Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Síða 13
REYKHOLTSKIRKJA
- SNORRASTOFA
UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON
MYNDIR: STEFÁN KARLSSON
FYRRIHLUTI
k* '4■}(%?&$< W&mmk*
| Kirkjumar í Reykholti eru tvær Yngri kirkjan (sú stærri) var {
I teiknuð af Garðari Halldórssyni og reist af Stefáni Ólafssyni á
I árunum 1988 til 1996 en Bjarni Guðráðsson organisti kirkjunn-
I ar var byggingarstjóri. Minni kirkjan var byggð af Ingólfi
Guðmundssyni og Árna Þorsteinssyni árið 1887 en var gerð
upp á árunum 2001 til 2006. Gamla kirkjan er safngripur og
tilheyrir húsasafni Þjóðminjasafnsins.
Reykholt í Borgarfirði er einn merkasti sögu- og minjastaður á íslandi, ekki síst vegna Snorra Sturlusonar sem var í Reyk-
holti á árunum 1206 til 1241. í Reykholti hefur verið kirkja og prestssetur um aldabil en árlega heimsækja þúsundirferða-
manna staðinn. Ný og glæsileg kirkja var vígð sumarið 1996 en fjórum árum síðar var húsnæði Snorrastofu opnað. Séra
Geir Waage veitti blaðamanni og Ijósmyndara DV höfðinglegar móttökur þegar hann leiddi þá og fræddi um Reykholt.
Að þessu sinni verður megináhersla lögð á kirkjurnar í Reykholti en Snorrastofu verður ítarlega gerð skil að viku liðinni.
Frá fyrstu tíð var gert ráð fyr-
ir því að kirkjan yrði sem
sveigjanlegust í notkun. Það
var lagt upp úr því að hún
yrði gott tónlistarhús. Hún
heíur reynst afar vel sem slík en fjöl-
margir tónlistarmenn nota hana til að
taka upp tónlist sína. Hér er oft mikið
næði og góð aðstaða bæði fyrir kóra og
aðra hópa til æfinga eða tóríleikahalds.
Kirkjan er klassísk í formum og þykir
falleg en hún er mjög sveigjanleg í allri
notkun. Aðsóknin í messur er auðvitað
misjöfn. Við stærri tilefhi er troðfullt út
úr dyrum en oft eru líka færri. Flest-
ir voru í kirkjunni við vígslu Snorra-
stofu, en þá voru tæplega 500 manns
viðstaddir. Það met verður seint sleg-
ið vegna þess að um 60 manns sátu
þar sem orgelið er nú," þetta segir Geir
Waage, sóknarprestur í Reykholti, en
hann hefur fylgst með og tekið virkan
þátt í uppbyggingu í Reykholti.
Héraðsskólinn í Reykholti
Ákvörðun um að byggja héraðs-
skóla í Reykholti var tekin á síðari hluta
3. áratugar 20. aldarinnar. Skólinn var
byggður 1930 og kennslan hófst árið
eftir. Byggingin er glæsileg og mynd-
arleg en líka merkileg. Ekki síst vegna
þess að hún er að hluta til endurbyggð
úr fjósi og hlöðu. Þess má sjá greini-
leg ummerki undir norðurálmu skól-
ans. Þar má enn sjá flórana í loftinu en
haughúsið sem áður var varð svo búr
skólans.
„Þegar ég kom hér fyrir nærri 30
árum hafði verið talsverð kyrrstaða
á staðnum lengi. Héraðsskólinn var
starfandi en það gekk mjög hægt að
byggja upp aðstöðu hans. Þetta var
á því skeiði þegar héraðsskólam-
ir stefndu raunverulega að fyktum en
eigi að síður var ástandið þannig að
skólinn varð að vísa frá allt að 50 um-
sóknum á hverju ári. Það var einfald-
lega ekki nægt pláss í skólanum til að
anna eftirspuminni. Þá voru hér 120
manns í skóla," segir Geir. Hann segir
enn fremur að héraðsskólunum hafi
verið haldið í ákveðinni kreppu á þessu
tímabili.
„Stefiiumótunin varðandi þessa
skóla var engin. Þeir vom sumpart skil-
greindir sem grunnskólar en svo var
boðið upp á framhaldsnám til tveggja
ára. Þeim var því haidið í millibils-
ástandi þangað til þeir vom lagðir af en
á sama tíma vom að byggjast upp fram-
haldsskólar í bæjum. Ég er sannfærður
um að þessir skólar hefðu getað lifað
áfram ef það hefðu verið gerðar ráð-
stafanir sem ætluðu þeim framhalds-
líf," segir Geir en síðast var kennt í Hér-
aðsskólanum í Reykholtí árið 1997.
