Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
■A . . .
Átakafundur
fram undan
Hríseyingar búa sig undir að
hart verði deilt á íbúafundi sem
haldinn verður annað kvöld um
málefni fyrirhugaðrar hausa-
þurrkunarverksmiðju í eyjunni.
Sumarhúsaeigendur í Hrísey eru
andvígir verksmiðjunni og segja
að dæmin sanni að vandræði
hafi skapast vegna óþefs þar sem
slíkar verksmiðjur starfi. Fjörutíu
sumarhús eru í eyjunni.
Bjarni Guðmundsson sumar-
húsaeigandi segir vissara að ekk-
ert sé haft eftir honum um mál-
ið. Næg harka sé hlaupin í málið
og varðveita verði ffiðinn í smáu
samfélagi.
Sækja fé með
röngum tölum
Fimm skólar í Reykjavík
hafa fengið athugasemdir frá
menntamálaráðuneytinu fyrir
að veita rangar upplýsingar
um fjölda ársnemenda sem
ljúka skólaári með prófi. Fyrir
vildð fá skólarnir aukin fjár-
framlög frá ráðuneytinu því
greitt er til þeirra samkvæmt
nemendafjölda. Skólarnir
sem um ræðir eru Iðnskól-
inn í Reykjavík, Fjölbrauta-
skólinn í Breiðholti, Flens-
borgarskólinn í Hafnarfirði,
Fjölbrautaskólinn við Armúla
og Menntaskólinn í Kópavogi.
Þeir hafa svarað ráðuneytinu
en þar fást engar frekari upp-
lýsingar um gang mála.
16ára ræningjar
viðurkenna sök
Fjórir sextán ára piltar voru
handteknir í gær fyrir að hafa
framið vopnað rán í Sunnubúð
við Mávahlfð fyrir hádegi í gær.
Piltarnir, sem voru vopnaðir kylf-
um og öxi, réðust inn í búðina og
börðu eiganda hennar. Þeir höfðu
á brott með sér 80 þúsund krón-
ur auk tóbaks. Við yfirheyrslu lög-
reglu játuðu þrír þeirra að hafa
framið ránið en sá fjórði beið í
bílnum. Búðareigandinn slas-
aðist lítillega á hendi. Lögreglan
hefur fundið þýfið og telst málið
upplýst.
Stálu skotfærum
úrflugskýli
Brotist var inn í flugskýli í
Húsafelli um helgina og stolið
byssum og skotfærum. Ung-
menni í nálægum bústað voru
yfirheyrð og kom í ljós að fjórir
úr hópnum áttu aðild að ráninu.
Þegar ekki gekk að opna byssu-
skáp sem skotfærin voru geymd
í drógu ungmenninn skápinn út
og reyndu að opna hann með
traktorsgröfu. Þegar það gekk
ekki eftir var hann dreginn inn
aftur þar sem tókst að opna
hann. Traktornum var hins vegar
ekið á hurðir og veggi flugskýl-
anna svo tjónið er töiuvert. Málið
telst upplýst en megintilgangur
ránsins var að ná skotfærum.
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik, segir félagið hafa tapað tólf hundruð millj-
ónum króna á rekstri matvöruverslana frá því það keypti Kaupás fyrir fjórum árum.
Hann líkir ásökunum um verðsamráð lágvöruverslana við múgseQun sem teygi anga
sína inn á Alþingi og tekur hana nærri sér. Jón Helgi vænir Haga um að misnota sér
markaðsráðandi stöðu og selja vörur undir kostnaðarverði. Finnur Árnason, forstjóri
Haga, vísar því alfarið á bug.
TAPAR NÆSTUM
HRLA HLYNSDÓTTIR
blciðamadiii skiifar: erlatfcdv.is
„Ég er erlendis að afla peninga til að
borga með íslenskri matvöru," seg-
ir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri
Norvik, sem staddur er í viðskipta-
ferðalagi erlendis um þessar mundir.
Norvik keypti Kaupás í nóvember
árið 2003 en Kaupás rekur Krónuna
meðal annarra verslana. Á þeim fjór-
um árum sem eru liðin síðan þá hef-
ur Norviktapað tólf hundruð milljón-
um, sem samsvarar því að á hverjum
verslunardegi sé tapið um 822 þús-
und krónur.
Dýrt mannorðsmorð
Aðspurður hvernig það gangi upp
að reka fyrirtæki með slflcu tapi seg-
ir hann að öflug starfsemi Norvik er-
lendis og arðbærar fjárfestingar skipti
þar sköpum. „Við settum okkur það
markmið að vera afgerandi þátttak-
andi á íslenskum matvörumarkaði
og höfum látið þetta ganga yfir okk-
ur fram að þessu, jafnvel þó að þessa
dagana sé verið að mannorðsmyrða
okkur. Þetta er sennilega dýrasta
mannorðsmorð sem menn hafa tekið
þátt í og ekki nokkur skapaður hlutur
á bak við það," segir Jón Helgi og vís-
ar til heitrar umræðu síðustu vikna
um meint verðsamráð Krónunnar og
Bónuss sem hann neitar alfarið.
Finnur Ámason, forstjóri Haga,
segir tap sitt vegna sölu á matvöru
engan veginn í líkingu við tap Nor-
vik. Hann sér þó ekki ástæðu til að
véfengja þá upphæð sem Jón Helgi
nefnir og gerir fastlega ráð fyrir að
hún sé kórrétt.
