Reykjanes - 17.12.2015, Síða 12

Reykjanes - 17.12.2015, Síða 12
Það er árleg hefð í sögu Ráarinnar að vera með skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu og verður engin undantekning á því þetta árið eins lengi og birgðir endast. Verð 3.900 kr. pr. mann. Skötuhlaðborð á Ránni 23. desember Hafnargata 19 • Reykjanesbæ • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is Borðapantanir í síma: 421 4601 og 893 2082 Bæði sterk og mild skata!! 12 17. Desember 2015 Nýtt upprunamerki fyrir ferðamenn á íslenskt lambakjöt og ullarvörur Umfangsmiklu verkefni til að kynna sjálfbært íslenskt lambakjöt og ull fyrir er- lendum ferðamönnum var nýlega var hleypt af stokkunum . Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, setti upp nýtt upp- runamerki Markaðsráðs kindakjöts í fyrsta skipti á veitingastaðnum VOX við Suðurlandsbraut. Þá verða allar peysur, húfur, teppi og annað úr íslenskri ull merkt sér- staklega. Merkið þýðir að varan sé íslensk. Merkið var sett upp á þremur öðrum stöðum í dag; Grillinu á Rad- isson Blu Saga Hótel, Handprjóna- sambandinu við Skólavörðustíg og ullar- og ferðamannaversluninni Og þó við Laugaveg. Merkið mun á næstum vikum og mánuðum vara sett upp hjá öðrum og ullarverslunum sem eru í samstarfi við Markaðsráð kindakjöts. Í fáum orðum: Veitingastaðir sem setja íslenskt lambakjöt í öndvegi munu frá og með 3. desember geta gert samning við Markaðsráð kindakjöts um að fá að nota nýtt upprunamerki fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Staðirnir fá sérstakan skjöld sem komið er fyrir við inngang, lambakjöt verður sér- staklega dregið fram á matseðli og þeir verða hluti af markaðsstarfi sem miðar að því að kynna erlendum ferðamönnum lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir. Fyrstu staðirnir sem taka þátt eru VOX og Grillið. Fjöl- margir aðrir staðir fylgja í kjölfarið. Þá verða íslenskar ullarafurðir eins og lopapeysur, húfur, vettlingar og teppi merkt sérstaklega með uppruna- merkinu. Þær verslanir sem bjóða ein- göngu upp á íslenskar ullarvörur fá að auki sérstakan skjöld við inngang samkvæmt samningi við Markaðsráð kindakjöts. Takmarkið er að merkja allar vörur úr íslenskri ull sem eru á boðstólum fyrir ferðamenn. Byrjað verður á því að merkja allar vörur hjá Handprjónasambandinu og ullar- og ferðamannaversluninni Og þó við Laugaveg. Tilgangur merkisins er að draga fram og benda á sérstöðu, hreinleika og gæði íslenskra sauðfjárafurða. Unnið hefur verið að undirbúningi um nokkurra mánaða skeið í sam- vinnu við ýmis fyrirtæki og stofnanir, leiðsögumenn og aðila í ferðaþjónustu Framundan mikil listaveisla Nú er listahátíðin Ferskir vindar í Garði að hefjast. Fjöldi er-lendra listamanna mun taka þátt í hátíðinni og munu þeir fara að koma í Garðinn upp úr miðri viku, há- tíðin mun standa til loka janúar 2016. Að undanförnu hefur verið mikil vinna við að undirbúa komu listamannanna. Listahátíðin Ferskir vindar er í senn skemmtilegur og athyglisverður at- burður sem hefur m.a. vakið mikla athygli víða erlendis. Nánari upplýs- ingar um hátíðina munu koma fram á næstu dögum. Framundan er mikil listaveisla í Garði. (Úr Molapistli Magn- úsar bæjarstjóra) Varahluta- og viðgerðarþjónusta New Holland – O&K – Fiat – Fiat Hitachi VÉLANAUST ehf Álhella 4 • Símar: 555 6670 / 892 3996 • www.velanaust.isÁlhella 4 • Símar 55 6670 • 89 6 • w.velanaust.is VARAHLUTIR Iveco • Benz • Man • Renault Varahlutaþjónusta Álhe la 4 • ímar 55 6 70 • 60 1859 • .vel a t.i Auglýsingasíminn er 578 1190 Suðurnesin í dauðafæri Bæjarstjórinn í Garði skrifar m.a. í nýlegan molapistil sinn á heimasíðu Garðsins: Í gær, fimmtudag boðaði Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja til fundar í Hljómahöllinni undir yfirskriftinn „Hver er staðan? “. Þar voru flutt nokkur áhugaverð erindi um stöðu og horfur í atvinnu- og menntamálum á Suðurnesjum. Skúli Mogensen forstjóri WOW fór yfir stöðuna og framtíðarhorfur hjá sínu fyrirtæki, þar með um fyrirsjáanleg mjög aukin umsvif í flugstarfsemi og fjölgun ferðafólks á næstu árum. Þá má nefna að Kristján Hjálmarsson hjá HN markaðssamskiptum fór yfir viðhorfskönnun sem m.a. gefur til kynna hvernig ímynd Suðurnesja er. Auk þeirra voru erindi um athyglis- verða starfsemi Codland í Grindavík, framboð á starfs-og verkmenntun á Suðurnesjum, ásamt því að fjallað var um upplifun gesta og mikilvægi mannauðs, ekki síst í ferðaþjónustu. Það er deginum ljósara að ef litið er til erindis Skúla, þá eru Suðurnesin í dauðafæri hvað varðar ferðaþjónustu og aukin umsvif í atvinnustarfsemi. Helsta áhættan í þeim efnum er að nýta ekki tækifærin og trompin sem við höfum á hendi. Lykilatriði í því er samstaða og samvinna, bæði innan Suðurnesja og hjá stjórnvöldum. Erindi Skúla var athyglisvert og í því fólst áskorun á alla aðila um að vinna saman að því að spila rétt úr trompunum. Þá er einnig ljóst af er- indi Kristjáns að við eigum verk að vinna við að bæta ímynd Suðurnesja og kveikja áhuga fólks á því að horfa til Suðurnesja með atvinnu og búsetu. Þar virðist helst vanta upp á fræðslu um ágæti svæðisins og þeirra tæki- færa sem hér liggja. Það er sannarlega verk að vinna, við höfum trompin á hendi og áskorunin felst í að nota þau rétt.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.