Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 14
ii MÐ&ÍKtíMiSiftát FEBRÚÁR'ÍM''. Heimili DV Sigríður Arnardóttir sjónvarpsskona býr í fallegu húsi með stóra sál. Hún hefur lagt mikið upp úr því að skapa hlýja og notalega stemningu og það hefur henni tekist. Sirrý bauð Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur blaðamanni í skenuntilegt innlit. __________________ GÓÐAR STUNDIR VIÐ MATARtiORÐIÐ „Mér líður Iwað allra best með fjölskyldu minni við eldhúsborðið að borða góðan mat, drekka gott kaffi og spjalla í marga klukkutíma/'segirSirrý „Fyrir þó nokkru ákvað ég að byrja að leggja pening inn á bankann til að eiga fyrir flatskjá. Núna á ég pening fyrir flatskjá og finnst æðislegt að hafa hann bara inni á bankanum, gamla sjónvarpið okkar er bara fínt," segir Sigríður Arnardóttir, fyrrverandi sjónvarpskona, betur þekkt sem Sirrý. Þetta lýsir Sirrý og heimili hennar mjög vel þar sem hún hefur ekki lagt mikla áherslu á að fylla heimili sitt af rándýrri merkjavöru að eigin sögn. „Bækur eru það sem ég eyði peningunum mínum í. Ég elska góðar bækur. Eg vil líka frekar geta verið meira heima hjá mér og mínum í stað þess að eyða öllum mínum tíma í að vinna fyrir dauðum hlutum sem skipta ekki máli." Fluttum húsið á flutningarbíl Það ríkir góður andi á heimili Sirrýar og fjölskyldu. Húsið á sér langa og fallega sögu og hefur stækkað svolítið með árunum. Sirrý ljómar þegar hún byrjar að segja frá ævintýri húsins.„Við fluttum í þetta hús á Frakkastíg 4 þar sem nú eru að rísa stórar blokkir í svokallaða Skuggahverfinu. Húsið var passlega stórt til að komast upp á vörubíl. Við plöntuðum húsinu okkar svo á gamla tívolíið hérna í Skeij afirðinum. Þegar við grófum grunninn fyrir húsinu fundum við gamlar kókflöskur og ýmsa aðra skemmtilega muni frá tívolíinu. Þetta var fyrsta heimilið sem við hjónin keyptum okkur saman," segir Sirrý með fortíðarblik í augum. Litla kotið okkar f dag hafa þau hjónin bætt heilli hæð við húsið og breytt því töluvert. „Við köllum þetta litla krúttlega kotið okkar, það er ótrúlegt að hugsa til þess að hér áður fyrr hafi búið tuttugu manns í húsinu eins og það var upprunalega en húsið var byggt árið 1903. Það þótti bara eðlilegt á þeim tíma." Sólstofa og stærðar pallur í garðinum er ein afviðbótum hússins en eitt af áhugamálum Sirr- ýar er að rækta grænmeti og huga að fallega garðinum sínum. „Hér bý ég bara á sumrin og rækta mitt grænmeti, það er yndislegt," segir Sirrý og bendir stolt á garðinn sinn. „Það er ekki leiðinlegt að vera að elda dýrindismat fyrir VILHAFA LÍFIÐ í UT Hvað er heimilið í þínum huga? „Mikilvægasti staður í heimi." Hvar líður þér best? „í faðminum á mínum mönnum. Sonum mínum tveimur og eiginmanni." Hver er þinn griðastaður innan heimilisins? „Heimilið allt er minn griðastað- ur. Garðurinn gerir mig líka sérlega hamingjusama." Besta minningin? „Eftir langan dimman vetur er dásamlegt að færa eldhúsið út í garð, rækta grænmeti, lesa blöðin á morgnana úti undir berum himni, bjóða fjölskyldunni í sumarboð og bömin að fara í handahlaup á grasinu, smíða kofa eða pútta á túninu. Ég á ótal margar svona góðar minningar og get varla beðið vorsins." Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Fiskur og grænmeti, með íslensku vami." Besti drykkurinn? „Kaffið sem maðurinn minn brennir og malar í kjallaranum." Uppáhaldshluturinn þinn? „Ég er bókaormur og fataffík en lítill hlutadýrkandi." Uppáhaldsliturinn þinn? „Kóngablár, rauður og hvítur. Ég vilhafalífiðílit" segir Sirrýþegar hún er spurð út í það hvar henni líði best í húsinu. Talandi um kaffi er óhætt að segja að Sirrý njóti góðs af einu af áhugamálum eiginmanns síns. „Ég er svo heppin að hann fékk áhuga á að flytja inn kaffi frá hinum ýmsu löndum. Hann brennir það og malar héma í kjallaranum hjá okkur og oftar en ekki vakna ég við yndislegan kaffiilm sem leikur um húsið." Hún hellir upp á dýrindis kaffi og ilmurinn er svo sannarlega yndislegur. örlagadagurinn verður að bók Sirrý vinnur þessa dagana við að skrifa bók sem byggð er á þættinum örlagadagurinn. „Ég er mikið að skrifa hér heima ásamt því að hugsa um börnin mín og því skiptir miklu máli að mér líði vel á heimilinu. Það leikur enginn vafi á því á Sirrý er heimakær mjög og hún hefur ákveðn- ar skoðanir á því hvernig heimili hennar á að vera, ekki þá hvað útlit varðar heldur sjálf til- finningin á heimilinu. Það er aðdáunarvert að sjá hvernig þessi glæsilega kona hefur forgangs- raðað lífi sínu og ættu margir að taka hana sér til fyrirmyndar. koibwn@dv.is -^íÉSf fjolskylduna og geta bara skotist út í garð og náð í krydd og salat." 200 smafuglar i mat Til þess að toppa persónulegu stemninguna í þessum fallega garði, sem þakinn er sfyddu og snjókomu þegar blaðamann ber að garði, má finna eina stóra hillu áfasta við handrið svalanna. „Hér koma stundum hátt í tvö hundruð smáfuglar og fá sér að borða hjá okkur. Það er yndislegt að sitja með kaffibollann sinn og horfa á alla þessa fúgla samankomna. Núna hins vegar koma þeir ekki því feitu, ofdekruðu kettimir í hverfinu sem fá rjóma og rækjur heima hjá sér stökkva héma upp á og fæla þessi grey í burtu," segir Sirrý sem finnst grimmdarlegt að horfa upp á feitu kettina ræna af Iidu mögm fuglunum. Þetta er ein af mörgum skemmtilegum sögum sem Sirrý deilir með blaðamanni úr garðinum góða. Þar sem mér líður best „Mér líður hvað allra best með fjölskyldu minni við eldhúsborðið að borða góðan mat, drekka gott kaffi og spjalla í marga klukkutíma,"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.