Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 Fréttir DV Prentfrelsi og samstaða íbúar Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu leggja mun meiri áherslu á frelsi fjölmiðla en íbú- ar margra annarra ríkja. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri könnun fyrir BBC World Service. Þar kem- ur fram að allt að 70 prósent íbúa í fyrrnefndum heimshlutum leggja meiri áherslu á frelsi fjölmiðla en að þeir stuðli að samstöðu í samfélaginu. Þessu er öfugt far- ið í löndum á borð við Indland, Singapúr og Rússland þar sem íbúamir leggja meiri áherslu á að íjölmiðiar stuðh að samstöðu samfélagsins en að þeir séu frjálsir að birta þær fréttir sem þeir vilja. Mörg hundruð milljarða tap Svissneski íjárfestinga- bankinn UBS hefur tapað hátt í 900 milljörðum króna á hruni bandaríska húsnæðis- markaðarins. Ástæðan er það mikla tap sem hefur verið á údánum til húsnæðiskaupa þar sem ekki var farið fram á nægar tryggingar lántakenda. Tap bankans er það mikið að það færi langleiðina með að reka ríkissjóð íslands í þrjú ár fyrir þá upphæð sem nú hefur tapast. Stjómendur bankans hafa unnið að því að styrkja stöðu bankans og fengið rúma 700 milljarða frá asískum fjár- festum. Lokað á Facebook Yftrvöld í Sýrlandi hafa lokað fýrir aðgang almennings þar í landi að hinum vinsæla vef Face- book. Ástæður þessa eru taldar vera ótti yfirvalda við óæskileg áhrif frá ísraelum á íbúa Sýrlands, sem taldir eru nýta sér Facebook til að grafa undan stjórnarháttum þar í landi. íbúar höfuðborgar Sýrlands, Damaskus, hafa nú greint frá því við fjölmiðla að þeir hafl ekki getað komist inn á Facebook-vefsíðuna í yflr tvær vikur. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt sýrlensk yfirvöld fyrir að hindra aðgang almeruúngs að vefsíðum andstæðinga forseta landsins, BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON fréttastjóri skrifar: brynjolfur&dv.is Hrottalegasti fjöldamorðinginn í sögu Kanada hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Svínabóndinn Robert Pickton var fundinn sek- ur um að hafa myrt sex konur sem fundust grafnar á landareign hans nærri Vancouver. Sjálfur neitaði Pickton sök en saksóknarar lögðu fram mikinn fjölda sönnunargagna sem kviðdómnum þótti sýna ótví- rætt fram á að Pickton væri sekur um morðin. Pickton verður að óbreyttu í fangelsi það sem eftir lifir ævinnar og getur fyrst farið fram á reynslu- lausn eftir tíu ár. f ljósi þess hversu alvarlegar ákærurnar eru og fórn- arlömbin mörg verður þó að teljast ólíklegt að svínabóndinn Robert Pickton eigi nokkru sinni eftir að fara frjáls ferða sinna. 26 fórnarlömb Þó Pickton hafi verið fundinn sekur um morð á sex konum er málaferlum gegn honum hvergi nærri lokið. Hann hefur verið ákærður fyrir morð á 26 konum, þeim sex sem hann hefur nú verið fundinn sekur um að hafa myrt og tuttugu til viðbótar. 17. janúar næstkomandi hefjast réttarhöld yfir Pickton vegna morðanna 20 sem eftir standa. Undirbúningur fyrir þau réttarhöld stendur nú yfir. Konurnar sem Pickton hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt eru Mona Wilson, Sereena Abotsway, Marnie Frey, Brenda Wolfe, Andrea Joesbury og Georg- ina Papin. Flestar konurnar sem hann hefur verið fundinn sekur um eða ákærður fyrir að myrða eru úr Downtown Eastside, fátækra- hverfi í Vancouver. Flest fórnar- lömbin stunduðu vændi og höfðu ánetjast fíkniefnum. Grátur og fagnaðarlæti Ættingjar sumra fórnarlamb- anna fögnuðu þegar kviðdómurinn lýsti Pickton sekan. Tvær konur í kviðdómnum gátu hins vegar ekki falið tár sín. Þó kviðdómurinn dæmdi Pickton sekan gekk hann þó ekki jafnlangt og saksóknarar höfðu vonast til. Þeir höfðu ákært Pickton fyrir morð að yfirlögðu ráði. Kviðdómurinn fann Pickton hins vegar sekan um morð af annarri gráðu. Pickton hélt fram sakleysi sínu þrátt fyrir að líkamsleifar og mun- ir í eigu fórnarlambanna fyndust á landareign hans árið 2002. Verjandi hans sagði að engin þau sönnunar- gögn sem ákæruvaldið lagði fram sýndu ótvírætt fram á að Pickton hefði framið morðin. Nær 130 vitni voru leidd fram meðan á réttarhöldunum stóð. Eitt þeirra var Lynn Ellingson sem sagð- ist hafa séð Pickton útataðan í blóði og lík eins fórnarlambsins hangandi I keðju í sláturhúsi Picktons. D Kanada, Robert„Willie" Pickton: Svínabóndi sem varfundinn sekur um að hafa myrt sex konur, hverra lík fundust illa lelkin í sláturhúsi á landareign hans. Pickton er sakaður um að hafa myrt 26 konur. Fórnarlömbin eru meðal 70 kvenna sem hurfu úr fátækrahverfinu Downtown Eastside (Vancouverfrá því seint á níunda áratug síðustu aldartil 2001. 