Fréttablaðið - 07.03.2016, Blaðsíða 6
15%
AFNÁM
TOLLA
VIÐ FÖGNUM
AFNÁMI
TOLLA
KRINGLAN GÆTIR ÞINNA
HAGSMUNA AF ÖLLU HJARTA!
Nánari upplýsingar um afnám tolla og þær vörur sem lækka í verði á kringlan.is
Dæmi um verðlækkun
í Galleri Sautján,
Cheap Monday gallabuxur:
Dæmi um verðlækkun
í Englabörnum,
Molo samfella:
Verð nú:
9.995 kr.
Verð nú:
4.990 kr.Verð áður:10.995 kr.
Verð áður:
5.990 kr.
Dæmi um verðlækkun
í Selected,
frakki:
Verð nú:
22.990 kr. Verð áður:27.690 kr.
félagsmál Svandís Svavarsdóttir,
þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt
fram frumvarp til breytingar á lögum
um málefni aldraðra, sem lýtur að því
að tryggja hjónum, og sambúðarfólki,
rétt til að vera áfram samvistum þótt
annað þeirra þurfi að dveljast til lang-
frama á stofnun fyrir aldraða.
Í greinargerð frumvarpsins segir að
þessi réttur sé í dag ekki tryggður og
því geti öldruð hjón eða sambýlisfólk
þurft að slíta samvistum gegn vilja
sínum þegar langtímadvöl á stofnun
fyrir aldraða er nauðsynleg.
Aðskilnaðurinn geti reynst þeim, og
aðstandendum, þungbær og því mikið
hagsmunamál aldraðra að tryggja rétt
þeirra til áframhaldandi sambúðar.
Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er
slíkur réttur við lýði en er misjafnlega
tryggður og útfærður. Réttur aldraðra
í Danmörku, Noregi og Svíþjóð til
sambúðar við maka eða lífsförunaut
á stofnun fyrir aldraða byggist á þeirri
grunnforsendu að með því aukist rétt-
indi og lífsgæði aldraðra og eru færð
fyrir því ýmis rök.
„Sömu sjónarmið og urðu til þess að
öldruðum pörum í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð hefur verið veittur réttur til
sambúðar á stofnunum fyrir aldraða
hljóta einnig að eiga við hérlendis,“
segir í greinargerð frumvarpsins.
Að ýmsu er að hyggja áður en
hjónum og sambýlisfólki verður
veittur réttur til sambúðar á dvalar-
og hjúkrunarheimilum hérlendis,
og því er ætlaður aðlögunartími til 1.
janúar 2018, m.a. til að læra af reynslu
grannþjóðanna. Gert er ráð fyrir að
rekstraraðilar heimilanna geti sótt
fjárstyrk í framkvæmdasjóð aldraðra
til þeirra breytinga sem þarf að gera.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formað-
ur Félags eldri borgara í Reykjavík, á
einnig sæti í öldungaráði Reykjavíkur-
borgar. Hún segir ástandið ekki eins
slæmt og talið hafði verið.
„Við höfum kynnt okkur betur
hvernig þetta er í raun og veru. Og það
eru miklu fleiri hjónaíbúðir til en fólk
veit af. Bara uppi í Seljahlíð eru fimm
eða sex og það eru nokkrar á Hrafn-
istu og það eru nokkrar á Grund,“
segir Þórunn og bætir við að ástandið
sé ekki eins alvarlegt og fullyrt hafi
verið fyrir tveimur til þremur árum.
Aftur á móti þurfi að gera fólki
betur grein fyrir því að úrræðin séu
til staðar. „Alveg klárlega,“ segir Þór-
unn. Hún segir þó mjög vel hugsan-
legt að það vanti enn fleiri hjóna-
íbúðir og það sé mikilvægt að halda
umræðunni áfram. Það sé ótækt að
slíta fólk í sundur eftir 50 til sextíu ára
sambúð. „Það er alveg grundvallar-
atriði.“
Þórunn segir að það vanti líka
sárlega önnur úrræði. „Til dæmis ef
veikur maki er heima að þá einangrast
sá fríski sem er að annast þann veika.
Og þarna veit enginn hvað er í gangi.
Þarna er gríðarleg þörf á að hvíla þann
maka sem er frískur. Þetta vitum við
heilmikið um og verðum vör við
nánast vikulega.“ svavar@frettabladid.is
/ jonhakon@frettabladid.is
Tryggt verði að aldraðir geti verið saman
Þingmaður VG vill tryggja eldri hjónum og sambúðarfólki rétt til að halda áfram samvistum þótt annað þurfi að dveljast á stofnun fyrir
aldraða. Formaður Félags eldri borgara segir fleiri hjónaíbúðir í boði en fólk veit af. Mögulega megi fjölga íbúðunum enn frekar.
Lögreglumenn lentu í ryskingum við aðgerðasinna í Tírana-garðinum í Albaníu í gær. Verið var að mótmæla byggingaráformum stjórnvalda, en
mikill fjöldi trjáa í garðinum verður felldur til þess að áformin nái fram að ganga. Fréttablaðið/EPa
menntamál Ólína E. Thoroddsen
hefur verið ráðin skólastjóri Grunn-
skóla Seltjarnarness frá 1. júní 2016,
að því er fram kemur á Facebook-síðu
Seltjarnarnesbæjar.
Ólína er sögð flestum Seltirningum
að góðu kunn þar sem hún hafi starfað
við skólann síðastliðin 36 ár, þar af
sem aðstoðarskólastjóri síðustu níu
ár. Hún hefur leyst skólastjóra af um
skeið. – óká
Nýr skólastjóri á
Nesinu
Bretland „Við myndum sjá fram á
fjölda ára þar sem afar erfiðar samn-
ingaviðræður stæðu yfir, og það yrði
mjög erfitt fyrir Evrópusambandið.
Vegna þessa myndum við búa við
mikið óöryggi sem myndi virka eins
og eitur á efnahagslífið í Bretlandi, Evr-
ópu og í raun heiminum öllum,“ sagði
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra
Þýskalands, í viðtali við BBC í gær.
Til stendur að Bretar kjósi um
hvort þeir yfirgefi Evrópusambandið
eða ekki þann 23. júní næstkomandi.
Býsna skiptar skoðanir eru um hvort
Bretar skulu slíta sambandinu og
hefur David Cameron, forsætisráð-
herra landsins, ferðast um landið og
hvatt fólk til að kjósa gegn tillögu um
útgöngu Breta. Flokksbróðir hans og
borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson,
aðhyllist hins vegar úrsögn Breta. – ga
Eitur fyrir
efnahagslífið
Aðgerðasinnar í áflogum við lögreglumenn
Ólína E.
thoroddsen,
nýráðin skólastjóri
á Seltjarnarnesi
Við höfum kynnt
okkur betur hvernig
þetta er í raun og veru. Og
það eru miklu fleiri hjóna-
íbúðir til en fólk
veit af.
Þórunn Sveinbjörns-
dóttir formaður
Félags eldri borgara
7 . m a r s 2 0 1 6 m á n U d a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
7
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
B
0
-5
2
B
4
1
8
B
0
-5
1
7
8
1
8
B
0
-5
0
3
C
1
8
B
0
-4
F
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K