Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Blaðsíða 3
3
Reykjanesbraut (41),
hringtorg við Grænás 10-041
Vegagerðin og Reykjanesbær óska eftir tilboðum í gerð
hringtorgs ásamt aðlögun aðliggjandi vega á gatnamótum
Reykjanesbrautar og Grænásvegar / Grænásbrautar í
Reykjanesbæ. Framkvæmdin innifelur einnig að annast
tilgreinda verkþætti við aðlögun eða flutning núverandi
lagna s.s. ljósleiðara-, háspennu-, lágspennu- og
sjónvarpsstrengja í vegunum í samráði við veitur ásamt
nauðsynlegri landmótun.
Helstu magntölur veghluta eru:
Skering í laus jarðlög . . . . . . . . . . . . . 1.000 m3
Fylling og fláafleygar . . . . . . . . . . . . . 1.100 m3
Burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.600 m3
Malbik . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8000 m2
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. september
2010.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7
í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 8. júní
2010. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00
þriðjudaginn 22. júní 2010 og verða þau opnuð þar
kl. 14:15 þann dag.
Lagfæringar vega
við Markarfljótsbrú 10-049
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í lagfæringu á um
900 m kafla Hringvegar (1) austan Markarfljótsbrúar
og lítils hlutar Þórsmerkurvegar ásamt bílaplani við
gatnamótin.
Helstu magntölur eru:
Fylling . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.050 m3
Fláafleygar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.230 m3
Burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.635 m3
Netgirðingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.300 m
Tvöföld klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . 10.185 m2
Frágangur fláa . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7.580 m2
Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2010, þó skal
fyrra lag klæðingar komið á fyrir 28. júlí 2010.
Útboðsgögnin verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri
2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá
og með mánudeginum 7. júní 2010. Verð útboðsgagna er
4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00
þriðjudaginn 22. júní 2010 og verða þau opnuð þar kl.
14:15 þann dag.
Loftmynd:
Loftmyndir ehf.