Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Qupperneq 9
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 9
fundust undir sólpallinum séu af
dóttur hans. „Ég er orðinn gamall
maður og á ekki langt eftir sýnist
mér. Það er mjög mikilvægt að fá úr
þessu öllu skorið hið fyrsta því ég
vil geta jarðsungið Dinah áður en
ég fell sjálfur frá," segir Ian.
ar fréttir eru hræðilegar. Ég hef búið
í húsinu síðustu tólf ár og nú hefur
fjölskyidulíf mitt farið á hvolf," seg-
ir Dowling. Aldraður faðir Dinah
McNicol, Ian McNicol, bíður nið-
urstöðu réttarlæknis til að staðfesta
morðið og að líkamsleifarnar sem
leigjandi hússins við Irvine Drive í
Margate, Nicola Dowling, er eðli-
lega miður sín vegna málsins. Hún
hefur verið flutt á hótel ásamt fjöl-
skyldu sinni. „Fyrir mig er þetta sí-
versnandi martröð. Ég hef aldrei
heyrt Peter Tobin nefndan og þess-
Óttast hið versta Lögreglan liyggst leita
í fjölda húsa á næstunni og hafa nöfn 15
stúlkna komið upp í rannsókninni. Áður
höfðu tvö stúlkulik fundist í garðinum.
Tveir látnir eftir rafskot
Lögreglan í Maryland í Bandaríkj-
unum banaði tvítugum heima-
manni með rafmagnsbyssu í
fyrrinótt. Hún var kölluð til vegna
slagsmála og skaut rafskoti á einn
slagsmálahundanna. Skotum úr
byssunni er ætlað að skyndilama
þann sem verður fyrir þeim en í
þessu tilviki leið sá látni út af og
var úrskurðaður látinn við komu á
spítala. Þetta er annar einstakling-
urinn á skömmum tíma sem deyr
eftir rafskot því Pólverji lést á flug-
velli í Kanada eftir að starfsmenn
flugvallarins skutu hann með raf-
byssum sínum.
Mannskaðií grískumflóðum
Grísk yfirvöld hafa lýst yfir neyð-
arástandi sökum flóða í landinu.
Tveir hafa látið lífið í flóðunum og
búið að rýma þorp þar sem flætt
hefur inn á hundruð heimila. Bú-
ist er við áframhaldandi flóðum í
norðausturhluta landsins þar sem
stíflur á landamærum Grikklands
og Búlgaríu eru að fyllast.
Enn eru björgunarsveitir að eiga
við afleiðingar skógareldanna
miklu frá því í sumar og verið er að
hreinsa stór svæði á Pelopsskaga.
Vonast er þó til að veðrið skáni og
stytti upp í landinu þannig að flóð-
in réni.
Sjölétust ísprengingu
Sexlögreglumenn létust í sjálfs-
morðsárás fyrir utan stjórnsýslu-
byggingu í suðvesturhluta Af-
ganistans í gær. Um var að ræða
hús fylkisstjóra Zaranj-bæjar og
lést sonur fýlkisstjórans í tilræð-
inu. Tilræðismaðurinn lést sjálf-
ur í sprengingunni en hann bar
sprengjuna innanklæða. Fjöldi
manns var á leið til vinnu í ná-
grenninu og særðust 14 vegfar-
endur í sprengingunni. f höfuð-
borginni Kabúl tókst að hindra
sprengjutilræði eftir að lögregla
handtók mann sem ætíaði að
sprengja rútu afganska hersins.
Óttast bylgju fj öldamor ðstilr auna í skólum:
Afstýrðu tveimur
árásum í skólum
Lögreglan í Askoy í Vestur-Noregi
handtók í fyrradag einstakling grun-
aðan um árás í gagnfræðaskóla bæj-
arins. Ekki hefur komið fram hvort
um nemanda skólans sé að ræða en
yfirheyrslur fóru fram í gær. Það var
kona á Englandi sem rakst á mynd-
band á YouTube þar sem hótanir og
nafn skólans komu ffam og lét lög-
regluna vita. Knut Hanselmann, for-
maður bæjarstjórnar í Askoy, segir
að í myndbandinu séu auðsjáanlega
vísanir í nýleg fjöldamorð í Finnlandi
fyrir skömmu þar sem 18 ára piltur
myrti átta manns áður en hann réði
sjálfum sér bana.
Lögreglan í Köln í Þýskalandi kom
í veg fýrir fjöldamorð í menntaskóla í
borginni um síðusm helgi. Það voru
nemendur skólans sem létu lög-
regluna vita af tveimur nemendum
sem lengi höfðu legið yfir myndum
af fjöldamorðunum í Columbine í
Bandaríkjunum. Auk þess sem efni
um þau fannst á heimasíðu annars
þeirra. Þeir voru handteknir og yfir-
heyrðir á föstudaginn og í ffamhaldi
af því fyrirfór annar sér með því að
stökkva fýrir járnbrautalest.
Við húsleit hjá nemendunum
fundust loftbyssur, lásbogar og listi
yfir sautján nemendur og kennara
sem taka átti af lífi. Nemandinn sem
er á lífi er nú í haldi og í yfirheyrslum
hjá lögreglu og hefur komið fram að
þeir vildu báðir drepa og særa annað
fólk. Svo ætluðu þeir að fremja sjálfs-
morð.
Árásin átti að fara fram í dag,
þriðjudag, en þá er eitt ár liðið ffá
því að 18 ára unglingur réðist inn í
menntaskóla skammt frá Köln og
særði 37 áður en hann svipti sig lífi.
asdisbjorg@dv.is
Minnistöflur
Umboðs- og söluaóiLi
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
2002 í Finnlandi
FOSFOSER
MEMORY
Vaiið faeðubótarefni ársins