Fréttablaðið - 07.03.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2016, Blaðsíða 2
Sex bjóða sig fram í fimm manna stjórn Icelandair Group og því þarf að kjósa GÓÐA NÓTT INNIHALDSEFNI: L-tryptófan, sítrónumelissa, lindarblóm, hafrar, B-vítamín, magnesíum LUNAMINO Melatónín er myndað úr tryptófani NÝTT Samfélag Samkvæmt menntaskóla- nemum er algengt að nemenda- félög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjór- kvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja ein- ustu helgi, hjá einhverju nemenda- félagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Mennta- skólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrir- vara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur. „Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjór- kvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemenda- félögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í for- ystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálf- stæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már. Haukur Vagnsson, framkvæmda- stjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að ein- staklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir mennta- skólanema. Haukur vísar því algjör- lega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tutt- ugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin mis- vísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur. thordis@frettabladid.is Skólameistari hræðist bjórkvöld nemenda Algengt er að nemendafélög skipuleggi bjórkvöld fyrir menntaskólanema sem haldin eru á skemmtistöðum. Skólayfirvöld þekkja vandann en hika ekki við að tilkynna slíkt til lögreglu. Veitingahúsarekandi segir löggjöfina gallaða. Menntaskólanemar segja að auðvelt sé að nálgast áfengi á skemmtistöðum þar sem bjórkvöld eru haldin. Nordicphoto/Getty  Gefur kost á sér í embætti forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, tilkynnti á fundi með stuðningsmönnum á Hótel Borg í gær að hann myndi gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Átta manns hafa nú þegar lýst yfir áhuga á embættinu. Búast má við að þeim fjölgi á næstu vikum. Fréttablaðið/aNtoN Þetta er eftirlitslaust og þarna eru ung- lingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð Már Vilhjálmsson, rektor Mennta- skólans við Sund Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki Haukur Vagnsson, framkvæmdastjóri á Hendrix ViðSkipti Öll núverandi stjórn Ice- landair Group býður sig fram til áframhaldandi setu í stjórn félagsins auk Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur athafnakonu. Því er ljóst að kosið verður í stjórnina. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir er þekktust fyrir að hafa átt olíufélagið Skeljung með manni sínum, Guð- mundi Þórðarsyni. Í stjórn Icelandair Group sitja nú Sigurður Helgason stjórnarformað- ur, Úlfar Steindórsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Magnús Magnús- son. Aðalfundur félagsins verður haldinn á Nordica-hótelinu þann 10. mars næstkomandi klukkan hálffimm. – jhh Vill í stjórn Icelandair lögreglumál Karlmaður á þrítugs- aldri var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald til miðvikudags. Maður- inn er grunaður um að hafa stungið annan mann í bakið fyrir utan stúd- entagarðana við Sæmundargötu aðfaranótt sunnudags. Sá er varð fyrir árásinni gekkst undir aðgerð á Landspítalanum og er þungt haldinn í öndunarvél á gjörgæsludeild. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var hinn grunaði yfirheyrður seinni part sunnudags og voru einnig teknar skýrslur af nokkrum vitnum. Blaðamaður mbl.is varð vitni að árásinni. Samkvæmt frásögn miðils- ins skipt ust árásarmaður og þolandi á hnefa högg um stutta stund og hófu svo að glíma hvor við ann an. Fá ein- um sek únd um síðar var áflog un um lokið og sáu vitni hvar blæddi mjög mikið úr baki þess sem stung inn var. - þv Þungt haldinn eftir hnífstungu efnahagSmál  Greiningaraðilar hjá Credit Suisse telja að efnahagsástand- ið í Evrópu sé mjög veikburða og ekki enn á batavegi eftir erfiða byrjun árs 2016. Í minnisblaði sem Credit Suisse sendi frá sér nýlega kemur fram að á síðustu þremur mánuðum hafa efna- hagsskilyrði í Evrópu breyst verulega. Í desember bentu fjölmargir vísar til þess að bjartari tímar væru fram undan í Evrópu. Væntingavísitölur neytenda og fyrirtækja voru háar, og fóru hækk- andi. Útgjaldaáætlanir fyrirtækja voru að aukast og neytendur eyddu meiru vegna hækkandi launa og lægra olíu- verðs. Nú beina greiningaraðilar sjónum sínum sérstaklega að fjórum atriðum sem sýna fram á af hverju þeir eru svartsýnir um efnahagsástandið í Evr- ópu. Í fyrsta lagi hafa vísitölur í þjón- ustu- og framleiðslugeiranum lækkað verulega síðan í desember. Í öðru lagi benda kannanir Credit Suisse til þess að fyrirtæki hafi dregið úr útgjalda- áætlunum sínum í Evrópu. Í þriðja lagi hafa skilyrði á fjármála- markaði versnað, meðal annars vegna ótryggðra skulda banka og lækkunar á hlutabréfaverði. – sg Telja ástandið vera alvarlegt bankastjóri evrópubankans er þungt hugsi þessa dagana. Fréttablaðið/aFp 7 . m a r S 2 0 1 6 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 7 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B 0 -2 B 3 4 1 8 B 0 -2 9 F 8 1 8 B 0 -2 8 B C 1 8 B 0 -2 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.