Fréttablaðið - 07.03.2016, Blaðsíða 16
Hvað gerði Gylfi?
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja
Swansea þegar hann skoraði
sigurmark liðsins í 1-0 sigri í sex
stiga leik á móti Norwich en Gylfi
lagði upp sigurmarkið í leiknum á
undan.
Stærstu úrslitin Tíu
leikmenn Arsenal
komu til baka á
móti Tottenham
og Alexis Sánchez
tryggði liðinu 2-2
jafntefli með sínu
fyrsta marki síðan í október.
Hetjan Dimitri Payet tryggði West
ham 3-2 sigur á Everton á loka-
mínútunni eða níu mínútum
eftir að hann lagði upp jöfnunar-
markið. Everton var 2-0 yfir þegar
tólf mínútur voru eftir af leiknum.
Kom á óvart Leicester gefur ekkert
eftir og er nú með fimm stiga for-
skot á toppnum eftir að Alsíringur-
inn Riyad Mahrez tryggði liðinu
1-0 útisigur á Watford.
Í dag
19.00 Njarðvík - Haukar Sport
21.00 Messan Sport 2
22.00 Körfuboltakvöld Sport
19.15 Njarðvík - Haukar Njarðvík
19.15 Keflavík - ÍR Keflavík
Nýjast
Tottenham 2 – 2 Arsenal
Chelsea 1 – 1 Stoke
Everton 2 – 3 West Ham
Man. City 4 – 0 Aston Villa
Newcastle 1 – 3 Bournemouth
Southampton 1 – 1 Sunderland
Swansea 1 – 0 Norwich
Watford 0 – 1 Leicester
Crystal Palace 1 – 2 Liverpool
West Brom 1 – 0 Man. United
Efst
Leicester 60
Tottenham 55
Arsenal 52
Man. City 50
West Ham 49
Neðst
Swansea 33
Sunderland 25
Norwich 24
Newcastle 24
Aston Villa 16
Enska úrvalsdeildin
FÖSTUDAGURINN 19. FEB. KL 20:00 UPPSELT
FÖSTUDAGURINN 11. MARS KL 20:00 LOKASÝNINGAR
LAUGARDAGURINN 12. MARS KL 20:00 LOKASÝNINGAR
„Ég hef ekki hlegid svona mikið síðan
ég skildi vid manninn minn.”
Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn á sem varamaður og innsiglaði 4-1 stórsigur á Dönum á Algarve. Hér fagnar hún með liðsfélögunum. FRéttAblAðið/JóNÍNA GuðbJöRG
Hefur skorað
fyrir Ísland
ellefu ár í röð
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði met
Margrétar Láru Viðarsdóttur yfir mörk
á flestum landsliðsárum í röð þegar hún
skoraði á móti Dönum á föstudaginn. Mar-
grét Lára skoraði einnig mark fyrir íslenska
A-landsliðið ellefu ár í röð frá 2003 til 2013.
Domino’s-deild karla í körfubolta
KR - FSu 102-82
Höttur - Þór Þorl. 93-104
Snæfell-Stjarnan 94-102
tindastóll - Grindavík 88-79
KR -ingar tryggðu sér deildarmeistara-
titilinn í gær og verða með heimavallarrétt
út alla úrslitakeppnina þriðja árið í röð.
Tindastóll vann sinn sjötta sigur í röð og
það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni
hvort Snæfell eða Grindavík komast í úr-
slitakeppnina.
Efri hluti
KR 34
Stjarnan 30
Keflavík 28
Haukar 26
Þór Þorl. 26
Tindastóll 26
Neðri hluti
Njarðvík 22
Snæfell 16
Grindavík 16
ÍR 12
FSu 6
Höttur 6
Olís deild kvenna í handbolta
Afturelding - Stjarnan 18-21
HK - Grótta 15-28
Selfoss - ÍR 35-28
ÍbV - Valur 20-23
Fjölnir - KA/Þór 25-24
Fram - FH 29-17
Haukar - Fylkir 29-27
Efri hluti
Grótta 39
Haukar 38
Valur 34
Fram 33
ÍBV 32
Stjarnan 32
Selfoss 24
Neðri hluti
Fylkir 20
HK 13
Fjölnir 12
KA/Þór 9
FH 9
ÍR 8
Afturelding 5
Bikarmeistarar í hópfimleikum
Handhafar allra þriggja titlana Stjörnukonur urðu í gær bikarmeistrar
í hópfimleikum og hafa því á tæpu ári endað sigurgöngu Gerplu á
Íslandsmóti, á Norðurlandamóti og nú í bikarkeppninni. Hér fagna
stelpurnar nýjasta titlinum í mótslok. FRéttAblAðið/NiclAES JERKEHolt
FótbOlti Hólmfríður Magnúsdóttir
kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum
á föstudaginn með því að skora
síðasta markið og komst um leið í
sögubækurnar. Hún hefur skorað
fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og
með árinu 2006.
