Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
DV
FRÉTTIR
Húsbíll stóð í
Ijósum logum
Eldur kom upp í húsbíl
sem stóð fyrir utan íbúðar-
húsnæði við Suðurgötu á Akra-
nesi. Slökkviliðið náði að ráða
niðurlögum eldsins fljótt en talið
er að kviknað hafi í út frá rafmagni
en bíllinn er 1989 árgerð.
Að sögn varðstjóra hjá
lögreglunni á Akranesi stóð
bfllinn þétt upp við húsið og
urðu nokkrar skemmdir á húsinu
vegna brunans. Bíllinn er hins
vegar handónýtur eftir eldinn.
Missti bílinn
út af í hálku
27 ára kona slapp án
meiðsla þegar hún missti stjórn
á bíl sínum við Nesjavallaveg
um hádegisbilið í gær. Bíllinn
fór út af veginum og endaði á
hliðinni. Konuna sakaði ekki
en var nokkuð brugðið við
óhappið. Bíllinn skemmd-
ist nokkuð en var ökufær eftir
óhappið.
Að sögn varðstjóra hjá
lögreglunni á Selfossi var
mikil hálka á Hellisheiði og
í Þrengslunum. Karlmaður
missti einnig stjórn á bíl sínum
rétt ofan við Draugahlíðar-
brekku á Hellisheiði. Það varð
honum til happs að vegrið kom
í veg fyrir að bfllinn færi út fyrir
veginn. Manninn sakaði ekld
en bfllinn rispaðist nokkuð á
annarri hliðinni.
Ánægja með
reykingabannið
Sjö af hverjum tíu lands-
mönnum eru hlynntir því að
allir veitinga- og skemmtistað-
ir séu reyklausir. Ellefu prósent
eru hvorki hlynnt né andvfg og
einungis 17 prósent andvíg. Þetta
kemur fram í könnun sem Lýð-
heilsustöð lét vinna fyrir sig.
95% svarenda sögðu að síð-
asta ferð þeirra á veitingahús
hefði verið jafnánægjuleg eða
ánægjulegri en áður en reyk-
ingabanninu var komið á. Svipað
hlutfall svaraði því sama þegar
spurt var um kaffihús, eða 90%
aðspurðra.
Kortaþjófar
handteknir
Lögreglan á Selfossi hand-
tók par vegna gruns um að
hafa stolið greiðslukorti og
notað það til að svíkja út vör-
ur í verslunum þar í bæ.
Lögreglumenn voru bún-
ir að leysa gátuna tveimur
klukkustundum eftir að mað-
ur gekk inn á lögreglustöðina
og kærði þjófnað. Maðurinn
sagði að greiðslukorti hans
hefði verið stolið úr yfirhöfn í
læstum fataskáp á vinnustað
hans á Selfossi. Sá hann fljótt
að kortið hafði verið notað
til að greiða með því vörur í
þremur verslunum á Selfossi.
lögreglumenn fóru á staðinn,
fundu út hver fjársvikarinn
var og handtóku svo pilt og
stúlku. Þau viðurkenndu að
hafa staðið saman að þjófnað-
inum á kortinu og úttektinni.
Sérkennurum á Akureyri finnst sú þróun skelfileg að æ fleiri konur kjósi að eyða fóstrum
ef litningagalli á borð við Downs greinist á meðgöngu. Þeir ætla að boða til fundar þar
sem þróunin verður rædd. Þetta kemur i kjölfar umQöllunar DV um málið. „Viljum við
veröld þar sem er einungis fólk án vandamála?“ spyr Gustavo Manuel Perez Deniz.
Skapandi og
jákvæðir
lL Brynhildur
Kristins-
Bk dótt-
sem
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
bladamadut skrifar: roberthbaodvJs
Sérkennarar á Akureyri hyggjast
boða til fundar þar sem þróunin
hvað varðar fóstureyðingar barna
með Downs verður rædd. Gustavo
Manuel Perez Deniz, sérkennari við
Giljaskóla, segir samhug vera meðal
akureyrskra sérkennara um að koma
saman og ræða málið eftir að þeir
lásu umfjöllun DV um málið síðasta
föstudag.
