Reykjanes - 17.12.2015, Síða 6
6 17. Desember 2015
Hvað hafa þeir fiskað?
Ekki er nú hægt að segja að des-ember hafi byrjað vel. Miklar brælur hafa verð og sjósókn
erfið. Línubátunum eru farnir að
fjölga og eru t.d balabátarnir Gull-
toppur GK og Kristbjörg HF sem
Stakkavík í Grindavík á og gerir út
komnir suður til Sandgerðis.
Vísir ehf í Grindavík tók á móti
nýjum Fjölni GK sem var í miklum
breytingum í Póllandi. Var meðal
annars lengdur um 9 metra, brúin
hækkuð og allt tekið í gegn afturskips.
Mun hann koma í staðinn fyrir núver-
andi Fjölni GK sem er nokkuð eldri
bátur og með nokkuð minni lestar-
pláss. Gamli Fjölnir GK tók um 92
tonn í lestina í kör enn sá nýi um 115
tonn í kör. Nýi Fjölnir GK hét lengst af
Rifsnes SH og var gerður þá út frá Rifi,
Þar sem þetta er síðasti pistillinn á
þessu herrans ári 2015 þá mun ég líta
aðeins á suðurnesjaflotann og hvað
þeir voru búnir að fiska miðað við
tímabilið 1.janúar til 1.desember.
Byrjun á togurunum þá er Gnúpur
GK hæstur með 6552 tn í 13 lönd-
unum, Hrafn Sveinbjarnarson GK
5733 tn í 12. Baldvin Njálsson GK
5112 tn í 15, enn þetta eru allt frysti-
tog arar. Berglín GK 2811 tn í 45,
Vörður EA 3712 tn í 58, Áskell EA
3362 tn í 60. Sóley Sigurjóns GK 2772
tn í 41.
Hjá netabátunum þá er Erling KE
hæstur með 1164 tní 61, sem allt var
landað á vertíðinni, enn báturinn
var ekkert gerður út um sumarið né
haustið. Grímsnes GK 1012 tn í 118,
Maron GK 723 tn í 166. enn hann er
búinn að róa langmest af bátunum
utan við smábátanna. Askur GK 408
tn í 118, Gunnar Hámundarsson GK
364 tn í 80, Steini Sigvalda GK 277 tn
í 53. Reyndar er rétt að hafa í huga að
Guðjón Bragason skipstjóri á Steina
Sigvalda GK byrjaði árið á Tjaldanes
GK, enn sá bátur bilaði í janúar og
kláraði þá Guðjón vertíðina á Happa-
sæli KE. Ef að aflinn á þessum þremur
bátum er lagður saman þá hefur Guð-
jón samtals landað 598 tonnum á
þessum þremur bátum.
Hjá dragnótabátunum þá er Sigur-
fari GK hæstur með 1202 tn í 112, Örn
GK kemur þar á eftir með 1067 tn í 110
róðrum. Benni Sæm GK 948 tn í 113,
Arnþór GK 926 tn í 115, Siggi Bjarna
GK 735 tn í 74, og Njáll RE 415 tn í 86.
Hjá minnstu smábátunum undir
8 BT þá má nefna t.d að Sella GK er
hæstur með 83 tn í 53, Líf GK 61 tn í
67 og Sigrún KE 51 tn í 50. Ef smá-
bátarnir upp að 13 BT eru skoðaðir þá
er Addi Afi GK hæstur með 394 tn í 96,
Guðrún Petrína GK 188 tn í 44, Stella
GK 179 tn í 43, enn báðir þessir bátar
eru gerðir út af sama útgerðaraðila.
Og Birta Dís GK 127 tn í 51.
Smábátar að 15 BT þá er Von GK
hæstur með 793 tn í 132, enn það má
geta þess að Hafþór skipstjóri á Von
GK var að þreyta frumraun sína í ár á
línubáti sem skipstjóri enn hann var
að mestu búinn að vera skipstjóri á
netabátunum áður enn hann tók við
Von GK. Óhætt er að segja að þessi
frumraun Hafþórs hafi gengið ansi vel.
Daðey GK 717 tn í 139. Bergur Vig-
fús GK 573 tn í 106, Muggur KE 543
tn í 88, Dúddi Gísla GK 542 tn í 106,
Pálína Ágústdóttir GK 503 tn í 100.
Óli Gísla GK 301 tn í 76. Allar þessar
tölur miðast við bolfisk. Ef makríl er
bætt við þá fer Daðey GK í 800 tonn,
Bergur Vigfús GK í 643 tonn, Pálína
Ágústdóttir GK í 600 tonn og Óli Gísla
GK í 376 tn.
