Fréttablaðið - 07.03.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.03.2016, Blaðsíða 18
Afi gerði þennan stól árið 1970, bara í einu eintaki fyrir sig sjálfan og var alltaf mjög stoltur af honum. Hann var yfir sig ánægður með að það ætti að framleiða stólinn en hann féll því miður frá rétt áður en fyrstu stólarnir komu tilbúnir, núna í janúar. Annars var hann alltaf að. Hann smíðaði og fylgdist með fram á síðasta dag. Helga Erlingsdóttir Hófurinn eftir Jóhann Ingimarsson í endurgerð Frumkvöðlasetursins og Bólstursmiðjunnar. mynd/BólstursmIðJan „Það var alltaf gamall draumur hjá afa að láta framleiða Hófinn. Fyrir nokkrum árum fór hann sjálfur með stólinn á verkstæði þar sem hann var tekinn í sundur en það reyndist of dýrt að smíða mótin. Fyrir þremur árum var svo loks drifið í að kanna þetta betur með honum og sýndi Frum- kvöðlasetrið í Borgar nesi verk- efninu strax áhuga og steypir grindina í trefjaplast. Bólstur- smiðjan sér um að bólstra stól- inn,“ segir Helga Erlingsdóttir, barnabarn Jóhanns Ingimars- sonar húsgagnasmiðs á Akur- eyri, eða Nóa eins og hann var ávallt kallaður, en á komandi HönnunarMars verður endur- gerð af hægindastólnum Hófnum eftir Nóa kynnt í Hafnarhúsinu. Nói stundaði nám í húsgagna- smíði og síðan hönnunarnám í Kaupmannahöfn. Hann stofn- aði húsgagnaverksmiðjuna Val- björk hf. á Akureyri, ásamt fleir- um, árið 1952 og sá meðal annars um að innrétta Hótel Loftleið- ir, Hótel Esju og skemmtistað- ina Röðul og Þórscafé. Eftir að Valbjörk hætti árið 1970 stofn- aði Nói húsgagnaverslun með sama nafni sem hann rak um langt árabil og síðar aðra sem bar nafnið Örkin hans Nóa. Helga segir afa sinn alltaf hafa haft sérstakt dálæti á Hófn- um og hún líti á það sem heið- ur og virðingarvott við gamla manninn að endurgera stólinn en Nói lést í janúar síðastliðnum. „Afi gerði þennan stól árið 1970, bara í einu eintaki fyrir sig sjálfan, og var alltaf mjög stoltur af honum. Hann var yfir sig ánægður með að það ætti að framleiða stólinn en hann féll því miður frá rétt áður en fyrstu stólarnir komu tilbúnir núna í janúar. Annars var hann alltaf að. Hann smíðaði og fylgdist með fram á síðasta dag,“ segir Helga. Hún segir endurgerðina sérstak- lega ánægjulega í ljósi áhrifa Nóa á framþróun í íslenskri hús- gagnasögu. „Hans þáttur í sögu húsgagna- hönnunar og framleiðslu á Ís- landi er stór. Ég á gamlan Val- bjarkarbækling heima sem er mjög gaman að fletta því þetta eru allt húsgögn sem ættu vel við í dag.“ Hófurinn verður sýndur á HönnunarMars í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hönn- unarMars fer fram dagana 10. til 13. mars. nánar má forvitnast um Hófinn á síðunni www.hofurinn.is nói sjálfur í stólnum. maría sigurjónsdóttir og Þorsteinn máni Árnason hjá Frumkvöðlasetrinu í Borgar- nesi framleiða stólinn. Hófur Nóa eNdurgerður Frumkvöðlasetrið í Borgarnesi og Bólstursmiðjan hafa endurgert hægindastólinn Hófinn eftir Jóhann Ingimundarson, Nóa, frá árinu 1970. Stóllinn verður kynntur á HönnunarMars. Yfirhafnir Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið Vertu vinur á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.l axdal. is Skoðið laxdal.is Fisléttir Dúnjakkar og vattjakkar Litaúrval hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur 7 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r2 F ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ X X X X X X X X ∙ k y N N i N G a r b l a ð v i ð b U r ð i r 0 7 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B 0 -4 8 D 4 1 8 B 0 -4 7 9 8 1 8 B 0 -4 6 5 C 1 8 B 0 -4 5 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.