Merktar golfkúlur
„Ég hef tekið þetta mjög nærri
mér," segir Jón Helgi og bendir á lík-
indi með Hafskipsmálinu og Geir-
finnsmálinu. „Ég sé hvernig múg-
sefjunin nær tökum á fólki, inni á
Alþingi, í fjölmiðlum og hjá almenn-
ingi. Þetta hefur gegnsýrt þjóðfé-
lagið. Þessi húsleit Samkeppniseft-
irlitsins minnir mig helst á þegar
Hafskipsmenn voru dregnir fram úr
rúminu klukkan sex að morgni og
síðan dæmdir fyrir að setja nöfnin
sín á golfkúlur," segir Jón Helgi gátt-
aður. Forsvarsmenn Hafskips voru á
sínum tíma handteknir á heimilum
sínum í viðurvist sjónvarpsfrétta-
manna. Það vakti mikla hneykslun
almennings þegar fyrirtækið lét setja
merkið sitt á golfkúlur.
Jóni Helga var síður en svo brugð-
ið þegar Samkeppnisefdrlitið hóf hús-
leit hjá fyrirtækinu í vikunni. „Við átt-
um von á þessu. Það var pólitísk krafa
til þess. Álmenningur ætlast líka til
svona viðbragða þannig að við látum
þetta ganga yfir okkur" segir hann.
Jón Helgi tekur rannsóknina sem
slíka ekki nærri sér: „Við erum örugg
með okkur."
íslenskt þjóðfélag eftir á
Jón Helgi vonar að rannsóknin
verði til þess að mannorð hans verði
hreinsað. „Ég held samt að menn vilji
ekki fá neitt gott út úr þessari rann-
sókn. Hún sýnir að íslenskt þjóðfélag
,Ég sé hvernig múg-
sefjunin nær tökum
á fólki - inni á Al-
þingi, í fjölmiðlum
og hjá almenningi.
Þetta hefur gegnsýrt
þjóðfélagið/
og íslenskt dómskerfi er afar skammt
á veg komið." Hann bindur einnig
vonir við að rannsóknin leiði í ljós að
Hagar misnoti markaðsráðandi stöðu
sína og selji vörur undir kostnaðar-
verði í Bónus.
Finnur Árnason hafhar
þeim ásökunum og seg- gé
ir Haga leggja metnað
sinn í að bjóða lægsta /
vöruverð á matvöru á 4
íslandi. „Það loforð J
hefur verið efnt frá
fyrsta starfsdegi Á !
Bónuss fyiir tæp-
um 19 árum ú
Tapar milljonum Jón
Helgi Guðmundsson greiðir
með íslenskri matvöru og
liefurtapað 1,2 milljörðum
frá því hann keypti Kaupás.
og á þvi
verður ekki
breyting."
«5
Flótti grunnskólakennara blasir viö í vor:
Borgarstjóri varaður við
„Grunnskólakennarar flýja. Við-
vörun," er yfirskrift bréfs sem Herdís
Kristinsdóttir, þrítugur grunnskóla-
kennari, sendi Degi B. Eggertssyni
borgarstjóra fyrir hönd íslenskra
grunnskólakennara þar sem hún
gagnrýnir launakjör þeirra. f kjölfar-
ið sendi hún affit til allra kennara.
f bréfinu segir meðal annars:
„Grunnþarfir einstaklinga eru með-
al annars sjálfstæði og sjálfsbjarg-
arviðleitni. Við höfum þessar þarfir
og þurfum að leita leiða til að svala
þeim. Það þýðir að ef ekkert verð-
ur gert til að bæta launakjör grunn-
skólakennara áður en þessu skóla-
ári lýkur og áður en samningar eru
lausir, verða margir og sérstaklega
þeir ungu í stéttinni, að segja upp
sínu ágæta starfi. Neyðarástand mun
blasa við í grunnskólum, samfélagið
allt mun finna fyrir neyðinni."
Fá ekki kennslu? Samkvæmt viðvörun til
borgarstjóra blasir neyðarástand við næsta
skólavetur ef kjör kennara lagast ekki.
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara, hefur móttekið
bréfið og segir ljóst að voðinn sé vís
ef samningar nást ekki áður en þeir
losna í vor. „Ástandið sem nú ríkir
var fyrirséð. Við vorum búin að vara
við þessu," segir hann.
Foreldrar og aðrir borgarar eru
farnir að láta meira til sín í taka í
kjarabaráttu kennara en áður, að
sögn Ólafs. „Við finnum mikinn
meðbyr. Dæmi eru um að börn hafi
haft þrjá umsjónarkennara það sem
af er vetri. Þetta er auðvitað grafal-
varlegt ástand."
Herdís brýnir fyrir borgarstjóra
að grípa inn í þróunina og bendir á
að sambærilegar stéttir búi við betri
launakjör. „Viðvörun þessi er því
send til þín sem æðsti maður stærsta
sveitarfélagsins," segir í bréfinu og
telur hún að samfélagslegt réttlætis-
mál að laun kennara verði hækkuð.
Ólafur tekur í sama streng. „Kenn-
arar hafa í gegnum tíðina horft á
launin sín rýrna og rýrna. Þessir
menn eru að leika sér að eldi," seg-
ir hann og vísar til sveitarstjórnar-
manna. erla@dv.is
Voðinn vís Ólafur Loftsson segir voðann
vísan ef samningar nást ekki við kennara
áður en þeir losna (vor.