Ákvörðun um nýju kirkjuna tekin
Gamla kirkjan var byggð árið 1887.
Grunnurinn undir henni var ekki
nógu góður svo fljótlega fór hún að
láta verulega á sjá. Menn voru ef tíl vill
ekki vanir að byggja svona stór timb-
urhús á þessum tíma og því hafa menn
ekki þeldct nógu vel til verka. Það fór að
leka mjög snemma og rétt um 1920
var tekin ákvörðun um það að hætta
að halda henni við en safna þess í stað
sjóðum til að byggja hæfilega kirkju
handa staðnum.
Geir segir kirkjuna hvorki hafahald-
ið vatni né vindum. „Ástand hennar fór
sífellt versnandi. Viðhaldið var ekkert
vegna ákvörðunarinnar um byggingu
nýrrar kirkju en á meðan þurfti að not-
ast við þá gömlu. Hún var varla nothæf
og varð undir rest hvorki fugl né fisk-
ur þótt hún væri í fullri notkun. Menn
ætluðu henni aldrei neina framtíð.
Um 1980 var ástandið á henni orðið
svo dapurt að hún var varla embættis-
hæf. Hún fauk upp hvað eftir annað en
ég veit ekki hversu oft ég mokaði hana
að innan," segir Geir.
Loks varð að taka ákvörðun um
hvort ættí að halda við kirkjunni eða
byggjanýja.
„Lengi vei voru menn að vonast til
að söfnuðurinn fengi hjálp til að laga
hana og þá vildu menn líka breyta
henni fi'tíllega. Sem betur fer stóð
Þjóðminjasafnið á því að ef hún yrði
gerð upp, yrði hún gerð í upprunalegri
mynd. Menn sættust því á að réttast
væri að byggja nýtt, þó ljóst væri að sú
framkvæmd yrði þungur baggi á litlum
söfnuði sem taldi einungis 250 manns.
Töluvert hefur fækkað síðan en loksins
er útlit fyrir að það muni fjölga í söfh-
uðinum á nýjan leik," segir Geir.
Vísir að Snorrastofu
„Undirbúningur að kirkjubygging-
unni byijaði í rólegheitunum á m'unda
áratugnum. Menn ákváðu að fara
gaumgæfilega yfir allar hugmyndir um
uppbyggingu í Reykholtí frá ýmsum
tímum. Elstu hugmynd að bókasafni
áttí norskur maður, Einar Hilsen að
nafni. Hann var fulltrúi Norðmanna í
Bandaríkjunum á Alþingishátíðinni
1930. Hann gaf Reykholtí margar bæk-
ur og lagði vísi að því sem síðar varð
Snorrastofa.
Þegar handritín komu heim á 8.
áratugnum voru háværar raddir uppi
um að byggja þyrfti myndarlega bók-
hlöðu tíl að haida uppi minningu
Snorra Sturlusonar og tíl að nýtast
skólanum sem þá var í fullum rekstri.
Einnig kom fram sú hugmynd að í
Reykholtí þyrfti að vera til íbúð fyrir
gestkomandi fræðimenn þar sem þeir
gætu dvalið og unnið að verkum sín-
um. GarðarHaildórsson, húsameistari
ríkisins, bar ábyrgð á verkum Guðjóns
Samúelssonar á staðnum. Enginn vildi
brjóta í bága við byggingar Guðjóns
svo Garðar var fenginn til að hanna
þessa stóru byggingu. í samstarfi við
hann var unnið úr þeim hugmyndum
sem höfðu komið fram og getur að fi'ta
í þessum byggingum hér núna. Sam-
starfið við Garðar hefur í alia staði ver-
ið staðnum stórkostiega farsælt."
Vígð 1996
Á hvítasunnudag sumarið 1988 var
fyrsta skóflustungan tekin að bygging-
unni; Reykholtskirkju og Snorrastofú.
Hún var tekin af herra Pétri Sigurgeirs-
syni biskupi íslands. Geir segir þann
dag hafa verið merkilegan. „Það var
mjög eftirminnilegur dagur því þann
dag geisaði mildð óveður á landinu.
Gestír, sem voru veðurtepptir í Reykja-
vík, hringdu og spurðu hvort þessu
yrði ekki aflýst. Svo hvasst var í Húsa-
felli að hjólhýsi fuku til og skemmdu
bíla. En hér í Reykholtí hreyfði varla
Framhaldá
næstuopnu