Af stóru línubátunum þá er Sig-
hvatur GK hæstur með 3707 tn í 45,
Kristín GK 3656 tn í 48, Fjölnir GK
3607 tn í 48, Jóhanna Gísladóttir GK
3560 tn í 39, Páll Jónsson GK 3549 tn
í 41, Sturla GK 3179 tn í 46, Tómas
Þorvaldsson GK 2576 tn í 48. Bátur-
inn Hrafn GK byrjaði árið sem Ágúst
GK enn fékk nafnabreytingu og hefur
því samanlagt landað tæpum 2600
tonnum, Valdimar GK 1422 tn í 28,
enn hann var frá veiðum ansi lengi
útaf vélarbilun.
Gísli Súrsson GK 1559 tn í 208,
Auður Vésteins SU 1537 tn í 210. Óli
á Stað GK 1529 tn í 195, Gulltoppur
GK 1182 tn í 147. Guðbjörg GK 647
tn í 109, Dóri GK 502 tn í 79, Krist-
björg HF 352 tn í 62. Baldur sem er
skipstjóri á Kristbjörgu HF var áður
með Guðbjörgu GK og hefur því sam-
anlagt landað tæpum 1000 tonnum í
ár. Andey GK 200 tn í 65 og Katrín
GK 320 tn í 78.
Fínasta aflaár hjá flotanum á
Suðurnesjunum þótt að allavega þrjú
skip hafi orðið frá veiðum vegna bil-
anna , Páll Jónsson GK og Valdimar
GK, og Sóley Sigurjóns GK vegna
bruna,
Vil svo óska lesendum Reykjanes
og lesendum þessara pistla gleði-
legra jóla og eigiði farsælt komandi
ár framundan. Ár sem byrjar á vetr-
arvertíðinni 2016.
Gísli R.
Aflafréttir
Met aðsókn í Grindavík
Á fundi Frístunda og menn-ingarnefndar Grindavíkur var lögð fram kýrsla um
starfsemi tjaldsvæðisins sumarið
2015 . Met aðsókn var á tjaldsvæð-
inu í Grindavík í sumar, frá miðjum
maí og til loka september, bæði hvað
varðar gesti og gistinætur. Aukningin
á gistinóttum á milli ára er um 35%
og aukning gesta um 34%. Alls komu
9120 gestir á tjaldsvæðið í sumar frá
maí til september en gistinætur voru
10.449. Aukning bara í september var
um helming.
Jólatrésskemmtun í Garði
Kvenfélagið Gefn býður Garð-mönnum nær og fjær á jóla-trésskemmtun sem haldin
verður í Miðgarði Gerðaskóla í Garði
sunnudaginn 27. des. n.k. frá kl. 15.00
– 17.00.
Nú eins og ævinlega ætlum við að
dansa í kringum jólatréð við fjöruga
tónlist og söng og njóta veitinga í boði
kvenfélagskvenna. Að venju kemur
jólasveinninn í heimsókn með glaðn-
ing í poka handa kátum krökkum.
Garðbúar, gestir og gangandi,
mætum öll í jólaskapi með börnunum
og höfum gaman saman.
ATH! Frír aðgangur.
Með jólakveðju frá kvenfélaginu
Gefn.
Algjört áhugaleysi
Rafrænni íbúakosningu í Reykjanesbæ lauk í byrjun desember. Í sjálfu sér er þetta
merkileg tilraun til að ná fram vilja
kjósenda. Það sem vekur athygli er
hversu dræm þátttakan var. Aðeins
931 tók þátt í kosningunni eða 8,71%
þeirra sem voru á kjörskrá. Það voru
2800 kosningabærir aðilar sem fóru
fram á íbúakosningu. Merkilegt að
kosningaþátttaka nær aðeins þriðjungi
þeirrar tölu.
Niðurstaða þessara fáu sem þátt tóku
eru það rétt rúm 50% styðja hugmyndir
bæjarstjórnar. Reyndar var búið að gefa
út að niðurstaða kosninganna breytti
engu, það yrði farið í fyrirhugaðar
framkvæmdir. Það má vel vera að það
hafi haft áhrif á þátttökuleysið.
Fram hefur komið að einstaklingar
hafi látið gera skoðanakönnun meðal
íbúa. þar hafi komið í ljós að rúmlega
64% eru hlynnt uppbyggingaráfromum
bæjarstjórnar Reuykjanesbæjar en 23%
séu á móti.
Í könnun sem MMR gerði í byrjun
desember meðal Suðurnesjamanna er
niðurstaðan að um 72% eru hlynnt
iðnaðaruppbyggingu í Helguvík en
um 28% á móti.
Vilja sjá
yfirlit
Bæjarstjórn Garðs samþykkti á fundi sínum 4. nóvember s.l. að fela bæjarstjóra að
eiga viðræður við Íbúðalánasjóð
og fá frekari uppýsingar um málið,
m.a. fá yfirlit yfir þær húseignir í
Garði sem um er að ræða. Íbúða-
lánasjóður hefur boðið bæjaryfir-
völdum í garði að kaupa íbúðir sem
sjóðurinn á í sveitarfélaginu.
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbæ | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 421 7104
Jólagjöfina
færðu hjá okkur