Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Síða 15
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 15 HERMANN HREIÐARSSON VERÐUR AÐ OLLUM LIKINDUM FYRIRLIÐIÍSLANDS GEGN DONUM A MORGUN. HANN HLAKKAR TIL VERKEFNISINS OG LÍST VEL Á ÓLAF JÓHANNESSON, NÝJALANDSLIÐSÞJÁLFARANN. BLS 17 Birgir Leifur er í 17. sæti á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi þegar einum degi er ólokið: STÖÐUGUR BIRGIR LEIFUR Birgir Leifur Hafþórsson at- vinnukylfingur lauk 5. golíhringn- um á San Roque-vellinum á Spáni á einu höggi undir pari vallarins. Þar með er Birgir kominn 5 högg- um undir par en hann mun leika síðasta hringinn á mótinu á morg- un og ef hann endar leik á með- al þrjátíu efstu mun hann kom- ast áfram á Evrópumótaröðina á næsta ári. Birgir er sem stendur í 17. sæti ásamt fleiri kylfingum. Birgir lék einnig á einu höggi und- ir pari í gær og var hinn brattasti þegar DV náði tali af honum. „Ég fann mig nokkuð vel. Ég missti pútt í góðri stöðu fyrir fugli á fyrstu tveimur en síðan fékk ég skolla á þriðju og sjöttu holu. Það setti mig aðeins út af laginu en ég svaraði vel fyrir það með þremur fuglum í röð. Það má segja að þetta hafi verið jöfn spilamennska all- an hringinn og þessir skollar voru bara klaufaskapur frekar en slæm spilamennska." Birgir Leifur stefnir ótrauður að því að klára mótið með stæl og hann reynir að útiloka allt utan- aðkomandi áreiti. „Það var fullt af holustaðsetningum sem voru erfiðar en það er gaman að takast á við það. Menn voru á alls kyns skori á vellinum. Ég hugsa að ég muni vera frekar passívur á morg- un og taka færin þegar maður sér þau og reyna að vera nokkuð jafn þess á milli. Það er engin ástæða til þess að taka of mikla áhættu," segir Birgir Leifur Hafþórsson at- vinnukylfingur. vidar@dv.is Birgir í góðu standi Birgir Leifur Hafþórsson stendur sig vel á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.