Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Page 23
DV Umræða
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 23
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORN
■ Birkir Jón Jónsson alþing-
ismaður hefur svo sannar-
lega komið á dagskrá hvers
kyns spila-
mennsku
eftir að upp-
lýst var um
pókerspila-
mennsku
hans. Nú
hefur Sjálf-
stæðis-
flokkurinn
ákveðið að bregðast við og tolla
í tískunni með því að bjóða upp
á spil þar sem verðmæti eru í
húfi. Guðfinna Bjarnadóttir
alþingismaður verður heiðurs-
gestur á spilakvöldi í Valhöll
á sunnudagskvöldið þar sem
spilað verður upp á utanlands-
ferðir, bækur, matarkörfur og
fleira. Búast má við að Fram-
sókn bregðist við með spila-
kvöldi þar sem Birkir Jón verði
við stjórnina.
■ Sjálfstæðismenn eru óðum
að ná áttum eftir nýjustu vend-
ingar í máli Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar sem ákvað að sitja
áfram til að fýrirbyggja form-
legan klofning. Athygli vakti að
alþingismennirnir Bjarni Bene-
diktsson og Ulugi Gunnars-
son hafa snúið saman bökum
í baráttunni og skrifuðu því til
staðfesting-
ar grein þar
sem forysta
ríkisstjórn-
arinnar
er áminnt
um það
rækilega
að bregð-
ast við áður
en bankarnir lenda í slæmri
kreppu. Báðir eru þingmenn-
irnir að margra mati formanns-
efni í flokknum og víst er að
Bjarni muni innan tíðar sækja
að Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur varaformanni á leið
sinni tíl æðsm metorða.
■ Það eru fleiri sem eiga sér
þann draum að komast í æðsm
forysm Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Þór Júlíusson alþingis-
maður hefur enn áhuga á vara-
formannsstóli Þorgerðar eftir
að hafa tapað fyrir henni með
tíltölulega litlum mun á sein-
asta landsfundi. Sömuleiðis er
hermt að Guðlaugur Þór Þórð-
arsson heilbrigðisráðherra telji
sig ágætíega
til þess fall-
inn að leiða
flokkinn.
Vandinn
kann hins
vegar að
vera sá að
innan flokks
hefurhann
marga á móti sér eftir atgang-
inn í kringum REI.
■ Þaðermisjafnthvernigfjöl-
miðlar fjalla um fólk í frétt-
um. 24 stundir fjölluðu eins
og flestir um þvagleggsmálið
sem upp kom í umdæmi Ólafs
Helga Kjartanssonar þar sem
kona var nauðug svipt þvagi
sínu. Málið fór í dóm þar sem
konan tapaði. Ólafur Stephen-
sen ritstjóri er ábyrgur fýrir því
að í fríblaði hans er hún upp-
nefnd „þvagleggskonan" sem
var sama uppnefni og visir.is
gafhenni.
Að flýj a ísland
LEIÐARI
J0N TRAUSTIREYNISSON RITSTJORISKRIFAR.
Danske bank og Nordea í Danmörku
ráðleggja fólki að selja eigur sínar á
íslandi. Þetta eru ráðleggingar, sem
allt eins gæti verið beint til íslend-
inga, því sá sem á 20 miiljóna króna íbúð og
skuldar 15 milljónir í henni tapar samkvæmt
spám tveimur milljónum króna í ár, ef íbúða-
verð stendur í stað. En það gæti líka lækkað.
Þetta þýðir tæplega 170 þúsund króna tap á
mánuði fyrir þann einstakling. í þessu sam-
hengi er það því rétt hjá Dönunum, að skyn-
samlegt sé að flýja landið.
Fimmtán milljóna króna húsnæðislán hækk-
uðu um 225 þúsund krónur í febrúar vegna
verðbólgu. Það nálgast að á einum mánuði
hafi húsnæðislán manns sem er með 400 þús-
und krónur í laun hækkað um j afnmikið og út-
borguð laun hans. Verðbólgan er nú 6,8% á 12
mánaða tímabili og hefúr líklega ekki náð hæstu hæðum. Vext-
ir á húsnæðislánum eru 6,35% á ári þannig að gera má ráð fyrir
að verðtryggð húsnæðislán fólks hækki um 13,15% á þessu ári.
