Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008
Fókus DV
HVERT ER LAGIÐ?
„Taktu þessi sokknu
augu og lærðu að sjá.“
THEREWILL BE BLOOD
BIODOMUR
Stórgóð kvikmynd að mati
Erps Eyvlndarsonar.
OLÍA ER SKÍTUG
Sálgreinir í
sófaspjalli
Sálgreinir og guðfræðingur eru
gestir sýningarstjóra og listamanna,
sem standa að sýningunni Þögn, í
sófaspjalli á Löngum fimmtudegi í
Haftiarhúsinu í kvöld.
I tilefni af lengdum sýningartíma
Listasafns Reykjavíkur á fimmtu-
dögum verður reglulega efnt til
svokallaðs sófaspjalls þar sem
sýnendur, sýningarstjórar og aðrir
sem tengjast sýningum safnsins
koma saman og ræða viðfangsefn-
ið í fremur óhefðbundnu spjalli. Að
þessu sinni eru gestir sófaspjalls-
ins dr. Haukur Ingi Jónasson, lektor,
g sálgreinir og ráðgjafi, og dr. Pétur
Pétursson, prófessor í kennimann-
legri guðfræði og almennum trúar-
bragðafræðum við Háskóla íslands.
Spallið hefst klukkan 20.
Spilar verk
píanóvirtúós
Pólski píanóleikarinn Ewa Kupi-
ec leikur einleik með Sinfón-
íuhljómsveitinni í Háskólabíói
klukkan 19.30 í kvöld. Um er að
ræða hinn magnaða píanókons-
ert nr. 2 eftir Franz Liszt, en Liszt
var einhver mesti píanóvirtúós
sögunnar. Bera tónsmíðar hans
þess merki og gera gríðarlegar
kröfur til einleikaranna. Kupiec
þykir einn fremsti píanóleikari
Póllands þó ung sé að árum. Um
túlkun hennar á verkinu sagði
gagnrýnandi í St. Louis í Banda-
ríkjunum nýlega að hún hefði
allt til brunns að bera fyrir tónlist
Liszts: Aukkonsertsins er á efnis-
skránni annað stórvirki rómant-
íska tímans, hin mikilfenglega
^þriðja sinfónía Bruckners.
Plainview verður olíumaður fýrir
tilviljun þar sem hann grefur eftir
silfri. Ættleiddi munaðarleysinginn
hans, H.W., kemur að góðum not-
um þar sem hann tryggir sér rétt
til að bora eftir olíu í krafti ímynd-
ar sem ábyrgur fjölskyldumaður.
Skyndilega fær hann upp í hend-
urnar aðgang að olíuríku en ódýru
svæði. Þar sem hann sölsar undir
sig svæðið á hann í pirrandi við-
skiptum við predikarann Eli. Plain-
view og Eli eru mjög trúaðir báðir
tveir, Eli lítur til himins en Plainvi-
ew sér himnaríki sitt í iðrum jarð-
ar. En í enda dags eru þeir ekkert
svo ólíkir nema annar hefur meiri
metnað sem getur hæglega kaffært
það sem lífið sjálft snýst um. Týp-
urnar eru góðar í öllu sínu ógeði.
Predikarinn Eli er alveg stórskrýt-
inn og erfitt að átta sig á honum.
Hann er prýðilega leikinn þótt erf-
itt sé að toppa mótleikarann Dani-
el Day Lewis. Plainview er verulega
vel leikin og vel sköpuð týpa. Hann
er langrækinn, slyngur með haturs-
fullan metnað og fljótur að átta sig
þegar menn reyna að snúa á hann.
Daniel Day Lewis leikur skugga-
lega vel, litli strákurinn hans einn-
ig og sambandi feðganna eru gerð
góð skil. Hvernig hann fýlgir allt-
af pabba sínum, lærir og er kennt
hvernig á að véia sig áfram í olíu-
geiranum. Hápunktssenur í mótun
stráksins eru næmar og raunveru-
legar þótt sú síðasta sé ekki nógu
kraftmikil miðað við hvað fer fram.
