Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV DV MRÉTTIR Tyrkiryppta öxlum Tyrknesk stjórnvöld hafa fengið skýr skilaboð frá Bandaríkjamönnum vegna hemaðarátakanna gegn Verkamannaflokki Kúrda í Kúrda- héruðum í norðurhluta íraks. Tyrkir hafa ekki verið Banda- rflcjunum leiðitamir vegna málsins og eru ekki reiðubúnir til að segja hvenær þeir muni kalla hermenn sína heim ffá Norður-írak. Stjómvöld í írakhafa fordæmt hemaðaraðgerðir Tyrkja og hvatt þá til að draga sig til baka. Tyrkir segjast ekki vera reiðubúnir til þess fyrr en búið sé að uppræta bækistöðvar Verkamannaflokks Kúrda og þá ógn sem Tyrkjum stafi afhonum. Skjálfti skók Bretland Fjöldi Breta vaknaði við vondan draum upp úr miðnætti síðastliðna nótt. Ástæðan var einn harðasti skjálfti í nærri ald- arfjórðung. Skjálftinn, sem var 5,3 stig á Richter, stóð yfir í um tíu sekúndur og varð vart á stór- um hluta Englands og Wales. Ekki er vitað um stórfellt eigna- tjón afvöldum skjálftans, en skorsteinar skemmdust á nokkr- um húsum og vitað er um einn mann sem slasaðist á mjöðm. Árið 1984 reið snarpur jarð- skjálfti yfir Norður-Wales, sá mældist 5,4 stig á Richter. Leyfi til að skjóta Augustine Chihuri, lögreglu- stjóri Simbabve, hefur lýst því yfir að lögreglu landsins verði heimilt að beita skotvopnum ef til óeirða kemur vegna forsetakosning- anna í lok mars. Hann hvatti leið- toga stjórnmálaflokka til að forð- ast átök við lögregluna. „Sveðjur, axir, bogar og örvar koma engum í embætti," sagði Chihuri. Fyrr í mánuðinum var lagt bann við vopnaburði á almannafæri. Robert Mugabe, forseti landsins, og Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hvöttu stuðningsmenn sína til að grípa ekki til ofbeldis. Hægt er að rekja sögu leigumæðra langt aftur í tímann og sennilega er fyrsta dæmið að finna í Mósebók þegar Hagar, þjónustustúlka Söru konu Abrahams, gengur með barn fyrir Söru. Hagar var ekki ætlað að ala barnið upp sem hennar eigið, en lét það í hendur Söru og Abrahams. Hagar hafði sennilega ekki mikið val, en hvað fær leigumæður nútím- ans til að ganga með barn sem þær vita að þær verða að gefa frá sér að fæðingu lokinni. HVÍT KONA FÆÐIR ASÍSKAN DRENG KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamadurskrifar: Hvít bresk kona fæddi fyrir þremur mánuðum, sem leigumóðir, asískt barn fyrir barnlaus hjón. Hinn þriggja mánaða snáði er með tilliti til genasamsetningar barn asískrar móður og föður, því fósturvísirinn var fenginn með eggi úr henni og sæði úr honum. Leigumóðirin ræddi í viðtali við Sunday Times síðastliðna helgi um hvernig það væri að ganga með og fæða barn af öðrum kynþætti. Talið er að hún sé fyrsta leigu- móðirin í Bretlandi sem tjáir sig opinberlega um meðgöngu fyrir foreldra af öðrum kynþætti. Leigu- móðirin, Karen, sagði að húðlitur hafi ekki valdið henni neinu hugarangri. „Hann breytti engu," sagði hún. Karen upplýsti að hún væri við það að hefja meðferðtil að geta gengið með annað barn fyrir asísku hjónin, því móðirin sé ekki fær um það sjálf. Indland vinsæll áfangastaður Það er stöðugur straumur hvítra para til Indlands, þar sem þau greiða asískum leigumæðrum fyrir meðgöngu og fæðingu bama, en það er afar sjaldgæft að hvítar leigumæður gangi með börn fyrir asísk hjón. Eitt algengasta vandamálið sem snertir leigumeðgöngu er ef leigu- móðirin neitar að láta barnið af hendi að fæðingu lokinni. Læknar telja að það geti komið foreldmm sem leita þjónustu leigumæðra til góða ef þær em af öðrum kynþætti, því lflcurnar á því hún tengist barninu, og neiti jaftivel að láta það af hendi, verði minni ef það er af öðrum kynþætti. „Ólfldegt er að leigumóðirin vilji halda barni af öðmm kynþætti. Það er bara mannlegt eðli," sagði Ian Craft, prófessor og framkvæmdastjóri ftjó- semismiðstöðvar Lundúna. Fjórða meðgangan Karen komst í samband við asísku hjónin í Lundúnum gegnum