Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2007, Síða 32
ft
-4'
■4
«•
blaðamaður skrifar: sigtryggur&dv.is
Stolið úr kassanum
Hluta úr dagsuppgjöri var stolið
úr læstum peningaskáp úr Olísversl-
un á Akranesi í síðustu viku.
Að sögn Sigurjóns Bjarnason-
ar, rekstrarstjóra Olís á Islandi, var
um óverulegar upphæðir að ræða.
Hann segir málið vera í rannsókn
hjá lögreglunni á Akranesi í góðri
samvinnu við starfsmenn Olís. „Sem
betur fer var ekki um stórar upp-
hæðir að ræða en það verður að fara
yfir hvernig þetta getur gerst. Pen-
ingarnir eru alltaf losaðir reglulega,"
segir Sigurjón.
Mæðgurfengu
að hittast
Vera Páls-
dóttir ljós-
myndari fékk
að hitta Sóleyju
dóttur sína
um helgina í
París í Frakk-
landi. Franskur
barnsfaðirVeru
hefur neitað
að skila Sóleyju til móður hennar
eftir að umsömdum umgengnis-
tíma lauk í lok nóvember.
„Nú bíðum við bara eftir
morgundeginum. Þá hittum við
dómara í þeirri von að fá málum
okkar flýtt. Ég óttast að það verði
reynt að tefja fyrir málflutningn-
um, en vona það besta," segir
Vera. Hún segir þær mæðgur hafa
átt yndislega helgi saman.
Áreksturá
Suðurlandsvegi
ökumenn tveggja bíla sluppu að
mestu án meiðsla í hörðum árekstri
á Suðurlandsvegi í Flóa í gærmorg-
un. Bílar þeirra urðu öllu verr úti.
Annar bíllinn er mikið skemmdur og
hinn er gjörónýtur.
Bílarnir lentu saman við Bolla-
stað. Ökumaður pallbíls hafði stöðv-
að til að beygja inn áafleggjara þeg-
ar fólksbíll kom á töluverðri ferð og
lenti aftan á pallbílnum. Mikil hálka
var á veginum. Ökumennirnir voru
fluttir á heilsugæsluna á Selfossi
til athugunar og reyndust meiðsli
þeirra lítil miðað hvað áreksturinn
var harður.
Nú er þaðsvart
hjá verktakanum!
FRÉTTASKOT
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðirtil frétta.
Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónur fýrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
DAGBLAÐIÐ VfSIR STOFNAÐ 1910
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007
Dæmdur í þriðja sinn fyrir skattalagabrot en ber við vankunnáttu í bókhaldi:
VERKLAGINN EINYRKI
BOKHALDSVANDA
Sigurhans V. Hlynsson, einyrki á Sel-
fossi, var fyrir helgina dæmdur í fimm
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
skatta- og bókahaldsbrot. Sigurhans,
sem hefur tvisvar áður verið dæmdur
fyrir sams konar brot, þarf að auki að
greiða 2,8 milljónir króna í ríkissjóð.
Það er tvöföld sú upphæð sem hann
hafði ekki staðið skil á og er hefðbundin
refsing við viðlíka brotum.
Lögmaður Sigurhans, Sigurður
Sigurjónsson, segir að hér sé á
ferðinni eitt af fjölmörgum mál-
um þar sem einyrkjar lenda í vand-
ræðum fyrir að vera ekki miklir
bókhaldssérfræðingar.
Miklar skyldur á einyrkjum
Sigurður lögmaður bendir á að
ekki sé algilt að allir kunni að fara
með bókhaldið og varla sé hægt
að gera kröfu um slíkt. „Þetta eru
býsna miklar skyldur sem lagðar
eru á herðar þeirra sem vinna sem
einyrkjar og verktakar," segir hann og
bendir á að fólk í þessari stöðu ætti
að leita til fagmanna með bókhald
sitt.
Sigurhans, semsjálfurerorðlagður
fyrir verklagni, hefur tvisvar áður
verið dæmdur fyrir bókhalds- og
skattabrot. Arið 1998 þurfti hann að
greiða fimm milljónir króna í sekt til
ríkissjóðs vegna skattsvika og árið
2001 hlaut hann tveggja mánaða
skilorðsbundinn dóm og 3,5 milljóna
sekt fyrir sams konar brot.
sér
Skipulögð skattsvik aukast
„Langsamlega flestir láta
segjast eftir að hafa einu sinni
lent í vandræðum," segir Bryndís
Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Þeir séu fáir sem séu sísvíkjandi undan
skatti með því að standa ekki skil á
bókhaldinu.
