Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Síða 32
Baðferðin varð
að brunaútkalli
Honum brá heldur betur í brún
manninum sem ætlaði að fara í bað
á Egilsstöðum í síðustu viku. Hann
hafði ákveðið að fara í rjúkandi
heitt bað og skildi gluggann eftir
opinn vegna gufunnar sem mynd-
aðist.
Vegfarandi sem átti leið hjá hafði
áhyggjur af gufunni sem streymdi
út um gluggann og kaus að hringja
á slökkviliðið þar sem hann taldi
að kviknað væri í húsinu. Slökkvi-
liðið brást skjótt við og var komið
á örskotsstundu heim til manns-
ins sem vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið þegar slökkviliðsmenn í full-
um skrúða bönkuðu upp á.
Tólf þingmenn
% fjarverandi
Alls voru tólf þingmenn skráðir í
fjarvistarleyfi á Alþingi í gær, þetta er
næstum því fimmti hver þingmaður.
Þann milda fjölda má að miklu leyti
skýra með kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna sem nú fer fram í New
York í Bandaríkjunum. Helgi Bern-
ódusson, skrifstofustjóri Alþingis,
segir að alls hafi fimm þingmenn
lagt leið sína á ráðstefnuna. Þá nefn-
ir hann að Geir Haarde forsætisráð-
herra sé nú í opinberri heimsókn
erlendis. Alls voru sjö af tólf ráðherr-
um á fjarvistaskrá í gær.
Kjóstu á dv.is
Almenningur velur lista-
verk eða listamann ársins 2007
í Menning-
arverðlaun-
um DV. Hægt
er að kjósa
á milli allra
34 tilnefn-
inga einstakra
dómnefnda í
netkosningu á
dv.is. Hver og
einn netverji
getur valið einn listamann,
verk eða viðburð úr hverjum
flokki tilnefninganna. Það verk,
listamaður eða viðburður sem
verður fyrir valinu fær sérstaka
viðurkenningu við verðlauna-
afhendinguna þar sem Menn-
ingarverðlaun DV 2007 verða
afhent.
Þrjátíu ár eru síðan Menn-
ingarverðlaunum DV var kom-
ið á fót. Þann 5. mars verða þau
afhent í 29. sinn en afhending
þeirra féll niður á síðasta ári
í kjölfar eigendaskipta á DV
skömmu fyrir þarsíðustu ára-
mót.
Sveitarstjóri hættir
Einar Örn Thorlacius, sveitar-
stjóri í Hvalfjarðarsveit, hefur ákveð-
ið að segja starfi sínu lausu. Þá
hefur Rannveig Þórisdóttir, aðal-
bókari hreppsins, einnig skilað inn
uppsagnarbréfi, en hún mun hætta
næsta sumar. Hallfreður Vilhjálms-
son, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir
Einar hafa hætt af persónulegum
ástæðum en vill ekki tilgreina frekar
hverjar þær eru. Þá hyggst Rannveig
skipta um svarfsvettvang. Hallfreð-
ur býst við því að starf sveitarstjóra
verði auglýst til umsóknar á næst-
unm.
4
4
4
4
4
4
Sjö hafa kært
„Við óskuðum eftir því að hann
væri hnepptur í gæsluvarðhald
en það fékkst ekki," segir Eyjólfur
Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjór-
ans á Suðurnesjum, um mál manns
sem grunaður er um að hafa áreitt
ellefu og tólf ára stúlkur kynferðis-
lega í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar.
'** Maðurinn hefur verið úrskurðaður í
farbann og hafa foreldrar sjö stúlkna
kært hann.
Maðurinn, sem er á fimmtugs-
aldri, var handtekinn síðdegis í gær
þegar hann ætlaði að flýja land en
árvökulir lögreglumenn komu í veg
fyrir að hann kæmist af landi brott.
Slökktu þeiríbaðinu?
Japönsk ekkja Bobbys Fischer stendur föst á sínu:
Fischer átti ekki dóttur
„Ég er ákaflega hissa á því að
haldbær gögn hafi ekki enn verið
lögð fram því til stuðnings að þetta sé
dóttir hans. Okkar afstaða er ósköp
skýr, við teljum stúlkuna ekki vera
erfingja þar sem hún sé ekki dóttir
Fischers," segir Árni Vilhjálmsson,
lögmaður Miyoko Watai, japanskrar
ekkju skákmeistarans Bobbys Fis-
cher heitins.
Árni hefur sótt um svokölluð
einkaskipti dánarbús Fischers sem
þýðir að hann fær búið afhent til sín
og þannig verður búinu ráðstafað
til Miyoko í kjölfarið. Umsóknin var
lögð fram skömmu eftir að japanska
ekkjan fékk að lokum staðfestingu á
hjúskap þeirra Fischers og hefur hún
í höndum hjúskaparvottorð útgefið
af japanska sendiráðinu hér á landi.
Árni bíður ennþá eftir samþykki um
einkaskiptin frá sýslumanni.