Þannig hækkar 15 milljóna króna húsnæðislán um tvær millj-
ónir króna á þessu ári. Þetta væri þolanlegt, ef íbúðaverð héldi
Þcttu þýdir tœplega 170 þiísuiul króna tap á ntánuái.
áfram að hækka líkt og það hefúr gert undan-
farin ár. En nú hefúr það staðið í stað frá því í |
október og því er spáð að það lækki.
Lausafjárkreppan í Bandaríkjunum á rót í því
að fátækustu lántakendurnir gátu ekki borg-
að af lánum sínum. Á sama tíma lækkaði hús-
næðisverð. Hér á íslandi er staða þeirra tekju-
lægstu ekki vænleg í dag og þeir gætu lent í
því að skulda meira í íbúð sinni en þeir eiga.
Verðbólgan hækkar húsnæðislánin sjálfkrafa,
vextir eru himinháir og stöðnun orðin á fast-
eignamarkaði. Til að bæta gráu ofan á svart
eru hendur Seðlabankans bundnar. Ef hann
lækkar vexti mun krónan hríðfalla, verð-
bólga hækka og þar með lánin hækka. Ef hann
lækkar ekki vexti heldur kólnunin á fasteigna-
markaði áfram með áhrifum til lækkunar á
húsnæðisverði.
Það lilýtur að vera forgangsmál hjá yfirvöldmn að koma í veg
fyrir að undirstaða íslenska hagkerfisins, almenningur, fari for-
görðum. Lykilatriði í því er að koma í veg fyrir sjálfkrafa hækkun
lána með verðbólgunni og leysa þar með þjóðina undan áþján
verðtryggingar.
0FAN í SKURÐI
í eina tíð var kaup almennings
ævinlega lækkað með einni stjórn-
valdsákvörðun í miðstýrðu forsjár-
kerfi íslenskra stjórnmála. Gengi
krónunnar var lækkað með einu
pennastriki, yfirleitt í þágu sjávarút-
vegsins. Þar með gátu útvegsmenn
og fiskverkendur keypt fleiri krónur
fyrir tekjur sínar í dollurum og pund-
um til að borga innlendan kostnað.
Eftir gengisfellingu þurfti almenn-
ingur að sama skapi að borga fleiri
krónur fýrir innfluttan varning og
þjónustu. Launin höfðu rýrnað.
Árið 2008 er kerfið ögn flóknara
einkum vegna þess að Seðlabank-
inn var fyrir sjö árum skyldaður til að
miða gjörðir sínar við að halda verð-
bólgu innan 2,5 prósenta marka.
Tvær áttir ofan í skurði
f vikunni komu tveir ungir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins fram á rit-
völlinn í langri vöm fyrir fjármála-
fyrirtækin og skrifa þungan hlemm
í miðopnu Morgunblaðsins. Illugi
Gunnarsson og Bjami Benedikts-
son skynja að hér er hætta á ferðum.
Og hvað gera þeir? Þeir viðukenna
að peningamálastefria Davíðs Odds-
sonar seðlabankastjóra sé komin út
í skurð (verðbólgumarkmið Seðla-
bankans vom samþykkt í forsætis-
ráðherratíð Davíðs árið 2001 þegar
Illugi var pólitískur aðstoðarmaður
hans). Seðlabankinn verði að víka frá
verðbólgumarkmiðum sínum í þágu
einkavæddra bankanna sem hafa far-
ið með himinskautum á undanföm-
um árum í umsvifum sínum. Gengis-
fall krónunnar og verðbólga sé illskárri
kostur í lánsfjárkreppu en kyrkingaról
ofurhárra stýrivaxta Seðlabankans.
