Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008
Siðasten ekkisíst DV
BÓKSTAFLEga
SVVDKOKX
Halla Vilhjálmsdóttir leikkona
hefur verið fengin til þess að taka enska
fyrstudeildarliðiðWatford í leikfimitíma.
Annars er allt gott að frétta af Höllu sem
er með annan fótinn í London þar sem
hún er iðin við að mæta í alls konar leik-
prufur - nú síðast fyrir MTV.
Hver er konan?
„Hvaða kona? Ég var bara stelpa síð-
astþegaréggáði..."
Hvað drífur þig áfram?
„Fólk sem breytir heiminum og fólk
sem hefur mikla framkvæmdaþörf -
er gerendur en ekki hugsuðir. Ég þoli
fátt verr en metnaðarleysi."
Hver eru þín áhugamál?
„Áhugamál mín eru vinnan mín. Að
fara í bíó og leikhús er það skemmtí-
legasta sem ég geri. Það er mikil at-
höfn fyrir mér og ég geri mikið úr því.
Ég myndi tíl dæmis ekld fara í leik-
hús í gallabuxum og íþróttaskóm af
virðingu við leikhúsið. En það er bara
regla gagnvart sjálfri mér og ég lít alls
ekki niður á þá sem það gera, höf-
um það á hreinu. Leikhúsið er kirkj-
an mín."
Af hverju ert þú stoltust?
„Fjölskyldu og vinum. Mér finnst al-
gjör himnasending hvað ég á góða
að. Ég var ekki eldri en 5 ára þegar ég
sagði við krakkana sem ég var úti að
leika með: „Viljið þið koma inn og sjá
pabba minn?""
MAÐUR
DAGSINS
Hvað sást þú síðast í leikhúsl?
„Alveg ótrúlega flott verk í London
sem hefttr hlotíð verðlaun. Það heit-
ir Dirty Butterfly og er um ofbeldi
gegn konum. Ég fór með vini mínum
í tilefni V-dagsins. Ótrúlega ferskt og
flott hugmynd. Ég væri til í að setja
það upp í Þjóðleikhúsinu einhvem
tímann."
Hvernig lýst þér á Watford?
„Mjög vel. Miklir hæfileikar. Topplið."
Hefur þú mikinn
áhuga á fóbolta?
„Ég, með stóran bjór og sveittan
borgara á Glaumbar er algengari
sjón en geirfuglinn en það er tiltölu-
lega nýtilkomið áhugamál. Ég spila
nú samt stundum fótbolta. Þá með
pabba og bræðmm mínum. Ég er
reyndar einstaklega hæfileikalaus á
þessu sviði og fer svolítið eftír eigin
reglum (trúðu mér, þegar maður er
stelpa og pabbi manns og bræður á
vellinum þorir enginn að mótmæla!)
Ég er svo óhittín að það getur verið
erfitt fyrir fólk eins og mig að bora í
nefið. En mikið svakalega finnst mér
þetta gaman!"
Hvernig gengur í leiklistinni?
„Það er bara fullt af skemmtilegum
hlutum að gerast. Ég fæ reglulega
söngleikjatilboð en er í fríi frá leik-
húsum þessa dagana og er meira að
einbeita mér að sjónvarpi og kvik-
myndum og fer því reglulega í praf-
ur og leik í litlum verkefnum hér og
þar. Var í prafu fyrir grínþátt á MTV
i gær en það var án efa skemmtileg-
asta prufa sem ég hef farið í. Ég þurftí
að leika þerapista á meðferðarheim-
ili fyrir kynlífsfíkla. Svo átti ég fund
með manninum sem sá um leikara-
val í Train Spotting, The Chronicles
of Narnia, Calendar Girls, Death at a
Funeral, Colour Me Kubrick og hell-
ing fleira. Svo er bara að vona að eitt-
hvað dettí inn á borð.
Hvað er fram undan?
„Það er ómögulegt að segja. Lífið er
svo skrítíð og ófyrirsjáanlegt. Ég spái
samt sumri innan árs."
■ Fréttablaðið greindi frá
því á forsíðu sinni í gær að
niðurskurðar sé að vænta í
geðheilbrigðismálum. Vissulega
standa yfir lokanir á geðdeildum,
annars vegar sólarhringsneyða
rþjónustu
28
við Hátún og
hins vegar
þjónustumið-
stöðvum
geðfatlaðra
við Klepp.
