Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 Btlar DV Líka flottur Mælaborðið er ansl smekklegt og mlnnir svolítið á Saab. Skoda Roomster kom fyrst fram sem hugmyndarbíll á bflasýningunni í Frankfurt árið 2003. Óhætt er að segja að bíllinn vekti þar athygli meðal bfla- blaðamanna enda bar hönnun hans merki hugmyndaauðgi og smekkvísi. Viðbrögðin hafa trúlega ýtt á eftir Tékk- um að gera bflinn að veruleika og árið 2006 var framleiðsluútgáfan svo ffurn- sýnd á Genfarbflasýningunni. Fram- leiðsluútgáfan var ekki alveg eins sér- stök og frumgerðin í Frankfurt var og rennihurðirnar við aftursætið voru horfnar og komnar hefðbundnar hurð- ir á hjörum í þeirra stað. En útlitið var enn að mestu hið sama, bæði djarft og sérstakt. Og nú er komin önnur kynslóð þessa fjölskylduvæna bfls og það er svo sannarlega enginn austantjaldsbragur á honum. Hús og flugvél Við reynsluókum Skoda Roomst- er seint á síðasta ári meðan enn var snjólaust og um svipað leyti vorum við að reynsluaka hinum nýja Skoda Fabia og hefur dómur okkar þegar birst hér í DV um hann. Skoda Fabia er talsvert breyttur frá fyrsm gerð og hvað innviði og tækni varðar er hann náskyldur Roomsternum. En þótt svo sé, er það nokkuð merkilegt að í akstri eru þeir einfaldlega ekki líkir. Skoda Roomster, sem er meiri fjölskyldubfll og fjölnotabfll en systurbfllinn Fabia, er ekki síðri akstursbíll en Fabían, og eiginlega skemmtilegri, svei mér þá. Kannski hefur það alltaf verið mein- ingin hjá þeim Skoda-mönnum. Alla- vega sagði tækniþróunarstjóri Skoda, dr. Harald Ludanek, á blaðamanna- fundi í Genf árið 2006 eithvað á þá leið að Skoda Roomster ætti hvað rýmið varðaði að gefa svipaða tilfinningu og af því að vera inni í rúmgóðu húsi en snerpa og aksturseiginleikar ættu að minna á góða flugvél. Þessi hughrif ættu einnig að sjást í útliti bflsins. Fjölskylduvænn Skoda Roomster er mjög rúmgóð- ur og praktískur fjölskyldubfll. Hent- ugri bfl fyrir til dæmisfjögurra til fimm manna barnafjölskyldu er vandfúnd- inn. Farangursrýmið er til dæmis það umfangsmikið og ekki síst djúpt að þar má auðveldlega stinga inn bama- vagni. Þá er auðvelt að festa barnastól eða -stóla í aftursætið, ekki síst fyrir það hve hátt er undir þak í aftursæt- inu og afturdymar opnast vel. Roomster er langur milli hjóla, nokkm lengri en Fabia og svipaður hinum stærri Octavia að því leyti. I aft- ursætinu er því ágætis rými og ágæt- lega fer um hávaxna og lappalanga sem sitja auk þess hærra en framsæt- isfólkið og hafa því ágætt útsýni út úr bflnum fram á við og til hliðanna. Reynsluakstursbfllinn var með 1,6 1 105 hestafla bensínvél og við hana var sex gíra DSG-gírkassinn sjálf- skipti. Með þessum vélbúnaði verður Roomster ekki afls vant og er prýði- lega snar í snúningum en þó hljóðlát- ur og sparneytinn. En þeir sem þurfa ekki á öllu þessu afli að halda hafa aðra valkosti í vélum og gírkössum. Af bensínvélum í boði em 1,2 lítra þriggja strokka 64 hestafla og síðan sú HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. 