Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Síða 18
' 18 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008
Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
SÁ ELSTI92 ÁRA
Alls hafa 264 keppendur skráö slg til
leiks á Norðurlandameistaramót
öldunga sem fer fram f Laugardalshöll
um helgina.Á
öldungamótum er
keppt f öllum hefð-
bundnum
innanhúsgreinum
en einnig er keppt
f 3000m göngu og
lóökasti. Mótið fer
alfarið fram f
Laugardalshöll
nema lóðkastið
sem verður háð í reiðhöll hestamanna-
félagsins Gusts f Kópavogi. fslendingar
eiga flesta keppendur á mótinu eða 71
talsins. Finnareiga 69 keppndur,
Noregur 66, Svíþjóð 40 og 18 koma frá
Danmörku. Yngsti aldursflokkurinn sem
keppt er f er 35-39 ára en elsti flokkurinn
er karlar á aldrinum 90-94 ára. Elsti
keppandinn á mótinu er Islendingurinn
Haraldur Þórðarson en hann verður92
ára á þessu ári. Finnar eiga næstelsta
þátttakandann sem er nlræður.
MOLDE VILL HANNES
Norska knattspyrnufélagið Molde
staðfesti í gær áhuga sinn á íslenska
landsliðsmanninum Hannesi Þ.
Sigurðssyni sem leikur með Viking
Stavanger. Eftir að litháenski sóknar-
maðurinn Andrius Velicka var keyptur
frá Hearts í Skotlandi og markahæsti
maður Viking f fyrra, Peter Ljeh, hætti
, viðaðyfirgefafélagiðertaliðaðHannes
eigi eftir að verma tréverkið löngum
stundum.„f gegnum umboösmenn
höfum við fengið ábendingar um að
það komi til greina að hann fari til
Molde," sagði stjórnarmaðurViking f
gær.
LUKA HEIMSÆKIR VÖLSUNG
Luka Kostic, þjálfari yngri landsliða
fslands, mun í dag fara til Húsavlkur og
vera þjálfurum Völsungs innan handar
við æfingar. Á
föstudaginn
_ ferðast hann svo
»með þjálfurum
Völsungs f Lund og
á Raufarhöfn þar
sem hann hittir
krakka sem hafa
æft f vetur.„Það er
grfðarlegurfengur
að þvf að fá hann
hingað norðurog klárt að hann hefur
margt fram að færa," segir á heimasíðu
Völsungs um heimsóknina.
f DAG
15:40 BIRMINGHAM - ARSENAL
Útsending frá leik Birmingham og
Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildín
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar
leitaðar uppi og svipmyndir af æðinu
fyrir enska boltanum um heirn allan.
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
Útsending frá leik Birmingham og
Arsenal í ensku úrvalsdeildinni
Allar leiktíðir Úrvalsdeildarínnar gerðar
upp í hröðum og skemmtilegum þætti.
Þáttur sem er ekkert minna en bylting í
umfjöllun um enska boltann á fslandi.
Tvieykið, Heimir Karlsson og Guðni
Bergsson, stendur vaktina ásamt vel
völdum sparkspekingum, og saman
skoöa þeir allt sem tengist leikjum
dagsms a skemmtilegan og nakvæman
liátt. fslensk dagskrárgerð eins og hún
gerist best.
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin i
leikjum siðustu umferðar i Coca Cola
deildinni.
Bergur Ingi Pétursson er 22 ára sleggjukastari úr FH. Hann bætti eigið íslandsmet í
sleggjukasti á móti í Finnlandi um daginn um tuttugu og tvo sentímetra þegar hann
kastaði 70,52 metra. Bergur stefnir á Ólympíuleikana í Peking í sumar en til þess þarf
hann að kasta 74 metra fyrir lok júli.
„Það var náttúrulega vegna þess að
sjálfur Guðmundur Karlsson hand-
boltamaður æfði sleggjukast," sagði
Bergur Ingi Pétursson, Islandsmet-
hafi í sleggjukasti, kátur í bragði þeg-
ar DV spurði hann hvernig hann
endaði í sleggjukasti alinn upp í
þeim mikla boltagreinabæ Hafnar-
firði. „Ég byrjaði átta ára í frjálsum
íþróttum og æfði hástökk og grinda-
hlaup og þótti nokkuð efnilegur. Mér
fannst ég síðan ekki vera nægilega
stór í þær greinar og ákvað að fara í
sleggjuna," segir Bergur.
„Eg hef alveg rosalegan áhuga á
sleggjukasti. Sá sem er bestur í dag er
Úkraínumaður sem heitir Juri Sedik
og hann á 86,74 metra best. Hann
kastaði það þegar hann var þrjátíu og
eins þannig að ég á einhver ár inni,"
segir Bergur og hlær.
Hefði getað kastað lengra
Bergur bætti eigið íslandsmet á
móti í Finnlandi um síðastliðna helgi
við ansi slæmar aðstæður. „Það var
fjögurra gráðu frost og vindur þannig
það var alveg skítakuldi. Miðað við
það bjóst ég nú ekki við alveg svona
góðum árangri en ég ætlaði þó allt-
af að bæta mig frá síðasta móti þar
sem ég kastaði 68,72 metra. Hefðu
aðstæður verið betri hefði ég getað
kastað lengra. Ég hef keppt á þess-
um stað áður og líkar vel þannig það
hefði getað boðið upp á lengra kast."
