Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Page 20
'20 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 Bílar DV Fyrrverandi yfirhönnuöur Volks- wagen stofnar eigin bílaverksmiöju. KiahömíðurkhEeÍmsfræ9ast' Murat Giinak heitir einn þekkt- asti bílahönnuður í Evrópu. Hann er sá sem hannaði Mercedes SLK- sportbílinn, Peugeot 207, VW EOS, VW Scirocco og nú síðast VW Tigu- an meðan hann enn var yfirhönn- uður Volkswagen. Murat Giinak er nú hættur hjá Volkswagen og orðinn sjálfstæður, hefur stofnað bílasmiðju í Luzern í Sviss og hannað frumgerð fjögurra manna rafbíls sem sýnd- ur verður á bílasýningunni í Genf í ' næsta mánuði. Framleiðsia hefst á næsta ári Murat Giinak hefur tekið hönd- um saman við svissneskan fjármála- jöfur, Lorenzo R. Schmid að nafni, sem fjárfest hefur 250 milljón evrur í lítilli bílaverksmiðju í Luzem í Sviss. Fyrirtækið heitir , bílaframleiðslan á að hefjast strax á næsta ári og áætluð ársframleiðsla er 10 þúsund bílar. Hefur enn ekki fengið nafn Nýi rafbíllinn verður með líþ- íum-jónarafhlöðum sem sjá rafmót- orunum sem knýja hann áfram fýr- ir straumi sem aðallega kemur frá venjulegum heimilistengli. En ef rafhlöðurnartæm- ast er í bílnum tveggja strokka 24 hestafla ljósamótor sem getur bjargað mál- unum. Bíllinn endurnýtir auk þess hemlaorkuna þannig að rafstraum- ur verður til þegar bremsað er, sem skilast til baka inn á geymana, svip- að og þekkt er hjá til dæmis hjá Toy- ota Prius. Sólarljósi breytt í rafstraum Bíllinn er fyrst og fremst hugsað- ur til daglegra nota í þéttbýli. Hann kemst rúmlega 100 kflómetra á raf- hleðslunni en ljósavélin fer þá í gang og framleiðir straum þannig að með því mótinu er vinnuhringur hans um 800 kílómetrar. Hann er léttbyggð- ur, burðarvirld hans er úr áli og ytri klæðning úr plasti þannig að þyngd hans tilbúins til aksturs er einungis um 800 klló. Á þaki hans eru auk þess fáanlegar sólarsellur sem breyta sólar- ljósi í rafstraum. Til að fá sem minnsta núningsmótstöðu frá hjólunum er bíllinn á mjög stórum, eða 22 tommu, felgum með mjóum dekkjum. Ekki er honum Óskírður Rafbíll Murats Giinak, sem enn hefurekki hlotið nafn, er með litla Ijósavél og sólfangara á toppnum. afls vant, því að uppgefið hámarks- viðbragð hans úr kyrrstöðu í hundr- aðið er einungis sjö sekúndur. Hinir frægu, ríku og fallegu Sá markhópur sem hönnuðurinn vill ná til er einkum „hinir frægu, ríku og fallegu" sem ekki eru feimnir við að sýna lífsstíl sinn. í þeim anda er bíllinn ekkert líkur algengustu borg- arbílum heldur algerlega sér á báti. Hann er ffernur lágbyggður og utan- áliggjandi afturhjólin eru með nokk- urs konar mótorhjólabrettum. í inn- réttingu bílsins ræður naumhyggjan ríkjum og framsætið er heill bekkur eins og tíðkaðist í amerísku köggun- um fram undir níunda áratuginn. Nýr Skoda Superb verður frumsýnd- ur á bílasýn- ingunni í ^enf: assv; ■■•ditmt&é, Skoda í Tékklandi er nú að leggja síðustu hönd á nýja kynslóð Skoda Superb. Nýi bíllinn verð- ur verulega breyttur og stærri en áður. Að stærð verður hann mitt í milli „systurbílanna" VW Passat og Audi A6; aðeins lengri en Passat- inn og örlítið styttri en Audi-inn. Auto Motor & Sport greinir frá því að bíllinn sé nánast tilbúinn til fjöldaframleiðslu og einmitt nú fari lokaprófanir fram á hon- 'umí hitasvækjunni í Dauðadaln- um í Bandaríkjunum. Því næst verði hann kuldaprófaður norð- ur í Lapplandi og þeir ágallar sem þessar prófanir leiða í ljós verði svo lagfærðir fyrir opnun Genfar- bílasýningarinnar í mars þar sem ætlunin sé að frumsýna nýja bíl- inn. Sala á síðan að hefjast með vorinu. Skoda í Tékklandi tilheyrir Volkswagen/Audi-samstæðunni en Tékkarnir hafa frjálsar hend- ur við hönnun bíla sinna. Þannig mun nýi Superb-bíllinn verða ólíkur Passat og A6 að því leyti að hann verður hlaðbakur, með stór- um afturfleka sem opnast á lömum uppi undir toppnum. Hann verður semsé ekki hefðbundinn stallbak- ur með skottloki eins og systurbíl- arnir og eins og fyrirrennarinn þó svo virðist við fyrstu sýn. Vélar og gírkassar í hinum nýja Superb verður hið sama og hjá VW og Audi. Grunnvélin er 1,4 1 TFSI bensínvél með bæði forþjöppu og túrbínu. Þá kemur 1,8 1 vél með sömu tækni og topp-bensínvélin verður sfðan 3,21, 255 ha. V6. Grunn-dísilvélin verður hin velþekkta en nú dálítið gamaldags Breyttur Skoda Superb Nýr Skoda Superb er verulega breyttur og stærri en áður. 1,9 1 vél með olíu- verki, en ekki sam- rásarinnsprautun, sem kemur nokkuð á óvart. Auk henn- ar verða í boði tvær útgáfur af nýjustu 2 lítra dísilvélinni, önnur er 140 hö en hin 180 hö. SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR Jeep DODGE BÍLJÖFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is NISSAN SKAPAR STÖRF Bílaframleiðslurisinn Niss- an gaf þá yfirlýsingu út fyrir skemmstu að fýrirtækið væri við það að fjölga störfum í verksmiðju sinni í Bretlandi um átta hundruð. Þessa miklu fjölgun starfa þakka menn Nissan Qashqai. Bílnum hef- ur verið lýst þannig að hann sé mitt á milli fjórhjóladrifins dreka og lítils fólksbíls og hef- ur hann sópað að sér fjórtán verðlaunum síðan hann kom á markað. Þegar er bíllinn fram- leiddur í tveimur verksmiðjum og nú er von á að sú þriðja bæt- ist við. Bíllinn er svo vinsæll að framleiðandinn hefur ekki undan og því þarf að auka framleiðsluna bílinn allveru- lega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.