Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
Björn hvetur
til málsókna
„Nú ætti einhver að láta reyna
á ábyrgð þeirra, sem halda úti
vefsíðum, þar sem nafnleysingj-
ar vega að samborgurum sínum
með dónaskap og óhróðri," segir
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra.
Dómsmálaráðherra gerir að
umtali á vefsíðu sinni nýfallinn
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í
máli Ómars R. Valdimarssonar
gegn bloggaranum Gauki Úfars-
wni. Þar var Gauki gert að greiða
Omari 300 þúsund krónur í bæt-
ur vegna ummæla sem Gaukur
hafði um Ómar.
Björn segir að dómurinn sé
sögulegur en hann segist lengi
hafa talið að höfundar væru ekki
síður ábyrgir orða sinna í net-
heimum en annars staðar.
Tvær milljónir
króna í styrk
MS-félag tslands fékk í gær
tvær milljónir króna í styrk frá
Kópavogsbæ. Styrkurinn var
afhentur við háu'ðlega athöfn
í gærmorgun en upphæðinni
á að verja til stækkunar á hús-
næði fyrir dagvist félagsins.
MS-félagið hefur rekið
dagvistina í meira en tuttugu
ár en hún var stofnuð í þeim
tilgangi að veita MS-sjúkling-
um umönnun og endurhæf-
ingu vegna fötlunar sinnar. Að
því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá Kópavogsbæ
getur dagvistin tekið á móti
40 manns á hverjum degi en
í heildina njóta um 70 manns
þjónustu hennar.
Það var Ómar Stefánsson,
formaður bæjarráðs í Kópa-
vogi, sem afhenti MS-félaginu
styrkinn fyrir hönd bæjaryf-
irvalda.
Gaukur áfrýjar
Dagskrárgerðarmaðurinn
Gaukur Úlfarsson staðfesti í sam-
tali við DV í gær að hann hygðist
áffýja meiðyrðadómi til Hæsta-
réttar íslands. Hann var dæmdur
fyrir þrenn ummæli sem hann
birti á heimasíðu sinni á síðasta
ári um Ómar R. Valdimarsson
upplýsingafulltrúa. Þar sakaði
hann Ómar um að vera rasisti
vegna skrifa Ómars um vara-
þingmanninn Paul F. Nikolov.
Ummælin voru dæmd dauð og
ómerk og þarf Gaukur að greiða
átta hundruð þúsund krónur alls
í miska- og lögfræðikostnað.
Leiðrétting
1 viðtali við Ómar R. Valdi-
marsson í DV í gær var það
ranghermt að hann væri lög-
fræðingur. Hann er vitaskuld
upplýsingafulltrúi og hefur
hingað til ekki stundað lög-
fræðistörf.
Viðskiptabankarnir eru byrjaðir að grípa til aðhaldsaðgerða í rekstri sínum. Hópupp-
sagnir og launalækkanir æðstu stjórnenda eru meðal aðgerða sem tilkynntar hafa verið
síðustu daga. Engu að síður segja talsmenn bankanna stöðu þeirra afar trausta.
BANKARNIRSPARA
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamadur skrifar: traustiwdv.is
Viðskiptabankamir íslensku virðast
ekki ónæmir fyrir kreppuástandinu
sem blasir við á fjármálamörkuðum
heimsins. Þessa dagana sjást klár
merki þess að bankarnir eru farnir
að beita aðhaldsaðgerðum í rekstri
sínum.
Kaupþing hefur nú þegar sagt
upp 40 starfsmönnum og búast má
við frekari uppsögnum síðar vegna
endurskipulagningar á starfsemi
bankans í Bretlandi. Með aðgerðun-
um losar Kaupþing nærri 130 millj-
arða króna og nær að styrkja eigið fé.
Þá hafa stjórnendur Glitnis, forstjóri,
stjórnarformaður og stjórnarmenn,
samþykkt að lækka laun sín um
helming. Þeir segjast með því vilja
ganga á undan með góðu fordæmi í
því erfiða fjármálaumhverfi sem nú
ríkir. Ljóst er að fjárhagsstaða bank-
anna getur verið ólík og óvíst hversu
mikið þeir koma til með að þurfa að
spara á næstunni.
Erfiðir tímar
Benedikt Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi Kaupþings, segir Kaupþing
banka standa mjög sterkt. Hann seg-
ir engu að síður eðlilegt að þegar erf-
iðir tímar gangi yfir þá fari fyrirtæki
almennt varlegar í rekstri sínum.
„Bankamir em byrjaðir að skoða
sinn gang því eðlilega verða menn
að fara varlega í rekstrinum á næst-
unni og halda að sér höndum eins og
hægt er. Það er alls staðar í viðskipta-
lífinu verið að leita leiða til að spara,"
segir Benedikt.