„Við eigum að hugsa hvernig við
förum með fóstureyðingar og íhuga
hvernig samfélag við viljum og
mannkynið sjálft. Viljum við veröld
þar sem er einungis fólk án vanda-
mála? Ákveðin bannhelgi er yfir
þessum hópum og viljum við varpa
hulunni af þeim," segir hann.
Eins og DV greindi frá síðasta
föstudag hefur eyðingum fóstra sem
greinast með Downs-heilkennið,
sem og aðra litningagalla, fjölgað
gífurlega síðustu árin. Af 27 Downs-
heilkennum sem greindust á með-
göngu frá árinu 2002 til ársins 2006
var einungis tveimur fóstrum hlíft.
Þetta kemur í kjölfar bættrar tækni
sem snýr að greiningu fóstra á með-
göngu, en æ fleiri konur kjósa að fara
í svokallaða fósturskimun sem var
innleidd í íslenska heilbrigðiskerfið
árið 1998.
Rétturtil lífs
Stefnt er að því að
halda fundinn á
föstudag, en þó á
nákvæmari tíma-
setning eftír að
koma í ljós. Þar
verður leitað eftír að fá sem flesta
til umræðunnar, það er einstaklinga
með Downs, foreldra, sérfræðinga
og alla aðra sem hafa áhuga á mál-
efninu. „Það er ekki hægt að neita
fólki með Downs um réttinn til lífs
einungis vegna þess að enginn er tíl
að taka við því," segir Gustavo.
Gustavo hefur unnið í fjögur ár
með fötluðum einstaklingum en
þar áður vann hann sem sérkenn-
ari úti á Spáni. Á þessum tíma hef-
ur hann kynnst fjöida einstaklinga
með Downs-heilkenni sem og aðra
fötlun. „Margt er mjög vel gert á ís-
landi en það vantar mikið upp á
upplýsingar bæði til þessa hóps og
um hann. íslenskir sérkennarar eru
mjög góðir og frábærir einstakling-
ar vinna með fötluðu fólki, en það
vantar meira af rannsóknum á þessu
sviði. Ástandið gæti verið mun betra
á íslandi, eins efnað og það er,“ segir
Gustavo.
Gustavo segir einstaklinga með
Downs auka á fjölbreytni samfélags-
ins og segir þá ekki eiga minni rétt
á að vera til en hver annar. „Við get-
um ekki metið hamingju þeirra fyrir-
fram. Þessir einstaklingar geta reynst
miklu hamingjusamari en þeir sem
eru vel efnaðir og með miklar eign-
ir. Einn af þeim gætí elskað meira en
við öll saman. Þarna má líka spyrja
sig hverjir verða næstir í þessari
læknisþróun, eins og þeir sem lítur
út fyrir að verði óvenju lágvaxnir,"
segir Gustavo.
fW 15. FEBRÚAR
myndlistarkennari við Fjölmennt á
Akureyri, hefur unnið að verkefn-
inu með Gustavo. Til hennar koma
reglulega fullorðnir fatlaðir einstakl-
ingar sem vinna þar að ýmiss konar
myndlist. Þar á meðal eru nokkrir
einstaklingar með Downs-heilkenni.
„Það er yndislegt að umgangast þá.
Þeir eru alltaf glaðir
og upplagð- ir.
Þarna geta
þeir mál-
að, leirað
smíðað
eða hvað
annað
„Það er ekki hægt að
neita fólki með Downs
um réttinn tillífs einung-
is vegna þess að enginn
er til að taka við því."
þeim dettur í hug. Þeir eru mjög
skapandi, jákvæðir og tilbúnir tíl
námsins. Þrátt fyrir að oft heyrist að
þeim fýlgi heiisufarsvandamál eru
engir nemendur sem mæta jafnvel í
tíma og þeir" segir Brynhildur.
Einn þeirra nemenda með
Downs sem sækir námskeið Bryn-
hildar í fjölmennt er 42 ára og hefur
unnið í um tíu ár í Mjólkursamsöl-
unni á Akureyri, áður Norðurmjólk.