'úmsTunoRMúm Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Stefán Ásgrímsson prufukeyrði nýjan fjölskyldubíl, Skoda Roomster, í snjóleysi fyrir jól. Stefán gefur bílnum toppeinkunn. Sérstakt utlit Skoda Roomster er sérstæður í útliti og auðþekktur. n MR “ 530 Mðurstaða sem var í reynsluaksmrsbflnum. Loks er í boði 1,4 1 þriggja strokka 80 hest- afla dísilvél. Fimm gíra handskiptur gírkassi er staðalbúnaður en sex gíra DSG-gírkassinn fæst með 1,6 lítra bensínvélinni. Vönduð vinna Innréttingar em ansi smekkleg- ar og sætaáklæði virðast vönduð. I mælaborðinu er reyndar yfrið nóg af hörðu plasti en hönnunin á mæla- borðinu er þó smekkleg og minn- ir meira að segja svolítið á Saab - kannski þar sé flugvélatilfinningin lifandi komin. Hljómtækin em þau sömu og maður sér í Volkswagen-bíl- um og hljóðið í þeim er hreint og tært og öll stjóm á þeim er einföld. Tengi er fyrir MP3-spilara. Skoda Roomster er byggður í sömu verksmiðu og stóri lúxus-Skódinn, Skoda Superb. Hann er greinilega vel samanskrúfaður því að í akstri á mis- jöfnum vegum bar ekki á skrölti eða tísti í bflnum og þegar kíkt er eftir at- riðum eins og suðum, lökkun og frá- gangi á samskeytum er greinilegt að Tékkamir em ekki að kasta til hönd- um. Þetta er vel byggður bfll eins og Skodabflamir hafa almennt verið hin síðari ár og það hefur skilað sér í lágri bilanatíðni sem fer stöðugt lækkandi. Undirstýri Þótt Skoda Roomster sé skyldast- ur Fabia-smábflnum virkar hann alls + Gott rými, góðir aksturseiginleik- ar, mikið öryggi “ Engir sérstakir Helstu upplýsingar: ■ Skoda Roomster ■ Verð: 2.190 þúsund kr. (reynsluakst- ursbíll) ■ Lengd/breidd/hæð í cm: 420,5/168,4/160,7 ■ Þyngd tilbúinn til aksturs: 1175 kg. ■ Vél: bensínvél, 1598 rúmsm ■ Afl: 105 hö / 5600 sn. mín. ■ Vinnsla: 153 Nm /3800 sn. mín. ■ Gírkassi: 6 hraða DSG sjálfskipting ■ Viðbragð 0-100:10,9 sek. ■ Hámarkshraði: 184 km/klst. ■ Eldsneytiseyðsla: 7,01/100 km í blönduðum akstri. ■ C02 útblástur: 167 g / km ■ Hámarksþyngd tengivagns: 1000 kg ■ Helstu keppinautar: Renault Kangoo, Citroen Berlingo og fleiri Rúmgóður Gott rými er í aftursætinu, það er að segja í aðalsætunum. Sætið á millli er nokkurs konar aukasæti sem breyta má (borð. Fimm punkta öryggisbelti er þó við sætið. Mikið pláss Farangursrýmið er stórt og þarna má auðveldlega skjóta inn barnavagni. ekki lítill í akstri, heldur stór og rúm- góður með fi'nu útsýni. Hæðarstilling er á ökumannssætinu. Þau, lflct og önnur sæti í bflnum, eru fremur stinn en styðja vel við líkamann og þreyta lítið þótt lengi sé setið. Öll stjómtæki og takkar em sömu- leiðis lflc því sem þekkist í Volkswag- en. Allt virkar af nákvæmni eins og vera ber. Þótt bfllinn sé fremur há- byggður leggst hann lítið undan beygjum og er hæfilega yfirstýrður (slengir út afturendanum), nóg til að vera bæði skemmtilegur og viðráðan- legur í akstri. Stýrið er rafdrifið vökva- stýri. Það er hraðanæmt sem þýðir að það dregur úr aflátakinu með aukn- um hraða þegar þess gerist ekki leng- ur þörf. í akstri er bfllinn fremur lág- vær. Vegdynur er minni en ætla mætti og vindgnauð vart greinanlegt. öryggi Skoda Roomster er fimm stjömu bfll í árekstursprófi EuroNCAP. Hann hlaut fimm stjörnur af fimm fýrir vernd fullorðinna í bflnum. Það sem er ekld síður mikilvægt er að bfllinn hlaut hæstu einkunn fyrirvemd bama - fjórar stjörnur af fjómm. En fyrir þá sem verða fyrir bflnum er hann hins vegar ekki jafngóður því að fyrir vemd fótgangandi fékk hann einungis tvær stjörnur af fjórum. Loftpúðar em frammi í og til hlið- anna og loftgardínur em við ffarn- og aftursæti. Öll fimm öryggisbeltin em þriggja punkta og hnakkapúðar em sömuleiðis við hvert sæti. ABS-heml- ar og rafræn hemlaátaksjöfnun em staðalbúnaður og sama er að segja um ESC-stöðugleikabúnað og spól- vöm. Hvort tveggja er staðalbúnaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.