umboðsskrifstofu leigumæðra Cots. Carole Horlock Átta meðgöngur fyrir ófrjó hjón og þríburar á leiðinni. Ef Karen lánast að ganga með annað barn fyrir hjónin mun það verða fjórða meðganga hennar sem leigumóðir. Fyrir hefur hún fætt tvær stúlkur fyrir hvít hjón. Karen fékk fyrst áhuga á að verða leigumóðir þegar vinafólki hennar gekk erfiðlega að stofna fjölskyldu og hún ákvað að hjálpa öðrum konum. „Meðan á öllum meðgöngum stóð leið mér eins og leigumóður. Ég skírskotaði aldrei til bamanna sem „minna bama". Ef ég fann bam sparka eða hreyfa sig minnti ég mig alltaf á að um væri að ræða annars bam," sagði Karen. Önnur þekkt tilfelli þar sem um var að ræða að hvít leigumóðir myndi ganga með asískt bam hafa endað með ósköpum. Árið 1991ætlaði bresk Indverskar leigumæður Talið ólíklegra að leigumóðir vilji halda barni aföðrum kynþætti. kona að ganga með bam fyrir asísk hjón, en samningnum var rift eftir að leigumóðirin gerði áformin opinber í fjölmiðlum. Á síðasta ári leituðu asísk hjón til dómstóla til að fá forræði yfir tvíburum eftir að leigumóðirin ákvað að halda þeim. Málið var útkljáð utan dómstóla og tvíburunum komið í hendur hjónanna. Kostnaður, ekki laun Skortur er á leigumæðrum í Bretlandi og hjón sem ekki geta eignast bam sjálf geta átt von á að reiða fram á milli þrettán og átján milljóna íslenskra króna fyrir þjónustu þeirra. Þessi þóknun er sögð fyrir kostnaði á meðan meðgöngu stendur, því strangt tiltekið er bannað með lögum að þiggja laun fyrir þessa þjónustu. Ef hjón leggja land undir fót og ferðast til Indlands í sömu erindagjörðum geta þau fundið leigumóður fyrir um fjórar milljónir, og ef kenning Ians Craít prófessors stenst, dregið úr lflcunum á því að leigumóðirin neiti að láta barnið af hendi. Yfir fimm hundmð böm hafa fæðst fyrir tilstilli leigumæðra á Bret- landi og stofnandi Cots-umboðsskrif- stofunnar, Kim Cotton, var fyrsta leigumóðirin þar í landi. Ein afkasta- mesta leigumóðirin er Carole Horlock, en hún státar af átta fæðingum fyrir ófrjó hjón og gengur nú með þríbura. Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Breska lögreglan óttast hið versta á Jersey: Komust í kjallarann í gær Hautde la Garenne Lögreglan komstinn í kjallara sem búið varað múra fyrir. Breska lögreglan sem stendur að rannsókn í fyrrverandi barnaheimili á Jersey á Ermarsundi komst í gær inn í kjallara sem búið var að loka af. Hún óttast að þar kunni að finnast fleiri líkamsleifar barna, en enn sem komið er hafa fundist líkamsleifar eins barns. Að sögn Lennys Harper, eins yfirmanna í Jersey-lögreglunni, sýndi sérþjálfaður hundur mikil viðbrögð í kjallaranum í Haut de la Garenne. í gær hafði þó ekkert frekar fundist, en Harper sagði að kjallarinn yrði rannsakaður hátt og lágt. „Við höfum áhyggjur af ástæðum þess að kjallarinn var falinn," sagði Harper, en kjallarinn er um tólf fer- metrar og tæplega tveggja og hálfs metra lofthæð. Lögregluna grunar að múrað hafi verið fyrir annað herbergi af svipaðri stærð. Lögreglan hefur til athugunar ásakanir yfir eitt hundrað og sex- tíu fórnarlamba sem spanna nokkra áratugi. Sjötíu símtöl Yfir sjötíu manns hafa haft sam- band við lögregluna síðan hauskúpa fannst á Haut de la Garenne á laugar- daginn. „Fjöldi fólks hefur rifjað upp minningar sínar varðandi heimilið og kjallarann," sagði Harper. Hann sagði að fyrrverandi lögreglumenn á eynni myndu einnig verða rannsak- aðir með tilliti til þess hvernig þeir brugðust við ásökunum um bama- misnotkun sem ffarn voru bornar á árum áður. Harperýjaði að því að um fjörutíu manns væru grunaðir vegna málsins og þar á meðal væru yfirmenn á barnaheimilum. „Það munu eiga sér stað handtökur þegar fram í sækir. Fólk verður yfirheyrt vegna ásakananna," sagði Lenny Harper, en hann reiknar með að lögreglan verði á staðnum í hálfan mánuð í viðbót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.