þá senu harðar. Myndin er mjög
heildstæð og hangir svo vel sam-
an fyrir tilverkun tónlistarinnar
sem ólíkt mörgum myndum leið-
ir myndina áfram laglega. Tónlist-
in eltir ekki myndefnið heldur öf-
ugt sem er allt of sjaldgæft og er til
fyrirmyndar hér. Mjög athyglisverð
tónlist er notuð á sérstakan hátt á
sérstæðum stöðum. Ósköp venju-
leg sena um hábjartan dag er gerð
kaotísk og óhugguleg með tónlist-
inni. Þetta heitir að nota miðilinn
til hins ýtrasta og tónlistin ásamt
stórleik Daniels Day Lewis er að-
all þessarar myndar. Maður fylgir
drifkrafti olíumannsins frá iðrum
jarðar hátt upp í loft en svarta gull-
ið fellur alltaf aftur til jarðar. Það er
eldfimt, skítugt og ef menn verða
af aurum apar er ekki ólíklegt að
margir verði af olíu úrhrök.
Erpur Eyvindarson
Þetta er ef til vill ekki sanngjarnt
að segja, en miðað við hvað allt
er vel gert er freistandi að dæma
THEREWILLBE BLOOD
★★★★
LEIKSTJÓRN: PaulThomas Anderson
AÐALHLUTVERK: Daniel Day-Lewis, Paul
Dano, Ciaran Hinds, Kevin J. O'Connor.
til hinsýtrasta og
tónlistin ásamt stórleik
Daniels Day Lewis er aðall
þessarar myndar.
Algjör draumur
á Akranesi
Nemendafélag Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Aiáanesi frumsýnir
verkið Algjör draumur eftir Gunn-
ar Sturlu Hervarsson annað kvöld.
Verkið fjallar um unga, saklausa
• stelpu í smábæ sem þráir þáð eitt
að öðlast frægð og frama. Hún flytur
til stórborgarinnar þar sem hún fær
inngöngu í virtan dans- og listahá-
1 skóla. Hugmyndin með Algjörum
draumi er að sameina helstu söng-
og dansmyndir sem gerðar hafa ver-
ið í tímans rás. Höfundurinn, Gunn-
ar Sturla, leikstýrir, tónlistarstjóri er
Flosi Einarsson og danshöfundur er
Þórdís Schram.
Tilnefningar til Menningarverðlauna DV
2007 voru kynntar í blaðinu í gær. Lesend-
um gefst nú kostur á að velja einn listamann
eða verk úr öllum tilnefningunum í net-
kosningu á dv.is. Sá listamaður eða það verk
sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni
fær sérstaka viðurkenningu sem listamað-
ur eða verk ársins 2007 að mati almennings.
Verðlaunaafhendingin fer ffarn á Hótel Borg
næstkomandi miðvikudag, 5. mars.
Verðlaun eru veitt í sjö flokkum - bók-
menntum, byggingarlist, hönnun, kvik-
myndalist, leiklist, myndlist og tónlist - fýrir
framúrskarandi árangur á listasviðinu á síð-
asta ári. Tilnefningarnar í ár eru þrjátíu og
fjórar talsins, fimm í öllum flokkum nema
byggingarlist þar sem þær eru einungis þrjár,
en fordæmi eru fýrir því að tilnefna færri en
svigrúm er fýrir í þeim flokki. í bókmennta-
r.m MaNNIÍF Unfcjuleui uutnn \Vtti.If m=anou uía rn*j!5Bl
■ókmtnntlr
■ygglngaliat
0*>|Wa*l WMWbli
OtWWkNMMailM
Hönnun
Netkosning Sá eða sú sem hlýtur flest atkvæði I
netkosningunni fær afhent sérstök verðlaun við
verðlaunaafhendinguna á Hótel Borg næsta miðvikudag.
flokknum var svo gefið svigrúm til að bæta
einni tilneftiingu við eftir að dómnefnd ósk-
aði náðarsamlegast eftír slíkri undanþágu.
Helgast það meðal annars af því að ekki eru
veitt verðlaun í fræðaflokknum, sem setmr
var á laggirnar síðast þegar verðlaunin voru
veitt fýrir tveimur árum, og má segja að sá
flokkur sé að nokkru leyti innviklaður í bók-
menntaflokkinn.
Heiðursverðlaun Menningarverðlauna
DV verða auk þess afhent í sjötta sinn á mið-
vikudaginn en ekki er tilnefnt í þeim flokki.
Eins og greint var frá í sfðasta helgarblaði
DV verður nýr verðlaunagripur nú afhentur
í fýrsta sinn, hannaður af Hraftthildi Arnar-
dóttur. Viðtal við listakonuna verður í blað-
inu eftir helgi.
Slóðin á netkosninguna er dv.is/menn-
ing.