„Við gátum ekki byrjað þetta
betur. Það var líka mjög gott að
vinna Belgíu á síðustu mínútunni.
Það var extra sætt því við áttum það
skilið,“ segir Hólmfríður.
„Liðsheildin er frábær og það
er það skemmtilega við þetta. Það
eru allar með sín hlutverk á hreinu
og við höfum allar sama traustið
frá þjálfaranum. Það hafa allar
skilað sínu hvort sem þær byrjuðu
á bekknum eða voru í byrjunar-
liðinu,“ segir Hólmfríður.
„Það er gott að hafa samkeppni og
hún heldur manni á tánum. Ég hef
alveg kynnst samkeppni áður og
veit að maður verður bara að spýta
í lófana og láta hana gera sig að betri
leikmanni,“ segir Hólmfríður.
Freyr Alexandersson, þjálfari
liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu
frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði
með stórsigri á Dönum. Danir gerðu
tvær breytingar frá leiknum á undan
og voru með sitt sterkasta lið.
„Þetta sýnir líka breiddina sem er
búið að vera búa til síðustu ár. Það
er frábært að sjá unga leikmenn
koma inn í hópinn og standa sig
svona vel,“ segir Hólmfríður og hún
hrósar þjálfaranum. „Það þarf að
ná til okkar allra og hann gerir það
þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar
týpur. Það að við séum ólíkar gerir
líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður
sem er nú orðin ein af þeim elstu.
„Ég finn ekkert rosalega mikið
fyrir því að ég sé með þeim elstu í
liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen)
erum að skipta vinstri vængnum
saman og ég hvet hana áfram og hún
mig líka. Við setjum pressu á okkur
að það verði alltaf að koma mark frá
vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður
en þær skoruðu báðar gegn Dönum.
„Við settum pressuna á okkur
sjálfar fyrir mótið að við ætluðum
alla leið í úrslitaleikinn og ef við
förum inn í leikinn á morgun (í dag)
eins og við erum búnar að fara inn
í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið
stoppa okkur,“ segir Hólmfríður.
Íslenska liðið mætir Kanada í dag
í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná
í stig til að komast í úrslitaleikinn.
Þar er líklegast að Brasilía bíði.
„Við höfum ekki tapað í mörgum
leikjum í röð og erum allar með
sjálfstraust. Við þurfum bara að
klára leikinn á morgun (í dag) og
það væri draumur að mæta Bras-
ilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólm-
fríður og bætir við: „Ég hef aldrei
spilað á móti Brasilíu og það er eitt
af liðunum sem maður vill mæta í
úrslitaleik.“
„Við ætlum að vinna riðilinn
okkar í undankeppni EM og þetta
eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins.
Þessir leikir hjálpa okkur vonandi
að mæta vel undirbúnar fyrir leik-
ina sem skipta máli,“ segir Hólm-
fríður að lokum. ooj@frettabladid.is
Væri draumur að mæta Brasilíu
Hólmfríður Magnúsdóttir er ein af sex markaskorurum og 21 byrjunarliðsmanni íslenska kvennalands-
liðsins í fyrstu tveimur leikjum Algarve-mótsins. Jafntefli á móti Kanada í dag kemur liðinu í úrslitaleikinn.
= fjöldi marka
7 . m a r S 2 0 1 6 m Á N U D a G U r16 S p O r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
0
7
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
B
0
-3
5
1
4
1
8
B
0
-3
3
D
8
1
8
B
0
-3
2
9
C
1
8
B
0
-3
1
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K