Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Side 11
etta hefur alltaf verið draumurinn," segir Haukur Svavarsson kennari um Mustanginn sem hann eignaðist nýverið. Haukur segir bílaáhugann hafa byrjað fyrir um þrjátíu árum. „Ég var á milli fermingaraldurs og bílprófsaldurs þegar kvartmíluklúbburinn svokallaði var stofnað- ur, fyrir mér hefur draumabfllinn alltaf verið Mustang. Bílinn fann Haukur á vefsíðu eBay og fóru viðskiptin þar fram. „Maður hefur nú heyrt ýmsar sögur um það hversu áhættusamt það getur verið að versla á netinu en ég hafði mér til aðstoðar mjög vana menn." Það tók Hauk tvo mánuði að fá bíiinn til landsins eftir að gengið var frá greiðslum. Haukur segist hafa átt þó nokkuð marga bíla í gegnum tíðina, þó mismerkilega. „Must- anginn er án efa fallegasti bílinn sem ég hef eignast." Þar sem Hauk hefur dreymt um að eignast Mustang frá unga aldri hlýtur að vera skrítin tilfinning að horfa loks á bílinn inni í bílskúr. „Tilfinningin er alveg frábær," segir Haukur stoltur. „Bíllinn, sem er frá árinu 1967, er ein- staklega vel með farinn enda var hann gerður upp fyrir nokkrum árum." Þegar blaðamaður forvitnast um verð á svona grip segir Hauk- ur það vera nokkuð svipað og á nýjum Must- ang, meira gefur hann ekki upp. Mustang er nú ekki beint hentugur bfll fyrir íslenskar að- stæður og gerir Haukur sér fyllilega grein fyrir því. „Ég ætía að keyra hann þrjá sunnudaga á ári þegar sólin skín og klappa honum þess á milli," segir Haukur í gamansömum tón að Iokum um draumabfliim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.