Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Blaðsíða 7

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Blaðsíða 7
7 ráðstefnuhúsið verið bókað 11. til 13. júní 2012. Vegagerðin hefur verið að kynna og markaðssetja þessa ráðstefnu erlendis undanfarin tvö ár og vonir standa til að rúmlega 1.200 gestir muni sækja landið heim af þessu tilefni. Þetta markaðsátak hefur verið í nafni Vegagerðarinnar á íslensku og ensku. Stjórn NVF mun að sjálfsögðu verða í höndum nýrrar stofnunar framkvæmda og reksturs en markaðslega væri það sterkara ef nafnið héldi sér. Auðvitað á svona atriði ekki að ráða úrslitum um nafnaval en þetta er nefnt hér sem dæmi um það sem við er að eiga. Það er til dæmi í stjórnsýslunni um að gamalt nafn hafi verið notað þegar verkefni margra stofnana voru fær undir einn hatt, þ.e.a.s. Veðurstofan. Það taka allir því sem sjálfsögðum hlut að starfsmenn Veðurstofunnar séu helstu sérfræðingar um vatnamælingar, eldgos og afleiðingar þess þótt það hafi sáralítið með veður að gera. Slétt 90% starfsmanna stofnunar framkvæmda og reksturs koma frá Vegagerðinni og 10% frá Siglingastofnun. Það er því ljóst að ákveðinn stofnanakúltúr, hefðir og venjur muni koma frá Vegagerðinni þótt örugglega verði tekið vel á móti öllu sem starfsmenn Siglingastofnunar leggja til með sér. Það felast verðmæti í þessum kúltur sem nær öld aftur í tímann. Starfsmannavelta hefur alltaf verið lítil hjá Vegagerðinni, margir hafa starfað þar alla sína starfsæfi og eru stoltir af. Nokkur dæmi eru um að starfsmenn nái 50 ára starfsaldri. Stofnunin nýtur velvilja hjá landsmönnum þrátt fyrir að hún hafi haft með höndum erfið verkefni og stundum lítið fé. Í þetta er hægt að halda þótt ný stofnun verði til frá grunni með nýjum lögum. Flestir starfsmenn Vegagerðarinnar munu sitja á sömu skrif- borðsstólunum og við sömu skrifborðin og áður. Nothæfum húsgögnum verður auðvitað ekki skipt út. Við höfum nafn og merki sem enn eru vel boðleg og kosta okkur ekkert. Spörum okkur kostnað við nýtt nafn og hendum ekki barninu út með baðvatninu. Merki og heiti Vegagerðarinnar er eins og vatnsmerki í öllu hennar starfi. Bílar, tæki, merki, fatnaður og prentgögn eru merkt. Via Nordica ráðstefna NVF 2012 er markaðssett erlendis með nafni og merki Vegagerðarinnar. Rúmlega 1.200 gestir eru væntanlegir. Saga vegagerðar á Íslandi er órjúfanlega tengd heiti stofnunarinnar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.