Reykjanes - 17.12.2015, Síða 10

Reykjanes - 17.12.2015, Síða 10
Tilgangur uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður, auglýst er reglulega eftir umsóknum og þær metnar út frá reglum sjóðsins. Styrkveitingar miðast við árið 2016 og aðeins er um eina úthlutun fyrir árið að ræða. Hægt er að sækja um styrki í eftirfarandi flokkum: • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. • Styrkir á sviði menningar og lista. • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningarmála. Öllum umsóknum skal skilað með rafrænum hætti á netfangið uppbyggingarsjodur@sss.is Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2016. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is en þar er hægt að nálgast umsóknareyðublað, kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og Sóknaráætlun Suðurnesja. Einnig er hægt að hafa samband við Björk Guðjónsdóttur, verkefnastjóra á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288. UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA AUGLÝSIR EFTIR STYRKUMSÓKNUM SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA 10 17. Desember 2015 Vogar: Bætt rafræn þjónusta Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum segir frá því í viku-legum psitli sínum Vogahrað- ferð að bætt rafræn þjónusta sé nú í boði á heimasíðu sveitarfélagsins. Á síðunni er ábendimngarhnappur þar sem hægt er að koma með ábendingar til Umhversisdeildar sveitarfélagsins. Um nokkra valkosti er að ræða, bilaður ljósastaur, skemmdar gangstéttir, malbiokunarskemmdir, rusl og vatnsskemmdir auk almennra athugasemda. Athugasemdir og ábendingar eru teknar til úrvinnslu og komið í réttan farveg segir Ásgeir bæjarstjóri í sínum pistli. 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflug- völl árið 2016 Á fjölmennum fundi Isavia á Natura Hotel var farið yfir farþegaspá Keflavíkurflug- vallar fyrir árið 2016. Um 28,4% fleiri farþegar munu fara um Keflavíkur- flugvöll á næsta ári en þessu, sem þýðir að heildarfarþegafjöldi verður um 6,25 milljónir á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri farþegaspá Isavia. Útlit er fyrir að alls fari um 4,9 milljónir farþega um völlinn á þessu ári, sem er aukning um 25,8% frá árinu 2014. Yfir 200 manns úr ferðaþjónustunni sóttu fund Isavia. Aukin tíðni, fleiri flugfé- lög, aukin samkeppni Flest flugfélög sem fyrir eru munu auka tíðni sína á næsta ári, eða bæta við áfangastöðum. Auk þess hefja nokkur ný flugfélög flug á árinu 2016. Sumarið 2016 munu því 25 flugfélög fljúga til 80 áfangastaða frá Keflavíkur- flugvelli. Íslendingar ferðast meira Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10% fleiri íslenskum ferðamönnum en árið 2015. Gangi þessi spá eftir munu Íslendingar vera um 24,3% af heildarfjöldanum. Erlendum ferða- mönnum hefur það sem af er þessu ári fjölgað um tæp 30% en í spánni fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir 22,2% fjölgun þeirra. Erlendir ferðamenn verða því samkvæmt spánni um 1.540 þúsund eða um 75,7% af farþegum Keflavíkurflugvallar á næsta ári. Til samanburðar var þetta hlutfall 64,4% árið 2012. Skiptifarþegum fjölgar Skiptifarþegum sem millilenda á Keflavíkurflugvelli á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar hratt og gert er ráð fyrir að þeir verði um 35% allra farþega árið 2016. Árið 2015 lítur út fyrir að hlutfall skiptifar- þega verði 30,7%. Aukin afkastageta flugstöðvarinnar Nú vinnur starfsfólk Isavia að því að tryggja sem best þjónustustig yfir há- annatíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Þær aðgerðir snúast um að klára yfirstandandi stækkanir flugstöðvar- innar, auka afköst til þess að nýta þá fermetra sem fyrir eru betur, auka sjálf- virkni á öllum stigum ferðalagsins um flugstöðina og tryggja að mönnun í öryggisleit og öðrum þjónustustörfum sé nægilega mikil. Næsta sumar verður flugstöðvarbyggingin um 16% stærri en hún var í byrjun þessa árs, eða um 65.000 fermetrar. Að auki verða opnuð þrjú ný flugvélastæði. Um farþegaspána Farþegaspá Isavia er unnin út frá gögnum flugfélaga um sætaframboð og áætluð er ákveðin sætanýting. Þannig fæst nokkuð góð áætlun miðað við þær forsendur sem uppi eru hverju sinni. Spáin er samtala komufarþega, brottfararfarþega og skiptifarþega um flugvöllinn. Hún telur því erlenda og innlenda ferðamenn bæði við komu og brottför auk þeirra sem einungis stoppa á flugvellinum til þess að ferðast áfram til annars lands. Forsetinn eða Jón Gnarr ? Menn bíða nú spenntir eftir áramótaávarpi Ólafs Ragnars Griímssonar, forseta. MUn hann til- kynna um fara enn einu sinni fram eða hættir hann. Ef við værum England væru veðbankar á fullu. Jón Gnarr hefur nú dregið í land að hann ætli ekki fram. Fari þeir báðir fram getur það orðið verulega spennandi keppni. Ólafur Ragnar mun reiða sig á fylgi Sjálfstæðismanna ásamt Framsóknarmönnum. Kannski hógværir Samfylkingarmenn myndu einnig styðja Ólaf Ragnar. Jón Gnarr fær auðvitað stuðning frá fyrrum samherjum Ólafs Ragnars Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingu og fleiri vinmstri mönnum. Já spennandi að sjá hvað gerist á nýársdag. Snjó kall inn skrif ar: Heilsugæslan flutt Heilsugæslan í Vogum er flutt úr Iðndal í nýja aðstöðu í Álfagerði. Húsnæðið í Iðndal verður notað sem fundarsalur bæjarstjórnarn ásamt aðstöðu fyrir starfsemi féllagsþjón- ustunnar. Íslandsmót fatlaðra á Suðurnesjum Bæjarstjórn Garðs tók fyrir erindi frá Nes, íþróttafélagi fatlaðra en Nes mun halda Íslandsmót fatlaðra 11. -13.03.2016 á Suðurnesjum. Í erindinu er m.a. óskað eftir því að þátttakendum verði boðið frítt í sund og söfn mótsdag- ana, jafnframt því að óskað er eftir því að fulltrúi sveitarfélagsins komi að verðlaunaafhendingu á mótinu og verði heiðursgestur. Bæjarráð samþykkir samhljóða að verða við erindinu. Bæjarstjóra falið að svara erindi Nes. D-vítamín fyrir geðheilsu Ný íslensk rannsókn, sem birt var í Journal of Nutritional Sci- ence í vikunni, styður þá kenningu að samband sé milli D-vítamínskorts og þunglyndis. Rannsóknin er hluti af risavaxna samevrópska verkefninu MooDFOOD.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.