Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 32
OÍC Litlar samlokur 399 kr. + lítið gosglas 100 kr. 499 FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrirfréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 Hið íslenska lestarfélag hefur átt í óopinberum viðræðum við borgarfulltrúa: LESTIR Á LEIÐINNI Sjálfstæðisflokkur hrynur í fylgi Samfylkingin bætir við sig 16,2 prósentum í borginni ef gengið væri til kosninga nú og fengi 46,7 prósent atkvæða. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 14 pró- sent atkvæða sem hann fékk í síð- ustu kosningum, samkvæmt sömu könnun, og fengi 31,4 prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 2,9 prósenta fylgi og Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð 16,2 prósent. 1.800 Reykvíkingar á aldrinum 18 til 75 ára voru handahófsvaldir úr Við- horfshópi Capacent Gallup. End- anlegt úrtak var 1.539 manns og var svarhlutfall 72,4 prósent. '»• *ffi "ffi Yfirlýsing vegna spurningakeppni Framhaldsskólamir MH og Kvennó kærðu báðir framkvæmd Gettu betur keppninnar síðasta •* föstudag. Mikil umræða skapaðist í þjóðfélaginu í kjölfarið en skólarn- ir sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir meðal annars að ýmsar skoðanir hafi komið fram sem særi stolt liðanna. Ríkisútvarp- ið hafi svarað báðum skólum og því sé málinu lokið af þeirra hálfu. „Við vonumst til þess að dómari og að- standendur keppninnar taki þetta mál alvarlega og aðslíkarvillureigi sér ekki stað aftur," segir í yfirlýsing- unni. Nánar er fjallað um málið á síðu 29 í DV í dag. * Vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fengi 8,2 prósent stuðning sem borgarstjóri samkvæmt glænýrri netkönnun Capacent Gallup. Spurt var hvaða borgarfulltrúi sjálfstæðismanna þátttakendur vildu helst að tæki við embætti borgarstjóra síðar á kjörtíma- bilinu. Hanna Birna Kristjáns- dóttir fengi mestan stuðning eða 43,9 prósent atkvæða sem borgarstjóraefni flokksins. Gísli Marteinn Baldursson fengi 17 prósenta stuðning. Athygli vekur að 17,7 prósent þátttakenda vildu engan af borgarfulltrúum flokks- ins en þau Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Þórólfur Ámason og Árni Sigfússon voru nefnd í því sambandi. Vill Villi Vill ekki vera borgarstjóri? ERLA HLYNSDÓTTIR blcidamadur skrifar: 3 „ísland er jómfrú í lestarsamgöng- um," segir Stefán Hand, flugmaður og stjórnarmaður í Hinu íslenska lesta- félagi. Félagið var stofnað fýrir um ári af áhugamönnum um lestarsam- göngur á Islandi og samanstendur af mönnum með fjölþættan bakgrunn. Markmið þess er að leiða saman op- inbera aðila, sérffæðiþekkingu og fjármagn í því skyni að koma á lest- arferðum milli Vatnsmýrarinnar í Reykjavík og Keflavíkurflugvallar. Hugsjónir framar öðru „Þetta er aðallega hugsjón hjá okkur. Við erum ekki að þessu til að hala inn peninga," segir Stefán. Sem flugmanni þykir honum hvimleitt að þurfa sífellt að ferðast þarna á milli í rútu og undir þetta taka aðrir félagsmenn, meðal annars viðskiptafræðingar oghönnuðir. Þeir hafa unnið að því að finna hagkvæma lausn á samgönguvandanum milli höfuðborgarinnar og Suðurnesja. Meðlimir lestafélagsins hafa unn- ið kostnaðaráætlanir en vilja ekld gefa þær uppi að svo stöddu: „En þetta eru grænar tölur. Það er klárt mál," segir hann. Norskir verkfræðingar jákvæðir Spurður um hæfni meðlima lestarfélagsins til að koma að þessari þróunarvinnu bendir Stefán á að hér á landi séu engar lestar og því engir sérfræðingar á því sviði. í gegnum sambönd sín erlendis og mikla rannsóknavinnu hafi þeir aflað sér bæði tengsla og upplýsinga. Á undanförnum mánuðum hafa þeir fengið hingað sérfræðinga frá Skandinavíu til að geta úttekt á aðstæðum. Þar á meðal eru norskir verkfræðingar sem unnu að Flytoget sem tengir Ósló í Noregi Lestir í stað bíla Stefán Hand, stjórnarmaður í Hinu íslenska lestafélagi, vill lestarsamgöngur á milli Vatnsmýrar- innar og Keflavíkurflugvallar. við flugvöllinn Gardermoen. Flestar heimsóknirnar hafa félagsmenn borgað fyrir úr eigin vasa. Stefán hefur einnig rætt við lestaframleiðendur. Ekið