfi fyrir
einu ári án þess að hafa starfsleyfi eins
og lög kveða á um. Úrskurðarnefnd
auðlindamála er sammála því mati.
Óvíst er hvaða þýðingu úrskurðurinn
hefur á framtíð alifuglabúsins. -BÞ
margt býr í þokunni. Á sjó og landi. Kerstin Gillen