Þetta kemur heim og saman
við skýrslu sem starfshópur um
umfang skattsvika á fslandi gerði fyrir
Alþingi árið 2004. Þar kemur fram
að skattsvik vegna vanframtalinna
tekna hafi minnkað mikið og skil á
virðisaukaskatti hafi batnað. Hins
vegar hafi skipulögð skattsvik aukist
og nýjar svikaleiðir hafi orðið til með
auknum viðskiptum erlendis.
Verktakar í vanda Fjöldi einyrkja á í
vanda með bókhaldsmálin. Myndin
tengist ekki efni greinarinnar.
Þungur dómur
f þetta skiptið var Sigurhans ákærð-
ur fyrir stófelld bókhaldsbrot og telst
hann þar með hafa brotið ákvæði
hegningarlaga. Dómavenja hefur þó
verið sú að ekki sé um brot á hegning-
arlögum að ræða nema svikin nemi
um þremur milljónum króna eða
þaðan af hærri upphæðum. Sigurður
Sigurjónsson segir að þetta kunni
að stafa af fyrri brotum Sigurhans.
Úlfaldi úr mýflugu Greinargerð Rikisendurskoðunar um yfirtöku Landsvirkjunar á vatnsréttindum ríkisins í neðri hluta Þjórsár er
samfelldur áfellisdómur yfir ráðherrunum þremur sem að samkomulaginu stóðu. Þetta sagði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður
vinstri grænna, á Alþingi í gær. Þingmenn annarra flokka voru á öndverðri skoðun og gerðu lítið úr málinu. Einn sagði vinstri græn
gera úlfalda úr mýflugu og annar sagði að gagnrýni vinstri grænna væri stormur (vatnsglasi. dv-myndstefán
Tíu ný lög
Tíu frumvörp urðu að lögum
frá Alþingi í gær.
Elest frumvörpin vörðuðu
breytingar á þeim lögum sem
fyrir eru. Þar má nefna hækkun
gjalda í Framkvæmdasjóð aldr-
aðra og breytingu á starfsleyfum
fyrirtækja í lögum um fjármála-
fyrirtæki. Ein lagasetoingin í gær
skar sig þó frá hinum. Það er
afnám laga um meðferð ölvaðra
manna og drykkjusjúkra. Þau
lög eru frá 1949 og kváðu á um
að nafn manns sem væri tvívegis
handtekinn vegna ölvunar skyldi
tilkynnt til áfengisvarnaráðu-
nauts eða áfengisvamanefndar.
Gert er ráð fyrir að þingið fari
í jólafrí á fimmtudag.
BT og Max í verðstríði og nú fylgir bjór með dælunum frá þeim fyrrnefndu:
Segjast stórtapa á bjórdælunum
Einar Speight, framkvæmdastjóri
raftækjaverslunarinnar Max, segir
verslunina BT halda úti óheiðarleg-
um vinnubrögðum í sölu á bjórdæl-
um. Hann segir það jaðra við lög að
gefa áfengi. Hann segist hafa fengið
fjölda reiðra kúnna yfir til sín sem
hafi ekki getað orðið sér úti um vör-
una í BT. Max reið á vaðið í sölu á
bjórdælum fyrir jólin og kostaði þá
hver um sig um 19 þúsund krónur.
Síðan hóf BT innreið sína á mark-
aðinn og eftir það hafa dælurnar
hríðfallið í verði. Býður BT nú upp
á pakka sem inniheldur bjórdælu
með glösum og inneign fyrir fimm
lítra bjórkút fyrir átta þúsund krónur.
Hjá BT fengust þær upplýsingar að
þriðja sendingin af vömnni væri nú
Berjast um bjórdælur Verðið hefur hríðlækkað eftir að samkeppnin hófst.
uppseld, en von sé á annarri í þess- ina og að þetta sé þeirra leið til að
ari viku. Max býður upp á svipaðan
pakka, nema að þeir bjóða ekki upp
á inneign fyrir bjór.
Einar segir ekkert launungarmál
að Max hafi stórtapað á sölu vör-
unnar. Hann segir BT nú vera fyrst
að vakna til lífsins fyrir jólaverslun-
lokka að viðskiptavini. Hann
segir þetta slæma viðskipta-
hætti hjá þeim og efast um
að þeir bjóði upp á vöruna
í miklu upplagi. „í þessum
viðskiptum era alltaf margar
vörar sem er tap á. Ef varan
/
/
fer í þúsund krónur hjá BT förum við
í þúsund krónur," segir Einar.
Neytendastofu barst kvörtun um
málið á sínum tíma og
var í kjölfarið haft
samband við lög-
regluna á höfuð-
borgarsvæðinu
vegna grans um
brot á áfengis-
lögum. Ekki feng-
ust upplýsingar við
vinnslu fréttarinnar
um stöðu málsins hjá
lögreglunni. Ekki náð-
ist í forsvarsmenn BT í
gær þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir.
roberthb@dv.is