Glimir sagði nýverið upp öllum
starfsmönnum sínum í svokallaðri
atburðadeild og stjórnarformaður
bankans, Þorsteinn Már Baldvins-
son, hefúr lýst því yfir að stórfelld-
ar aðhaldsaðgerðir séu ffarn undan.
Formaðurinn segir ljóst að skorið
verði niður þar sem því verður kom-
ið við. Már Másson, upplýsinga-
fulltrúi Glitnis, segir klárlega erfiða
tíma fram undan á fjármálamörkuð-
um. Hann segir stöðu Glitnis mjög
trausta. „Aðhaldsaðgerðir stjórnend-
anna snúast ekki um það að staða
bankans sé eitthvað alvarleg. Þetta
snýst miklu meira um að sýna gott
fordæmi og þetta em skýr skila-
boð um samstöðu við þær erfiðu
markaðsaðstæður sem nú ríkja,"
segir Már.
Fylla ekki í allar stöður
Atli Atlason, framkvæmda-
stjóri starfsmannasviðs
Ltmdsbankans, telur eng-
ar aðhaldsaðgerðir fram
undan hjá bankanum. Að-
spurður segir hann launa-
lækkanir stjórnenda ekki
hafa komið til tals. „Við höf-
um hvorki fækkað fólki hjá okkur né
lokað starfsstöðvum. Eins og stað-
an er í dag er slíkt ekki fyrirhugað og
við höldum áfram í óbreyttu horfi á
meðan ekkert breytist.
Hjá okkur hefur
ekkert verið rætt
um hagræðing-
araðgerðir í lík-
ingu við það
sem ffarn
hefur komið
undanfar-
ið," segir Atli.
Aðspurð-
ur á Benedikt
ekkivonáfrek-
0'
uppsögnum. Hann segir þó líkur á
því að ekki verði endurráðið í þær
stöður sem losna á næstunni. „Það
er ekkert meira að sjá á næstunni
hjá okkur en það er alltaf einhver
starfsmannavelta! Á meðan staðan
er svona er ekki er víst að við ráðum
endilega aftur í öll störfin. Við end-
urráðum að sjálfsögðu í stöður
þar sem við þurfum klárlega að
hafa mannskap. Reyndar held ég
að starfsfólkið haldi frekar í störf-
in sín á næstunni, það held ég að
hljóti að vera," segir Benedikt.
ari
Lárus Welding Forstjóri Glitnis tók á
sig helmings launalækkun. Stjórnendur
bankans liafa boðað stórfelldar
aðhaldsaðgerðir á næstunni.
Mar Másson Upplýsingafulltrúi Glitnis
segir bankann vilja sýna gott fordæmi við
erfiðar markaðsaðstæður.
Kolbrún Halldórsdóttir leggur fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra:
Einhleypar konur í tæknifrjóvgun
„Ég vil vita hvernig starfi þessar-
ar nefndar miðar og af hverju sjónar-
mið ráðherra eru ekki komin í frum-
varp," segir Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður vinstri-grænna.
Kolbrún lagði á mánudag ffam
fyrirspurn til Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar heilbrigðisráðherra um hvern-
ig undirbúningi þess að heimila ein-
hleypum konum að gangast undir
tækniffjóvgun líður. Auk þess vill
Kolbrún fá svör frá ráðherra hvern-
ig störfum nefndar sem skipuð var í
október miðar en hún átti að endur-
skoða reglugerð um tæknifrjóvganir.
„Á mánudag var önnur umræða
um frumvarp um tæknifrjóvgan-
ir. Þar var verið að fjallað um stofn-
frumur og stofnffumurannsóknir.
Mér finnst að það hefði átt að koma
inn í þetta frumvarp og heimila ein-
hleypum konum að fara í tækni-
Villsvör Kolbrún vill að
einhleypar konur fái heimild til
að fara í tæknifrjóvgun hérlendis.
frjóvgun." Kolbrún segir að ráðherra
hafi hingað til verið jákvæður út í þá
hugmynd og vill því að hann svari
því hverju það sæti að máhð hafi
ekki verið með í frumvarpinu sem
lagt hefur verið fram um stofnfrum-
urannsóknir.
Kolbrún segir að nokkuð stór
hópur íslenskra kvenna hafi leitað
til nágrannalanda okkar til að fara
í tæknifrjóvgun. „Mér finnst að við
ættum að búa þannig að þegnum
okkar að það sem er á annað borð
mögulegt að gera verði gert hérlend-
is. Eðli þessara aðgerða er þannig að
þær heppnast ekki í öllum tilvikum.
f mörgum tilvikum eru þetta konur
sem eru komnar á þann aldur að ef
þetta dregst á langinn, þá verður það
bara orðið of seint," segir Kolbrún
og segist vonast til að fá svar í fyrir-
spumartíma í dag.