„Evrópusinnar horfa glott-
andi en þó ögn áhyggju-
fullir á menn eins og llluga
engjast undan vaxandi Evr-
ópuþrýstingi þeirra afla sem
hann tók þátt í að sleppa
lausum I hagkerfinu.“
JÓHANN
HAUKSSON
utvarpsmcidur skrifar
Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur orðar þetta eins pent og hann
getur. Illugi og Bjarni leggi til að best
sé að halda ofan eftir skurðinum.
Guðmundur hlýðir svo forviða á við-
brögð Seðlabankans og dregur þá
ályktun að gagnstætt Illuga og Bjarna
vilji fr æðimenn bankans frekar halda
upp eftir skurðinum, móti straumn-
um. Ofurvextina áfram um eilífð.
Hvorki þeim né Illuga og Bjarna hug-
kvæmist að best sé að koma sér upp
úr skurðinum.
Þá klofnar flokkurinn
Á viðskiptaþingi nýverið virtíst
sú skoðun vera orðin útbreidd að
íslendingum væri hollast að kasta
krónunni og taka upp evm. Tekin
voru af öll tvímæli um að slíkt væri
ekki hægt án aðildar að Evrópusam-
bandinu. Undir þetta tók Barroso,
forseti framkvæmdastjórnar ESB, í
gær.
Ekki þarf að koma á óvart að 111-
ugi og Bjarni telji augljóst að inn-
ganga í ESB geti ekki leyst að-
steðjandi vanda fjármálakerfisins.
Innganga í Evrópusambandið taki
nokkur ár, óvíst sé hvernig þjóðar-
atkvæðagreiðsla fari um aðild og
nokkur ár taki að komast inn í mynt-
samstarfið eftirinngöngu. „Umræða
um ESB og evru er því einungis flóttí
frá því verkefni sem við stöndum nú
frammi fyrir," segir í grein þeirra.
Ef Illugi og Bjarni, Davíð og hans
menn í Seðlabankanum eru þeirrar
skoðunar að best sé að vera áfram
ofan í skurðinum og ráfa ýmist niður
eftir honum eða upp eftír er víst að
eitt gerist: Förin eftir þá dýpka þar
til þeir komast ekki upp úr af eigin
rammleik. Þá er eins víst að Evrópu-
sambandið af sinni alkunnu gæsku
komi með sinn breiða faðm og kippi
þeim upp úr skurðinum jafnvel
löngu áður en þeir verða mjög slæpt-
ir og kalt á fótunum.
Mestu átökin um ESB-aðild ís-
lands eru innan Sjálfstæðisflokks-
ins og milli flokksins og helstu fyrir-
tækja landsins. Evrópusinnar horfa
glottandi en þó ögn áhyggjufullir á
menn eins og Illuga engjast undan
vaxandi Evrópuþrýstingi þeirra afla
sem hann tókþátt í að sleppa lausum
í hagkerfinu. Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra, vinur Illuga og frændi
Bjarna Benediktssonar hins unga,
hefur sagt að Sjálfstæðisflokkurinn
klofni þann dag sem íslendingar óski
eftir inngöngu í ESB.
Enn um hríð verður þjóðin í gísl-
ingu átakanna innan Sjálfstæðis-
flokksins.
DOMSTOLL GÖTUIVIVAR
HEFUR IHJ ÁHYGGJURAF IA í AD ÍSLEXSKU BAXKARMR STEFXI í GJALDÞROT?
„Ég hef miklar áhyggjur af þvi að
bankarnir verði gjaldþrota því þá tapa
ég fullt af peningum."
Alex Ross Aðalsteinsson,
18 ára sölumaður
„Já, pínu. Ég hef bara áhyggjur af
þessari verðbólgu."
Ingibjörg Steinarsdóttir,
22 ára afgreiðsludama
„Ég kýs að hafa engar áhyggjur af
þessu."
Agúst Ágústsson,
26 ára markaðsstjóri
„Auðvitað hef ég áhyggjur en ekki svo
miklar."
María Una Guðbjartsdóttir,
21 árs afgreiðslukona