Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2007, Síða 25
PV SvlOsljás
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 25
Hin árlega Breakthrough of the Year-verðlaunahátíð var haldin
í Hollywood á sunnudaginn í sjöunda skipti. Þar voru verðlaun-
aðir leikarar sem skutust upp á stjörnuhimininn í ár. Meðal
þeirra voru hinn skrautlegi Masi Oka sem leikur Hiro í þáttun-
um Heroes og ofurpían Megan Fox úr myndinniTransformers.
Ein sú heitasta í dag Megan
Fox heillaði alla með fegurð sinnl (
myndinniTransformers og var
verðlaunuð fyrir það.
Ben Foster Var verðlaunaður
fyrirframistöðu s(na (myndunum
3:10 to Yuma og 30 Days of Night.
Hiro úr Heroes Masi Oka
hefur unnið hug og hjörtu
aðdáenda þáttanna.
Alveg týnd? Jorge Garcia veitir
Elizabeth Mitchell samstarfskonu
sinni úr þáttunum Lost verðlaun.
James McAvoy
Leikarinn skoski hefur
staöið sig frábærlega
að undanförnu í
myndumeins ogThe
Last King of Scotland.
McLovin Sem heitir
réttu nafni Christopher
Mintz-Plasse var óborgan-
legur (myndinni Superbad.
Handritshöfundar
ósáttir Verkfallið gaeti
staðið yfir (langan tfm
Sendi
Amybréf
Móðir Amy Winehouse hefur
skrifað dóttur sinni opinbert bréf
þar sem hún grátbiður söngkonuna
um að koma lieim svo fjölskyldan
geti litið eftir henni. (bréfinu sem
birtist í dagblaðinu News Of The
World biður Janis Winehouse
dóttur sína um að hafa samband
við fjölskylduna svo að hún geti
hjálpað hinni tuttugu og fjögurra
ára Amy að koma lífi s(nu á réttan
kjöl og byggja hana upp andlega.
Heittr ekki
Licorice
Madonna neitaröllum sögusögnum
þess efnis að nýjasta plata hennar
komi til með að bera titilinn Licorice.
Platan sem um ræðir er síðasta plata
hennar undir merkjum Warner Bros.
en í þætti Larrys Lick á útvarpsstöð-
inni Sirius Satellite spilaði útvarps-
maðurinn tvö lög af komandi plötu
og sagði í kjölfarið að hún bæri
heitið Licorice og kæmi út (mars. (
tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa
Madonnu kemur hins vegar fram að
Sirius viti ekkert hvað þeir séu að
tala um og að útgáfudagurinn sé
meira að segja rangur.
Karlmenn
eru liundar
Leikarinn Jack Nicholson segir að
karlmenn hegði sér eins og hundar
eftir kynlif. Leikarinn sem er sjálfur
þekktur fyrir kvensemi, segir að
karlmenn gleymi konum um
klukkustund eftir mök, Ifkt og
hundar.„Við eigum meira
sameiginlegt með hundum en
kvenfólki í þessari deild," segir
leikarinn í nýlegu viðtali. Jack, sem
er kominn af léttasta skeiði, segist
ekki hafa neina ákveðna stefnu í
lífinu um þessar mundir, nema aö
taka einn dag í einu og koma sem
flestu (verk.
'all handritshöfunda heldur áfram í Hollywood:
Kjaraviðræður myndveranna og
stéttarfélags handritshöfunda í
Bandaríkjunum hafa enn engan
árangur borið. Þættir á borð við 24,
Grey's Anatomy og Desperate
Housewives eru enn í lausu lofti, en
fleiri þættir verða ekki framleiddir
fyrr en verkfallinu lýkur. Fimm vikur
eru liðnar frá því að handritshöf-
undar hættu að vinna og kenna
báðar fylkingar hvor annarri um
hægagang viðræðnanna. Höfundar
eru enn sem áður ósáttir við laun
sín fyrir efni á netinu og á DVD-
diskum. ( nýlegu bréfi sem allir
meðlimir handritshöfundafélagsins
fengu sent frá yfirstjórninni, segir
að talsmenn kvikmyndaveranna og
sjónvarpsstöðvanna hafi dregið
lappirnar í kjaraviðræðunum og
það sé þeim að kenna hve hægt
samningar ganga. Þetta vilja
talsmennirnir alls ekki kannast við,
þvert á móti kenna þeir handrits-
höfundunum sjálfum um og segja
þá taka of langan tíma til þess að
ihuga tilboð þeirra. Lausn á
deilunum er ekki í sjónmáli. Nú
þegar hefur verkfallið kostað
skemmtiiðnaðinn milljónir dala.
Þurft hefur að fresta kvikmyndum,
taka sjónvarpsþætti úr loftinu og
þar fram eftir götunum.