Til að komast á ólympíuleikana
þarf Bergur að kasta 74 metra en
það þýðir að hann þarf að bæta sig
um tæplega þrjá og hálfan metra.
„Þrír og hálfur metri er svolítið löng
vegalengd í sleggjukasti það verður
að segjast. Þetta fer samt mikið eft-
ir hvernig formi maður er í á keppn-
isdegi. Ég gæti náð lágmarkinu á
næsta móti eða eftir þrjá mánuði. í
Split stefni ég ekki á neina sérstaka
vegalengd. Aðallega vil ég bæta mig
frá síðasta móti hvort sem það verð-
ur einn sentímetri eða einn metri.
Ólympíuleikarnir draumurinn
Bergur setur stefnuna á ólympíu-
leikana sem verða haldnir í Peking
í sumar. Hann setur stefnuna á að
bæta sig á næsta móti sem verður
í Split í Króatíu en býst ekki við að
ná lágmarkinu þar. Hann segir ekki
þjóna miklum tilgangi að reyna við
metið á hverju einasta móti sem
hann fer á.
„Það mjög raunhæft fyrir mig að
komast á ólympíuleikana en það
er draumurinn. Til þess þarf ég að
kasta meira og lyfta vel með því.
Undirbúningurinn í vetur var mjög
góður hjá mér. Ég lyfti mikið og
var virkilega vel undirbúinn þeg-
ar tímabilið hófst. Það sem ég þarf
Stór og stæðilegur
Berg munarekki um
að vippa upp 165
kílóum í bekkpressu.
að gera núna er að halda áfram að
lyftá vel og þá kemur þetta með tíð
og tíma.
Málið er að ég má ekki reyna við
lágmarkið á hverju móti því þá eru
miklu minni líkur á að ég nái því. Þá
reynir ég of mikið á mig og stífna upp.
Með þessa miklu þyngd er það mjög
erfitt og ég verð að ná mikilli slökun á
milli móta. Því verður maður að hitta
á þennan gullna meðalveg á hverju
móti en á mótinu í Split gerist þetta
bara ef það gerist. Ég horfi frekar til
lágmarksins í sumar.
Mótið í Split er mun stærra en
það sem ég var á síðast. Þarna verða
stærri nöfn og því fylgir meira stress
að keppa við alla þessa bestu kappa.
Þá er maður nú ekki með alltof mikl-
ar væntingar," sagði Bergur við DV að
lokum.
IR leikur til úrslita í Reykjavíkurmótinu í kvöld:
Spilar ekki um bikará hverjum degi
„Það er gaman fyrir okkur að
spila um Reykjavíkurmeistaratitil-
inn og ætli það hafi nokkurn tíma
gerst að lið úr annarri deild spilaði
um þennan titil?" sagði Guðlaug-
ur Baldursson, þjálfari ÍR, glaður í
bragði þegar DV talaði við hann í
gær. Lið hans, ÍR, sem leikur í ann-
arri deildinni mætir í kvöld Lands-
bankadeildarliði Fram í úrslitum
Reykjavíkurmótsins í Egilshöll.
„Við erum stoltir af að vera
komnir í úrslitaleikinn og ætlum
okkur að reyna að standa okkur
þar. Það hefur verið mikill upp-
gangur í starfi okkar þannig að við
ætlum að gera eins vel og við get-
um í kvöld. Það er ama hvaða lið
það er, það er ekkert verið að spila
um bikar á hverjum degi," segir
Guðlaugur en ÍR-ingar unnu góða
sigra á Leikni og Fjölni í sínum riðli
en bæði liðin leika deild og deild-
um ofar en ÍR.
„Við vorum mjög ánægðir með
spilamennskuna í riðlinum. Fyrstu
leikirnir voru erfiðir gegn Val og
KR en okkur fannst við standa
okkur ágætlega þó við höfum tap-
að þeim. Síðan unnum við næstu
tvo leiki þar sem við spiluðum
hreint ágætlega bæði gegn Leikni
sem leikur í 1. deild og svo Fjölni
sem leikur í Landsbankadeildinni.
Þetta eru allt lið sem eru í deild-
um fyrir ofan okkur og þó maður
geti ekki tekið alveg 100% mark á
Reykjavíkurmóti sýnir það að það
er allt mögulegt í þessu."
Guðlaugur þjálfaði lið IBV í
Landsbankdeildinni 2006 en hætti
þar og gegndi starfi yfirþjálfara hjá
FH á síðasta ári. Hann tók svo við
ÍR í haust. „Þessir fýrstu mánuð-
ir mínir hjá ÍR eru búnir að vera
mjög fínir. Það er mikið af ung-
um og hæfileikaríkum strákum í
hópnum svo við erum svona að-
eins að reyna að stilla hugarfarið
núna. Markmið okkar er eins og
við höfum alltaf sagt að fara upp úr
annarri deildinni og við erum ekk-
ert að leyna því neitt.
Hópurinn er stærri en ég hélt
þannig að við erum ekkert að leita
að leikmönnum nema þeir gætu
styrkt okkur verulega. Annars ætl-
um við að byggja ofan á það starf
sem hefur verið hér í gangi á síð-
ustu árum því það er greinilegt að
hjá ÍR hefur verið gott starf í gangi,"
segir Guðlaugur.
tomas@dv.is
\
GUÐLAUGUR BALDURSSON
Er ánægöur með uppganginn í
starfi (R.