Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Blaðsíða 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Blaðsíða 6
6 Fyrirsögnin á þessari grein er orðtak sem komið er inn í íslenska tungu úr erlendum málum. Það er fyrst þekkt á þýsku „das Kind mit dem Bade ausschütten“ og fyrsta heimild um notkun þess er frá árinu 1512. Á ensku er sagt: „throw out the baby with the bath water“ og heyrist það oft. Orðtakið er nokkuð gegnsætt en má annars skýra svona: „að tapa góðum hlutum þegar slæmum er hent“. Ástæðan fyrir þessum formála er að orðtakið hefur leitað talsvert á mig undanfarna daga þegar mér er hugsað til áforma samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að sameina nokkrar undirstofnanir sínar í tvær, þ.e.a.s. stjórnsýslustofnun og stofnun fyrir framkvæmdir og rekstur. Málið er komið svo langt að drög að lagafrumvörpum eru tilbúin og ráðuneytið hefur efnt til nafnasamkeppni fyrir þessar nýju stofnanir á meðal væntanlegra starfsmanna þeirra. Vegagerðin er langstærsta stofnunin sem er inni í þessu sameiningarferli. Um síðustu áramót voru starfsmenn henn- ar 302. Samkvæmt skýrslu vinnuhóps um verkefni, verk- lag og verkferla fara um 15 ársverk frá Vegagerðinni til stjórnsýslustofnunar en 288 ársverk til stofnunar framkvæmda og reksturs. Þau sameinast 32 ársverkum frá Siglingastofnun. Stofnunin mun hafa heimild til að taka að sér verkefni frá Flugmálastjórn er varða rekstur og viðhald smærri flugvalla en engir starfsmenn fylgja þeim. Stofnun framkvæmda og reksturs verður ný stofnun, með nýju skipuriti og skipulagi. Það felur í sér spennandi verkefni því nýir tímar og tækni bjóða upp á nýtt verklag á mörgum sviðum. Þetta verður stærsta einstaka breytingin á verkefnum „Að henda barninu út með baðvatninu“ Skoðun mín Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar: Vegagerðarinnar frá því embætti landsverkfræðings var skipt í embætti vegamálastjóra og vitamálastjóra á öðrum áratug síðustu aldar. Ég finn að starfsmenn Vegagerðarinnar taka þessu með opnum hug og eru tilbúnir í þetta verkefni. Tilkynning barst frá samgönguráðuneytinu um nafnasam- keppni í 20. viku og ég notaði hvítasunnuhelgina í að velta fyrir mér mögulegum heitum. Margt kom í hugann sem spannaði verkefnasvið nýrrar stofnunar, þ.e. vegir, hafnir, flugvellir, framkvæmdir, rekstur, viðhald og þjónusta, en við tölvuleit kom í ljós að efnilegustu hugmyndir mínar höfðu allar verið notaðar áður sem firmaheiti eða á öðrum vettvangi. Samsett heiti skoðaði ég lítið enda óþjál og ná sjaldan festu í daglegu máli. Til dæmis heyri ég sjaldan vísað í „samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið“ í umræðu. Eldra heiti, „samgönguráðuneytið“, er enn notað af flestum. Að lokum fór ég að íhuga hugmynd sem ég hafði heyrt hér innanhúss í þá veru að ný stofnun myndi nýta nafn og merki Vegagerðarinnar. Orðið „vegur“ má teygja yfir í „sjóvegur“ sem er til í orðabók og getur sjálfsagt líka verið metafóra fyrir flugleið. Hvati samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að þessu sameiningarferli er hagræðing og endurnýting nafns og merkis fellur vel að því markmiði. Firmamerki Vegagerðarinnar er eins og vatnsmerki í gegnum öll hennar verkefni. Það mun kosta óhemju fé og fyrirhöfn að skipta því út. Það er í öllum prentuðum gögnum, á tækjum og vélum, húsnæði og sumum merkjum við vegi. Nafn Vegagerðarinnar sem stofnunar sem annast vegagerð og viðhald vega er líka inngróið í þjóðarvitundina og það mun kosta gríðarlegt átak á sviði almannatengsla að koma nýju nafni á framfæri og gera það þjált og sjálfsagt í öllum samskiptum. Vegagerðin rekur í dag mikilvæga upplýsingaþjónustu um færð og ástand vega í síma 1777 og það má ekki vera neinn vafi á því hvert skuli leita. Vefsíða Vegagerðarinnar, vegagerdin.is, er líka óhemju öflug í dreifingu upplýsinga og ein mesta heimsótta vefsíða landsins þegar veður eru vond að vetri til. Árið 2008 tók Vegagerðin við stjórn Norræna vegasam- bandsins (NVF) til fjögurra ára. Stjórnartímabilinu lýkur með risastórri ráðstefnu og hefur Harpan, nýja tónlistar- og Starfsstöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Allar starfsstöðvarVegagerðarinnar á landinu, 21 að tölu, eru merktar stofnuninni.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.