0 Rússland, Alexander Pichushkin: Hinn svokallaði skákborðsmorðingi viður- kenndi að hafa myrt meira en 60 manns með því að berja fólkið í höfuðið með hamri eða henda því í holræsi eftir að hafa hellt það fullt. ifl Bretland, FrederickWest: West og kona hans Rosemary (innskots- mynd) eru grunuð um að hafa pyntað, myrt og nauðgað minnst tólf ungum konum frá 1967 til 1987. West svipti sig lífi í fangaklefa sínum áriö 1995 meðan hann beið dóms vegna glæpa sinna. ■ Sviss, Roger Andermatt: Hjúkrunarkona sem var dæmd til lífstíöar- vistar í fangelsi fyrir að myrða 22 aldraða íbúa hjúkrunarheimilis þar sem hún vann. Morðin framdi hún á árunum 1995 til 2001. 0 Bretland, Steven Wright: Vörubílstjóri sem var ákærður fyrir að myrða fimm vændiskonur frá Ipswich. öll fimm fórnar- lömbin fundust í desember í fyrra. há Rússland, Andrei Chikatilo: Kennari sem varárið 1992 fundinn sekur um að hafa myrt 52 konur og börn og gerst sekur um mannát og kynferðisbrot. S Bandaríkin, Mark Goudeau: Dæmdur fyrir nauðganir og grunaður um fjölda- morð. Þessi fyrrverandi byggingaverka- maður sætir nú ákæru fyrir níu morð. ■ Bandaríkin, ChesterTurner: Pitsu- sendill sem var dæmdur til dauða fyrir að myrða tfu konur og ófætt barn í Los Angeles á áttunda og níunda áratug síöustu aldar. I Kína, Hu Wanlin: Fyrrverandi fangi sem var handtekinn árið 1999 grunaður um að hafa myrt 146 manneskjur. S Kólombía, Pedro Alonso Lopez: Skrímslið úr Andesfjöllum er grunað um að hafa myrt um 300 manns í Kólombíu, Ekvador og Perú.Var fundinn sekur um 57 morð í réttarhöldum árið 1980. [ ' Bretland, Harold Shipman: Læknirinn lífshættulegi hlaut fimmtán lífstíðarfangelsisdóma fyrirað myrða miðaldra og aldraðar konur sem leituðu lækninga hjá honum á milli 1995 og 1998. Shipman, var grunaður um 250 morð, og svipti sig lífi árið 2004. l4yndir: Associated Press, all-about-forensic-psychology.com ©GRAPHICNEWS Robert Pickton ver restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Hann hefur verið fundinn sekur um að myrða sex konur og bíður réttarhalda vegna tuttugu morða til viðbótar. Pickton hélt fram sakleysi sínu þrátt fyrir að líkin hefðu fundist á landareign hans og vitni sagðist hafa séð hann alblóðugan við lík einnar konunnar. mm Vaka til minningar um fórnar- Ilömbin Aðstandendur og vinir nokkurra fórnarlamba Roberts Pickton söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í Nýju-Westminster eftir að dómur var kveðinn upp.Tíu mánaða löngum réttarhöldum var Jj þarmeðlokið. myndafp © «1; l áflj m Matjurtir I „Abgengileg, falleg, fróbleg og síbast en ekki sfst skemmtileg bók - alvöru hvatning fyrlr hörbustu innipúka tll ab laumast út á svalir eba I garblnn slnn og prófa ab rækta eigib graenmeti!" Bryndts Loftsiióttir Vörustfórl Eymuinlssnn Bóknlníö Móls o$ meimlngar S UMARH USIÐ BÍGARDUR.INN Sfbumúla 15,108 Reykjavík Síml 586 8003, www.rlt.ls Gore og Pachauri tóku við friðarverðlaunum Nóbels: Ögnarframtíðmannkyns A1 Gore, íýrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Rajendra Pach- auri, forsvarsmaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, tóku í gær við friðar- verðlaunum Nóbels. Gore notaði tækifærið til að lýsa vonum sínum og bjartsýni á að næsti forseti Bandaríkjanna gerði meira já- kvætt í umhverfismálum en George W. Bush, núverandi forseti. „Nýi for- setinn, sama hvor ílokkurinn vinnur kosningarnar, breytir líklega afstöðu Bandaríkjanna til loftslagsmála," sagði Gore. „Ég trúi því að Bandarík- in muni fljótlega leika uppbyggilegra hlutverk." Gore hvatti grasrótarhreyf- ingar umhverfissinna um allan heim til að þrýsta á ráðamenn um að grípa til aðgerða til að sporna við útblæstri skaðlegra lofttegunda. „Þetta er spurning um afkomu siðmenningar okkar," sagði Gore um aðgerðir í loftslagsmálum á blaða- mannafundi á sunnudag, degi áður en hann og Pachauri tóku við verð- launum sínum. Hann sagði aukinn útblástur skaðlegra lofttegunda ógn- un við framtíð siðmenningar alls staðar. Gore var spurður hvort hann ætlaði aftur í framboð og svaraði því til að hann færi ekki í forsetaframboð núna og ætti ekki von á að taka aftur þátt í stjórnmálum, þó sá hann ekki ástæðu til að útiloka það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.