á mann I gærkvöldi var ekið á gangandi vegfaranda á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. Hann var fluttur slasaður á sjúkrahús og var ekki Ijóst I gærkvöldi hvernig honum myndi reiða af. DV-MYNDSigtryggurAri Borgnesingar voru uggandi vegna nærveru dæmds barnaníöings: Fór frá Borqarnesi í qær „Ég vissi ekki einu sinni hver þetta var fyrr en síðasta daginn," segir Guðmundur Ólafsson, eigandi Mót- el Venus, en' Skessuhorn.is greindi frá því að Ágúst Magnússon, dæmd- ur barnaníðingur, dveldi á gistiheim- ili í grennd við Borgarnes. Fjölmarg- ir áhyggjufullir einstaklingar höfðu haft samband við Skessuhorn eins og greint er frá á heimasíðu þeirra. Ág- úst er nú farinn af Mótel Venus, ekki er vitað hvert hann hélt. Ágúst Magnússon er dæmdur íyrir að hafa níðst á sex drengjum en að auki gekk hann inn í tálbeituþátt Kompáss þegar hann dvaldi á Vernd, sem er áfangaheimili fýrir fanga. Nú er barnaníðingum óheimilt að gista á Vernd, eftir að Ágúst varð uppvís af því að misnota tölvu heimilisins til þess að ná í barnaklám auk þess sem hann setti sig í samband við tálbeitu Kompáss, en hún þóttist vera unglingsstúlka. Síðan Ágústi var sleppt úr fangelsi hefur dvalarstaður hans verið ókunnugur. Síðast sást til hans í Reykjanesbæ og var sagt frá því hjá Víkurfréttum. Samkvæmt frétt sem þeir birtu voru foreldrar varaðir við ferðum hans. „Ég varð aldrei var við hann," segir Guðmundur á Mótel Venusi en sjálfur uppgvötaði hann ekki að um væri að ræða barnaníðinginn fræga fýrr en ein starfsstúlka hjá honum þekkti hann af myndum á netinu. Þangað til þá hafði hann gist þar í tvö skipti, í alls fjórtán daga. Að sögn Guðmundar fór lítið fýrir Ágústi en hann hélt sig mestan partinn á hótelherberginu. Stundum kom hann í sjónvarpshol sem er á gistiheimilinu og horfði á sjónvarpið. „Hann borðaði ekki einu sinni hérna," segir Guðmundur. Gistingin á Mótel Venus er ódýr. Nóttin kostar tvö þúsund krónur. Alls greiddi því Ágúst tæpar þrjátíu þús- und krónur fýrir veru sína í hinum fallega Borgarfirði. Bæjarbúar voru uggandi af ffétmrn um Ágúst í byggðarlaginu enda lítill bær. Allnokkrir höfðu samband við lögregluna sem byrjaði „En þetta eru grænar tölur. Það er klárt mál." ísland aðlaðandi kostur I augum erlendra fagaðila er ís- land sérlega aðlaðandi til uppbygg- ingar lestarkerfis þar sem ekki þarf að sameinast öðrum kerfum. Því er hægt að nýta nýjustu tækni í hvívetna sem ekki er mögulegt víða erlendis. Stefán segir meðlimi Hins íslenska lestarfélags hafa átt í óformlegum viðræðum við borgarfulltrúa Reykja- víkurborgar. „Þetta er mjög pólitískt mál en verður þó alltaf minna um- deilt," segir hann. Félagið hefur einn- ig átt í viðræðum við fjársterka að- ila en Stefán lætur það eitt uppi að þær hafi gengið vel. Þetta sé þó verk- efni sem aldrei komi til ffamkvæmda nema með aðstoð opinberra að- ila. „Við vinnum bara að því að finna bestu lausnina. Síðan er aldrei að vita nema einhver vilji kaupa hana," segir Stefán. Þingmenn vilja lestir Tólf þingmenn úr öllum flokkum nema frjálslyndum lögðu í gær fram þingsályktun- artillögu þess efnis að Alþingi feli samgönguráðherra að láta kanna hagkvæmni lestarsam- gangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur annars vegar og léttlestakerfis innan höfuðborg- arsvæðisins hins vegar. Kemur tillagan í framhaldi hugmyndasamkeppni um skipu- lag Vamsmýrarinnar en niður- stöður úr henni voru kynntar fýrir helgi. Vinningstillagan gerir ráð fyrir lest til Suðurnesja en aðeins tvær af þeim 136 tillögum sem bárust gerðu það ekki. Ágúst Magnússon Var dæmdur fyrlr að níðast á sex drengjum. Hann ferðast nú vltt og breitt um landið. í kjölfarið að reyna fá staðfest hvort hann væri í raun í bænum. Ágúst virðist vera á nokkurs konar vergangi. Faðir hans býr í Grafarvogi en Ágúst dvelur ekki þar samkvæmt heimildum. Samkvæmt Skessuhorni ekur Ágúst á fjólublárri eldri bifreið af gerðinni Toyota Corolla. Ekki er vita hvert Ágúst fór eftir heimsókn sína í Borgarfjörðinn. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.