Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Blaðsíða 2
2 verður um heilar yfirlagnir. Til lengri tíma litið mun ástand bundinna slitlaga versna og yfirborðið mun smám saman verða ósléttara. Það segir sig sjálft að á næstu árum mun minna viðhald koma fram í verra ástandi vegyfirborðs (slitlaga), yfirborð vega verður ósléttara og bundin slitlög munu verða sprungnari, sem þýðir að vatn mun eiga greiðari leið niður í berandi hluta vegarins sem leiðir af sér minna burðarþol. Á malarvegum mun ganga enn frekar á unnið efni malarslitlagsins en heflun er of víða komin niður í sjálft burðarlagið, sem þýðir skert burðarþol og grófara vegyfirborð. Rétt er einnig að geta þess að í upphafi ársins var kynntur niðurskurður á öðrum liðum sem einnig kölluðu á samdrátt í þjónustu, svo sem í snjómokstri og almenningssamgöngum, í kjölfar lækkandi fjárveitinga. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 9 S.Þ. verktakar ehf., Kópavogi 87.135.672 106,3 31.782 --- Áætlaður verktakakostnaður 82.000.000 100,0 26.647 8 Jákvætt ehf., Hvolsvelli 80.350.100 98,0 24.997 7 Loftorka í Reykjavík ehf., Garðabæ 77.626.300 94,7 22.273 6 Vélgrafan ehf., Selfoss 74.432.700 90,8 19.080 5 Skrauta ehf., Hafnarfjörður 73.496.800 89,6 18.144 4 Verktakafélagið Glaumur ehf., Garðabæ 72.540.300 88,5 17.187 3 Borgarverk ehf., Borgarnesi 71.357.000 87,0 16.004 2 Silfursteinn ehf., Reykjavík 68.680.076 83,8 13.327 1 Urð og grjót ehf., Reykjavík 55.353.200 67,5 0 Kringlumýrarbraut (40), rampi og undirgöng við Bústaðaveg 09-035 Tilboð opnuð 1. júní 2010. Breikkun rampa og gerð undir- ganga suðvestan mislægra gatnamóta Kringlumýrar brautar og Bústaðavegar. Verkið felst m.a. í breikkun og aðlögun rampans, gerð staðsteyptra undirganga fyrir gangandi vegfarendur undir hann ásamt tengdum stoðveggjum, breytingu veitukerfa, aðlögun göngustíga að undirgöngunum, gerð nýrra göngu- stíga, aðlögun hljóðmana, landmótunar og lýsingar. Helstu magntölur: Skering í laus jarðlög . . . . . . . . . . . . . . 7.300 m³ Bergskering . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 420 m³ Fyllingarefni og burðarlög úr námum. . 1.200 m³ Malbikaðir og hellulagðir göngustígar . 770 m² Mótafletir undirganga og stoðveggja . . 1.000 m² Steypustyrktarstál . . . . . . . . . . . . . . . . 20.500 kg Steinsteypa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 210 m³ Umferð skal vera kominn á rampann að nýju eigi síðar en 20. ágúst 2010. Verkinu að fullu lokið 1. nóvember 2010. Niðurstöður útboða Yfirlagnir á Norðaustursvæði 2010, malbik á Akureyri 10-016 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirlagnir með malbiki á Akureyri. Helstu magntölur eru: Yfirlögn með malbiki . . . . . . . . . . . . . 13.800 m2 Malbik . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.060 tonn Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2010. Útboðsgögnin verða seld hjá Vegagerðinni Miðhúsavegi 1 á Akureyri og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 7. júní 2010. Verð útboðsgagna er 2.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júní 2010 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboða Reykjanesbraut (41), hringtorg við Grænás Loftmynd: Loftmyndir ehf.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.