Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR KYNDINGARNAR BYRJAÐAR Það er enn mánuður í El Classico- leikinn, Barcelona - Real Madrid, en leikmenn eru þegar byrjaðir að kynda hverundiröðrum. Gonzalo Higuain, framherji Real Madrid,hefurtrúá þvíað leikmönn- um sé um að kenna, ekki þjálfaranum Frank Rijkaard, hvernig komiðerfyrir Barcelona.„Ég vil vinna á Nou Camp, þvl stærra þvl betra. Sigur þar myndi verða þeim mikið áfall, andlegt og llkamlegt. Ég held að Rijkaard sé ekki um að kenna, ég held að einbeitingunni sé um að kenna' SÉREKKIEFTIR NEINU Thierry Henry, leikmaður Barcelona, sér ekki eftir því að hafa gengið I raðir félagsinsfrá Arsenal. Henry hefurekki spilað vel fyrir Barca og verið skugginn af sjálfumsérí upphafi móts.„Ég kom til Barca til að upplifa eitthvað nýtt. Nýja aðdáendur, nýjan leikstfl og að finna fyrir krafti borgarinn- ar. Leikurínn hér á Spáni er afslappaðri en á Englandi. Hérna hafa miðjumenn nokkra möguleika og það erekki alltaf auðvelt að velja úr. En mérfinnst ég mikilvægur hér eins og ég var hjá Arsenal," sagði Henry sem hefur skorað fimm mörk I deildinni. CANNAVARO VAR ÁHYGGJUFULLUR Fyrirliði ftala, Fabio Cannavaro, viðurkenndi að Skotar velgdu honum og liðinu undir uggum.Eftirað Skotarjöfnuðu leikinn 11-1 lá töluvert á Itölsku vörninni. James McFadden fékk sfðan dauðafæri áður en Christian Panucci skoraði sigurmarkiö og skaut (tölum áfram.„Eftir að Skotar jöfnuöu verð ég að viðurkenna aö við vorum töluvert hræddir. Við settum hausinn I bringuna og sjálfstraust þeirra jókst með hverri mínútu. En okkurtókst að komast í gegnum stemninguna á Hampden og llkamsstyrk Skotanna." GLAÐUR PANUCCI Christian Panucci, leikmaður (tala, var manna ánægöastur í öllu Skotlandi á laugardag. Hann skoraði sigurmark- ið gegn Skotum sem kom liðinu á EM.„Ég er grfðarlega ánægður, ég hef upplifað margt jákvætt á mfnum ferli en aldrei neitt f Ifkingu við þetta. Ég er svo ánægður fýrir mfna hönd og þjálfarans. Ég tileinka þetta mark fjölskyldu minni, mömmu minnl og bróður. Ég faðmaði Donadoni af því ég spilaði með honum hjá Mllan og hugarfar hans snýst um aö sigra." RONALDO ÓSÁTTUR VIÐ BAULIÐ Crístiano Ronaldo var ekki sáttur við áhorfendur (Portúgal þegar liðiö vann Armena 1-0. Áhorfendur vildu stóran sigur og létu óánægju sfna f Ijós með því að baula á leikmann.„Lelkmenn eru ekki vélar. Stundum fara hlutirnir ekki á þann veg sem þeir vilja. En það sem skiptlr máli er að við unnum og náðum f þrjú stig. Ég hef spilað f Englandl (fimm ár og aldrei hafa stuöningsmenn mfns liös baulaö á mig. Það er leiöinlegt að slfkt gerist þegar við spilum hér ( Portúgal. En við spiluðum illa og unnum og ég tek það fram yfir heldur en að spila vel en tapa." Portúgal þarf stig gegn Finnlandi til að komast á EM. KR tekur á móti tyrkneska liðinu Banvit í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum EuroCup FIBA í kvöld. Mikið er í húfi fyrir þau lið sem samanlagt sigra í 32 liða úrslitum því þau komast áfram og munu leika í fjórum fjögurra liða riðlum sem fara fram eftir áramót. Banvit var að semja við Donnell Harvey sem leikið hefur með Qölmörgum NBA-liðum. BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON bladamadut skrifar: í kvöld klukkan 19.15 leika íslands- meistarar KR á móti tyrkneska liðinu Banvit BC í 32 liða úrslitum EuroC- up FIBA. Þetta er í fyrsta sinn sem KR leikur Evrópuleik í körfubolta á heimavelli, DHL-höllinni. íþróttahús KR-inga hefur tekið stakkaskiptum frá því síðasta tímabili lauk, parket er komið á gólfið í stað græna dúksins og ljóst að KR-ingar hafa unnið baki brotnu til að uppfylla öll þau fjöl- mörgu skilyrði sem FIBA setur félög- unum í sambandi við þátttöku í Evr- ópukeppni. KR-ingar renna frekar blint í sjó- inn gegn Banvit. Þeir hafa ekki feng- ið mikið af upplýsingum um liðið en fundið nokkrar klippur á verald- arvefnum. „Það hefur ekki ver- ið gott að fá upplýsingar um þetta lið. Við höfum verið að fylgjast með þeim í deildinni og fundið einhverj- ar klippur á youtube. En við höfum ekki komist yfir leik með þeim og náð að skoða liðið almennilega. En ætli bæði lið renna ekki blint í sjó- inn í íýrri leiknum," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR. „Við ætl- um að hafa leikinn á fullum velli og ætíum að reyna svolítið að keyra á þá, reyna að hlaupa svolítið. Þeir eru væntanlega stærri og sterkari ef maður lítur á leikmannalistann." Ætlum að selja okkur dýrt Banvit-liðið á greinilega mikið af peningum og hefur nýverið samið við leikmann, Donnel Harvey, sem á fimm ára reynslu í NBA-deildinni. „Ég hef ekki farið út í að reikna út líkurnar að slá þetta lið út en við ætí- um að gera okkar allra besta og selja okkur