Vandi
OSHLI
Fréttablaðsins snýr ekki að
því að hér sé um ranga frétt að
ræða heldur er hann sá að hér
er um gamla frétt ræða. DV
greindi frá þessum niðurskurði
í hagræðingaskyni í helgarblaði
sínu í byrjun janúar. Niðurskurður
f geðheiibrigðisþjónstu er að
sjálfeögðu mikið áhyggjuefni og
ekki verður heldur hjá því komist
að hafa áhyggjur af Fréttablaðinu
sem slær upp gömlum fréttum á
forsíðuna.
■ Heimildahryllingsmyndin Ós-
hlíð verður sýnd í Bolungarvík
um næstu helgi. Sigurjón Baldur
Hafsteinsson leikstýrði myndinni
og gerði handritið, kvikmyndataka
var í höndum Jóns Þórs Þorieifs-
sonar en
Jóhann
Friðgeir Jó-
hannsson
raftónlistar-
maðurgerði
tónlistina.
„Þaðerkeyrt
ígegnum
Óshlíðina
og svo koma upþ textabrot um
ansi hryllilega atburði sem gerst
hafa þama," segir Jóhann og
bætir við að tónlistin sé að sama
skapi hryllileg. „Þetta er raftóniist
og svo spila ég á hörpu með
fiðluboga sem skapar fekur eins og
í brotajámshrúgu."
■ Hildur Guðnadóttir, sellóleik-
ari og söngkona í hljómsveitinni
múm, kemur fram sem Lost in
Hildumess á tónlistarhátíðinni
SonicArts
annað kvöld.
Hátíðin er
haldin í rokk-
klúbbnum
goðsagna-
kennda Para-
disoíAmst-
erdam en
ásamt Hildi
kemur þama fram rjóminn úr
raftónlistarbransanum hvaðan-
æva úr heiminum. Hildur mun
leika fjögurra klukkustunda
langt drunuprógram ásamt
Mika Vainio úr finnsku rafhljóm-
sveitinni Pan Sonic, C. Spencer
Yeh frá Taívan og sænska raftón-
listarmanninum Joachim
Nordwall.
„Kúba hefur verið land
óttans og nið-
urlæging- f k
arinnar, en
sjálfir eru
Kúbverjar
glatt og gest-
risið fólk.“
■ Hrafn Gunnlaugsson á visir.is um
framtið Kúbu eftir afsögn Castros, en
Hrafn hefur í fjölda skipta notið
gestrisninnarfrægu.
„Kallinn er heiðar-
legur í við-
'gui
skiptum og
fólk treystir
hönum."
■ Helgi Bersi
Ásgeirsson í DV um
föðursinn Geira á
Goldfinger.
„Ég hef aldrei heyrt fyrr
að bíllinn væri
of lítill fyrir
hundana
okkar."
■ Geir Jón
Þórisson,
yfirlögregluþjónn
á höfuðborgar-
svæðinu, í DV. Geir Jón
undrast að ríkislögreglustjóri hafi
innkallað sérhannaðan bíl lögregl-
unnar fyrir fiutning fíkniefnahunda.
Kemur á óvart að bllarnir séu hins
vegar ekki of litlir fyrir Geir Jón sem
er yfir tveir metrar á hæð.
„Ég hef farið svo oft á
skurðarborðið að ég er
kominn með magnaf-
slátt."
■ Valtýr Björn Valtýsson á Fótbolta.
net um meiðslasögu sína á
knattspyrnuferlinum.
„Þetta var mark með stæl,
þó ekki American Style
en virkilega vel gert."
■ Hörður Magnússon að lýsa leik
Barcelona og Zaragoza á Sýn.
„Það má kannski líkja
þessu við Iceland Airwav-
es nema við erum að
kynna íslenskan
•mat og
íslenskt
hráefni
enekki
íslenska
tónlist."
■ Siggi Hall í DV um Food
& Fun-hátíðina sem haldin verður um
helgina í Reykjavík og víðar.
„Ég hef ekki klikkað á
nótu frá því
ég mætti
í minn
fyrsta
söngtíma."
iGaz-ManíFBL
um þær sögusagnir
að Merzedes Club hafi
sönghæfileika.
ekki
„Ég er bara
slefandi
sellát."
■ Dr. Gunni á
bloggi sínu.
Gunnier sár
út í sjálfan sig
fyrir að taka
að sér
hlutverk
gestadómara í
þættinum
Bandið hans
Bubba.
LÉK ÞERAPISTA
KYNLÍFSFÍKLA
\