Fjölmennt var sett á laggirnar fyrir
um fimm árum og er þar stefnt að
skapandi kennslu fyrir fatlaða. Bryn-
hildur segir að nemendur vinni nú
í sameiningu að verkefninu List án
landamæra. „Við Gustavo vorum
gáttuð þegar við lásum þessa grein
DV. Þrátt fyrir að við vissum þegar
af þessari þróun st^kk þessi umfjöll-
un okkur. Við vitum hversu yndislegt
fólkþetta er og finnst þetta hræðilegt.
Fólk hlýtur að myrida sér skoðanir út
frá þeim skilaboðum sem samfélagið
gefur," segir Brynhildur.
vt.
Einstaklingar með Downs Koma reglulega
saman í Fjölmennt á Akureyri og vinna þar að
ýmiss konar myndlist. Með þeim á myndinni er
Gustavo, skipuleggjandi fundarins á Akureyri.
Tugir trjáa á þingstað Þingvalla hafa verið felldir vegna stefnu þjóðgarðsins:
Öll qrenitré hafa verið felld
Búið er að fella öll þau tré sem
stóð til að fella inni á þingstaðnum á
Þingvöllum, tugi trjáa. Að mestu leytí
er um að ræða greni sem gróðursett
var á Þingvöllum eftir að þeir urðu
að þjóðgarði. Fyrstu trén á Þingvöll-
um voru gróðursett við upphaf barr-
trjáræktar á íslandi árið 1899. í sum-
ar fór umræðan nokkuð hátt um að
þarna væri verið að fella fjölda ttjáa
sem settu svip sinn á Þingvelli ein-
ungis vegna þess að þau væru ekki
upprunaleg.
Þingvallanefrid samþykktí stefnu-
mörkun hvað þetta varðar árið 2004,
þar sem segir meðal annars að gróður
sem ekki sé upprunninn á Þingvöllum
verði fjarlægður úr þinghelginni. Þar
er vísað til barrtrjáa og aspa á þeim
stöðum þar sem slflcur gróður er nærri
markverðum menningjarminjum.
Umhirða og grisjun barrtrjáa miði að
því að náttúrulegur gróður fái að njóta
sfn. Formaður Þingvallanefridar er
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Að sögn Einars Á. E. Einarssonar,
fræðslufulltrúa Þingvalla, er þar um
að ræða meðal annars tré sem plant-
að var í rústir og aðrar náttúruminjar
Þingvalla. Einar segir menn hafa ráð-
ist í verkefriið í vetur af krafti vegna
góðra aðstæðna hvað snjó og ffost
varðar, en þar hafi loks verið hægt
að komast að illaðgengilegum trjám.
Trjánum hefur nú verið hlaðið upp og
er gert ráð fyrir að Skógrækt rfldsins
taki við þeim.
Hugmyndin um að fella trén kom
fyrst upp hjá Þingvallanefrid árið
1988, en þá gegndi Þórarinn Sigur-
jónsson formennsku. í stefnumörkun
nefridarinnar frá þeim tíma segir að
til að þjóðgarður standi undir nafrii
séu meðal annars gerðar þær kröfur
að þar ríki eins óspillt náttúra og kost-
ur er og afskiptí manna af gróðurfari
með plöntun og aðflutningi erlendra
tegunda séu alveg forboðin. Þetta lá
meðal annars til grundvallar því að
trén voru felld.
Árni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka fslands, telur þá
stefriu sem Þingvallanefnd hefur tek-
ið vera í góðu samræmi við náttúru-
verndarsjónarmið. „Þarna er ekki
verið að eyðileggja neitt. Þarna er ver-
ið að breyta staðnum í átt til uppruna-
legs ástands. Við höfum miklu meiri
áhyggjur af hlutum eins og vegagerð
á svæðinu. Það er oft misskilningur
að skógrækt sé það sama og náttúru-
vernd,“segirÁmi. roberthb@dv.is
i i
Þingvallatimbri hlaðið upp Gert er
ráð fyrir að Skógrækt ríkisins taki við
trjánum sem felld voru.