Filippseyskur lögfræðingur,
Samuel Estimo, vinnur að því að fá
viðurkennt faðerni 7 ára þarlendr-
ar stúlku, Jinky Young, sem fullyrt
er að sé dóttir Fischers. Aðspurður
segist Árni hafa tilfinningu fýrir þvi
að filippseyskur starfsbróðir hans
hafi fátt bitastætt í höndunum. „Ef
lögfræðingurinn getur sýnt fram á
faðernið virðum við það auðvitað
en hann verður að fara að tala með
óyggjandi gögnum. Ef hægt verður
að sýna fram á þetta verður minn
umbjóðandi fýrstur til að viður-
kenna það. Það er ekkert leynd-
armál að Fischer þekkti þetta fólk
og það var vinir hans. Hann hef-
ur hjálpað þeim í gegnum tíðina
en stúlkan
er ekki dótt-
ir hans," segir
Árni.
-*r> m-K
Straumsvíkingar í Gróttu Þessir fyrrverandi starfsmenn álversins (Straumsvík halda hópinn þrátt fyrir starfslokin. Félagsskap-
inn kalla þeir Straumsvíkingana og fara reglulega í gönguferðir. I gær gengu þeir út í Gróttu. DV-myndSigurður
Litlur samlokur 399 kr.
+ lítið gosglas 100 kr.
= 499 kr.
FRÉTTASKOT
51 2 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910
Karlmaður á fertugsaldri dæmdur fyrir að brjóta gegn fjórtán ára stúlku:
FULLUR HELGARPABBI
NAUÐGAÐIBARNAPÍU
BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON
fréttastjóri skrifar: brynjolfunu'dv.is
Langri nótt við barnapössun lauk
með því að 36 ára karlmaður beitti
fjórtán ára barnapíu sona sinna
grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann
þreif hana úr fötunum og sleikti
brjóst hennar og kynfæri þar sem
hún sat stjörf af ótta auk þess sem
hann stakk fingri sínum í leggöng
hennar og endaþarm. Það var ekki
fýrr en maðurinn klæddi sig úr
buxunum sem stúlkan losnaði úr
stjarfanum og gat forðað sér.
Maðurinn var í gær dæmdur í
tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun og
til að greiða stúlkunni 750 þúsund
krónur í bætur. Hann neitaði sök en
framburður stúlkunnar þótti áreið-
anlegri en hans. Auk þess stönguð-
ust lífsýni af brjóstum stúlkunnar á
við framburð mannsins sem sagðist
ekkert hafa gert stúlkunni annað en
að halda utan um hana eftir að hún
hafði brostið í grát.
Barnapía á pabbahelgum
Stúlkan hafði nokkrum sinnum
passað syni mannsins, þriggja og
ellefu ára, þegar hann hafði þá hjá
sér á pabbahelgum.
Stúlkan kom ásamt vinkonu
sinni í íbúðina í fj ölbýlishúsi í Breið-
holti til að passa drengina þegar
maðurinn fór út að skemmta sér.
Seinna bættust vinir stúlknanna
við og höfðu sumir áfengi um hönd.
Allir voru þó á bak og burt þegar
maðurinn kom heim klukkan sex
að morgni. Þá var hann mjög ölv-
aður. Stúlkan sagði svo frá að þegar
maðurinn kom inn hefði hún beð-
ið um greiðslu fyrir pössunina en
hann sagt henni að setjast í sófann
og boðið áfengi. Því næst hafi hann
byrjað að ldæða hana úr fötunum.
Við það segist stúlkan hafa frosið.
Maðurinn hafi sleikt brjóst henn-
ar og kynfæri og rekið fingur inn í
leggöng hennar og endaþarm. Haf-
andi gert það tók hann út getnað-
arliminn og gerði sig líklegan til að
nauðga stúlkunni. Það var þá sem
stúlkan losnaði úr stjarfanum og
öðlaðist kraft til að ýta manninum
í burtu.
Fagna sakfellingu
Auður Björg Jónsdóttir, réttar-
gæslukona stúlkunnar, segist ánægð
með að maðurinn hafi verið sak-
felldur, en hún hafi þrátt fyrir það
viljað að refsiramminn í þessum
málaflokki væri nýttur frekar. Lögum
samkvæmt er hægt að dæma menn
til allt að sextán ára fangelsisvistar
fyrir nauðgun.
Auður segir að niðurstaðan hafi
jafnframt verið mikið gleðiefni fýr-
ir stúlkuna. Hún segir að málið hafi
skiljanlega tekið á unga stúlku og að
stelpunni hafi á tímabili liðið mjög
illa vegna atviksins.
Atli Gíslason, þingmaður vinstri-
grænna, segir ljóst að enn sé stór
gjá á milli kynferðisbrota og fíkni-
efnamála. Þrátt fyrir það segir Adi
áberandi stefnubreytingu hafa orð-
ið í málaflokknum og að réttarkerf-
ið virðist vera að opna augun fýrir al-
varleika þessara brota.