dýrt. Lykillinn liggur í því að ná góðum úrslitum á heimavelli. Þeir eru nýbúnir að semja við einn með einhverja fimm ára reynslu úr NBA. Við treystum aðeins á vanmat- ið í fýrri leiknum en þetta er greini- lega lið sem á nóg af peningu, því það eru ekki allir sem geta rölt inn í NBA-deildina og náð sér í leikmann. Ég væri alveg til í það þótt það væri ekki nema bara annað slagið," sagði Benedikt og hló. Aðspurður hvaða leikmann hann myndi taka stóð ekki á svari, Lebron James eða Duane Wade. „Harvey er nú kannski ekki af þeim styrkleika en hann er einn af bestu leikmönnum heims. Það er ekkert hægt að fara í NBA-deild- ina og skora einhver 8 stig að með- altali nema að geta eitthvað. Þetta er greinilega ekki einhver sem er búinn að húka á bekknum allan tímann." Fannar Ólafsson hefur glímt við smá meiðsli en Benedikt segir að all- ir leikmenn verði heilir þegar leikur- inn hefst. „Það ætíar enginn að vera á sjúkralista þegar svona verkefni eru. Þó svo að menn myndu missa aðra löppina færum við bara í öss- ur og græjuðum það. Það er enginn sem ætíar að missa af þessu." Miðjan í aðalhlutverki Miðjan, harðkjarnastuðnings- menn KR, heldur uppi miklu fjöri á leikjum KR. Þeir syngja allan tímann og hvetja liðið í blíðu sem og stríðu. Benedikt segir að þeir gegni lykil- hlutverki í að KR nái góðum úrslitum á heimavelli. „Við ætlum ekki bara að standa okkur inni á vellinum heldur á pöll- unum líka. Við ætíum að reyna að búa til alvörustemningu. Við eig- um vonandi eftir að upplifa svipaða stemmingu og var hjá okkur í úrslita- rimmunni í vor. Þar var þetta eins og á leikjum erlendis. Ég held að miðjan sé búin að búa til einhverja söngva um Tyrkina og ætíi að reyna að fara inn í kollinn á þeim eins og þeir ná nú oft hér heima." KR varð íslandsmeistari eftir frá- bæra viðureign við Njarðvík síðasta vor. Liðið er í þriðja sæti Iceland Ex- Bestur í stórleikjunum Brynjar Þór Björnsson stendur sig yfirleitt vel þegar stórleikir eru annars vegar. press-deildarinnar og hefur tapað tveimur leikjum. „Við erum á áætí- un, það er náttúrulega verið að slípa saman nýtt lið og við erum á svipuð- um stað og á sama tíma í fýrra. Menn eru enn að aðlagast liðinu og það tek- ur bara tíma. Þetta gerist ekki á einni nóttu. Ef þetta gerist of hratt getur maður fengið það í bakið seinna. Það er betra að taka þetta í litíum hægum skrefum. Við höfum engar áhyggjur af því að sitja í þriðja sæti, það er fínt að vera aðeins fýrir aftan og koma síðan upp á réttum trma." styðja vel við bakið mun Lykilhlutverk Miðjan á sínu liði. Renmr blint i sjoinn Benedfkt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur ekki fundið mikið af upplýsing- um umTyrkina. Dregið var í gær í Eimskipsbikarkeppni karla í handknattleik: Tveir stórleikir fara ffam í 8 liða úrslitum í Eimskipsbikarkeppni karla í handknattíeik. Valur tekur á móti Haukum á Hlíðarenda og Fram fær Stjörnuna í heimsókn í Safamýri. f hinum tveimur leikjunum mæta gömlu kempurnar f Aftureldingu 2 Akureyri í Mosfellsbæ og Þróttur Vogum fær Vfking í heimsókn. Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftur- eldingar og leikmaður í Aftureldingu 2, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Ak- ureyri. „Þetta verður náttúrlega erf- itt en við munum koma til með að leggja okkur fram. Við erum með ágætis mannskap og ætlum okkur að stríða Akureyri. Nú er bara að safna liði og fylla kofann. Við tökum eina tvær æfingar fýrir leik og svo höfum við bara gaman af þessu." Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, er nokkuð sáttur við dráttinn. „Mér Afturelding 2 - Akureyri ÞrótturVogum - Vfkingur Valur-Haukar Fram-Stjaman Leikið verður 2. og 3. desember líst mjög vel á þetta, þó maður hefði alveg verið til í að fá heimaleik. Það eru allavega tveir leikir sem verða hörkuleikir á milli topp fjögurra lið- anna. f svona leikjum er þetta oft á tíðum bara spurning um stöngin inn eða stöngin út, þannig að þetta verð- ur spennandi," segir Aron. Gamla kempan Sigurður Sveins- son er ánægður með dráttinn. „Þetta er algjör draumadráttur. Þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Það er bara spurning hvort við förum með þetta alla leið í Höllina. Því miður getum Fram og Stjarnan maetast Leikur Fram og Stjörnunnar er meðal þeirra viðureigna sem fram fara í 8 liða úrslitum. við ekki spilað leikinn okkar í Vog- unum og við erum að skoða hvert við getum farið með leikinn. En það ætla 800 manns að koma á leikinn og þetta verður stór dagur í lífi Þróttar í Vogum," segir Sigurður Sveinsson, þjálfari Þróttar í Vogum. vldar@dv.is LEIKIR í 8 LIÐA ÚRSLITUM TVEIR STÓRLEIKIR í 8 LIÐA ÚRSLITUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.