Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Page 2
Fréttir DV 2 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MegaveiðalOO þúsund tonn Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð sem heimilar Ioðnuveiðar á ný. Reglugerðin tekur strax gildi og fellir úr gildi reglugerð ffá því í síðustu viku um bann við loðnuveiðum. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra stöðvaði loðnu- veiðar að undirlagi Hafrann- sóknarstofnunar í síðustu viku og féll sú ákvörðun víða í grýttan jarðveg, ekki síst hjá sjómönn- um. Ráðherra hefur nú heimilað veiðar á ný með skertu aflamarki. Aflamark íslenskra skipa í loðnu á yfirstandandi veiðitímabili er minnkað úr 121.745 tonnum í 100 þúsund tonn. Fiskistofa mun gefa út nýtt aflamark í loðnu þegar formleg ákvörðun um nýtt aflamark berst stofnuninni. Tugmilljóna styrkveiting SPRON-sjóðurinn hefur veitt Krabbameinsfélagi ts- lands 42 milljóna króna styrk til kaupa á úrlestrarstöð sem röntgenlæknar nota til að lesa úr stafrænum brjóstmyndum. Úrlestrarstöðvarnar eru liður í umfangsmikilli tækjavæð- ingu á leitarsviði Krabba- meinsfélagsins þar sem starf- ræn tækni er notuð við leit á brjóstakrabbameini. Jóna Ann Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SPRON- sjóðsins, afhenti Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags íslands, styrktarféð við athöfn í gær. Handteknir meðfíkniefni Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu handtók þrjá menn í húsi í borginni í fýTrinótt en þeir voru þar við neyslu fíkniefna. Lögreglan hafði haft grunsemdir um athæfi mannanna en lagt var hald á nokkurt magn fíkniefna. Þá handtók lögreglan fjóra ölvaða menn sem grunaðir eru um að hafa brotið rúðu á tveimur stöðum í miðborginni. Þeir voru færðir í fangageymslur. Nefbrotnaði í slagsmálum Lögreglan á Suðurnesj- um fékk í fýrrakvöld til- kynningu um slagsmál í vistarverum hælisleitenda í Reykjanesbæ. Þegar lög- regla kom á staðinn var einn maður slasaður og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem kom í ljós að hann var nefbrotinn og ekki ólíklegt að hann sé einnig kinnbeinsbrotinn. Meintur árásaraðili var handtekinn og færður í fangageymslu vegna frekari málsrannsóknar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur eðlilegt að skýrsla um flótta Annþórs Karlssonar verði send rikissaksóknara. Ekki.er ljóst hvort það er gert með það fyrir augum að rannsaka hvort einhver verði ákærður vegna málsins. Björn segir flóttann álitshnekki fyrir lögregluna. KLÚÐUR LÖGREGLU TIL RÍKISSAKSÓKNARANS VALUR GRETTISSON blaðamaður skrifar: valur@dy.is „Ég tel eðlilegt að skýrsla Stefáns sé kynnt ríkissaksóknara," svarar Björn Bjarnason fyrirspurn blaða- manns DV um frumathugun lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á flótta Annþórs Karlssonar um miðjan febrúar. Hann vísar þar til skýrslu Stefáns Eiríkssonar, lög- reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um flótta Annþórs. Björn tilgreinir ekki út frá hvaða sjónarhorni rík- issaksóknari skoðar skýrsluna eða hvort von sé á því að saksóknari meti hvort rétt sé að kæra í mál- inu. Björn segir að auki að hann sé sammála Stefáni um að flótti Ann- þórs sé álitshnekkir fyrir þá sem að því hafa komið af hálfu lögreglunn- ar. Hann segist jafnframt treysta Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra til þess að vinna að úrbótum á þessu sviði en ekki er ljóst nákvæmlega í hverju þær felast. Dómsmálaráð- herrann segist að auki hafa óskað eftir því að fýlgjast með framgangi málsins. Ævintýralegur flótti Það var um miðjan febrúar sem Annþór Karlsson, sem er grunaður um stórfellt fíkniefitasmygl, gekk út úr ólæstum klefa sínum. Síðan sparkaði hann upp hurð á geymslu og fann þar kaðal. Að lokum braut hann plexígler í glugga á efstu ^ hæð lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu og lét sig síga nið- ur í frelsið. Annþór strauk á milli klukkan fjögur og fimm aðfara- nótt 15. febrúar. Hann fannst ^ tólf tímum síðar í húsnæði vinar síns í Mosfellsbæ. Þar hafði hann falið sig inni í skáp. Annþór er margdæmdur og meðal annars fyrir hrottalega „Ég heffariðyfir skýrsluna og ersam- mála Stefáni Eiríks- syni lögreglustjóra um að þetta mál er álits- hnekkir fyrir þá sem að því hafa komið af hálfu lögreglunnar“ líkamsárás þar sem hann ásamt öðrum manni misþyrmdi rúml- iggjandi einstaklingi með járnröri. Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Áiitshnekkir lögregluemb- ættisins „Ég hef farið yfir skýrsl- una og er sammála Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra um að þetta mál er álits- hnekkir fýrir þá sem að því hafa komið af hálfu lög- reglunnar," svarar Björn Bjarnason í tölvupósti um málið sem er allt hið vandræða- legasta fyrir lögregluna. Niður- stöður úr innanhússrannsókn lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem hún framkvæmdi sjálf, voru sendar til dómsmálaráðherrans í vikunni. Sjálfur segist Björn treysta Stef- áni til að vinna að úrbótum eftir flótta Annþórs. í viðtali í gær stað- festi Stefán að engum hefði verið sagt upp hjá lögregluembættinu vegna málsins en aðspurður hvort hann sæi ástæðu til þess að segja af sér sagðist hann ekki sjá tilefni til þess. Fylgist með í tölvupósti segir Björn að hann hafi óskað eftir að fylgj- ast með þeim úrbótum sem lög- reglustjórinn boðar vegna flótta Annþórs. I viðtali í gær sagði Stefán að úrbæturnar fælust í því að starfs- menn fylgdu verk- lagsreglum. í niður- stöðu rannsóknar lögreglunnar kom fram að móttaka og vistun fangans sem og eftirlit Stefán Eiriksson Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur málið álitshnekki fyrir lögregluna. Björn Bjarnason Dömsmalaráð herra er sammála Stefáni lögreglu stjóra um að flóttamálið se allt hið versta fyrir lögregluembættið. með honum var ekki í samræmi við gildandi verklagsreglur. Aft- ur á móti kom sérstaklega fram í tilkynningu lögreglunnar sem hún sendi frá sér í síðustu viku að enginn starfsmaður væri grunað- ur um ólöglegt athæfi í tengslum við flóttann. Aðspurður sagðist Stefán bera ábyrgð á þessu máli, eins og allri starfsemi sem að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu snýr. Flóttinn með ólíkindum „Það er rétta boðleiðin að senda þessa rannsókn til ríkis- saksóknara," segir Jón Magnús- son, lögfræðingur og þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann bætir við að það sé með ólíkindum að Annþór hafi sloppið út eins og það kemur fyrir hans sjónir. Jóni, sem þekkir verklag á lögreglustöðvum í gegnum lögræðistörf, þykir það undarlegt hvernig maðurinn slapp út með þessum hætti. Hann segir það ágætt að menn hafi rumskað við þetta hjá lögreglunni en nú sé að bíða niðurstöðu ríkis- saksóknara sem ákveð- ur hvort fleira veð- ur aðhafst í málinu. Annþór Kristján Karlsson Flúði úr haldi lögreglunnar á ævintýralegan hátt. Hann fannst ■2 síðar inni i skáp i Mosfellsbæ. BEsa ip-y ini't liwwvww Forstjóri SS segir slagsmál starfsmanna ekki tengjast innanhússátökum: Blóðug slagsmál íkeilu „Mórallinn er orðinn svo slæm- ur að áflog brjótast út þegar við förum að skemmta okkur saman. Jafnvel í keilu þar sem einn starfs- maður nefbrotnaði og annar gisti fangageymslur. Þetta var eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð," seg- ir í færslu inni á vefsvæðinu slatur- felagid.com, vefsvæði sem stofnað var til höfuðs forstjóra Sláturfélags Suðurlands, SS. Sá sem ritar færsl- una spyr sig og lesendur sfðan að því hvernig árshátíð fýrirtækisins verði eiginlega í ljósi þess að blóðug slagsmál brjótist út í saklausri keilu- ferð starfsmannafélagsins. Logað hefur í deilum undanfar- ið hjá SS og hart deilt á forstjóra fyr- irtækisins, Steinþór Skúlason. Vefs- væðið var stofnað honum til höfuðs og þar er hann sakaður um að vera óhæfur í starfi sínu og með vinnulagi sínu sé hann langt kominn með að drepa niður allan vinnuanda. Sjálf- ur hefur Steinþór vísað því á bug og fullyrðir að sátt ríki innan fyrirtæks- ins. Hann segir ljóst að truflaður fyrrverandi starfsmaður standi fyrir vefsíðunni og hefur leitað liðsinnis lögreglu við rannsókn málsins. Á dögunum fór fjöldi starfs- manna SS í skemmtiferð í keilu og er fullyrt að áðurnefndu vefsvæði að blóðugar deilur hafi orðið. Aðspurð- ur segir Steinþór áflogin ekkert hafa að gera með innanhússdeilurnar. „Þetta er bara hluti af þessari rógs- herferð sem var í gangi. Ég spurði nú um þennan atburð og það eina sem ég heyrði var að gamanið hafi súrnað hjá einhverjum starfsmönn- um eftir að keilunni var lokið. Það var enginn sem lenti í fanga- klefa og ég hef ekki séð neinn nefbrotinn," segir Steinþór. „Þessi áflog koma ekki öðr- um málum við og þetta get- ur komið fyrir alls staðar. Ég var ekki á staðnum en ég hef spurst fyrir um þetta. Ég hef engar áhyggjur af þessu enda eru komnar á fullar sættir á milli þeirra sem áttu í stimpingunum. Áflogin tengjast ekkert innanhúss- deilunum heldur er aðeins verið að reyna að mála þau saman við þær." trausti@dv.is STEINÞÓR SKÚLASON Forstjóri SS segir slagsmálin ekki tengjast deilum innan fyrirtækisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.