Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 Sport DV Derby hélt hreinu í fyrsta sinn síðan í október gegn Sunderland. KEANE BRJÁLAÐUR Alveg brjálaður Roy Keane var ekki sáttur við að mark Michaels Chopra var dæmt af. Fyrirsögnin hljómar eins og brot úr grein þegar Keane var enn góður leikmaður. Hann var harð- ur í horn að taka sem leikmaður og dómarar voru alls ekki á jóla- kortalistanum hans. Á laugardag gerði lið hans Sunderland marka- laust jafntefli við Derby þrátt fyrir að skora löglegt mark. Keane var brjálaður. Mike Riley dómari dæmdi löglegt mark Michaels Chopra af vegna rangstöðu en í sjónvarpi sást greinilega að Chopra var rétt- stæður þegar hann fékk sendingu Andys Reid. Þrátt fyrir að hafa náð í stig hefur Derby ekki unnið í síð- ustu 22 leikjum. „Við skorum lög- legt mark en það var ekki dæmt gott og gilt. Chopra var langt frá því að vera rangstæður. Maður sá það á viðbrögðum leikmanna en þetta var tekið úr okkar hönd- um af dómurum leiksins," sagði Keane. Paul Jewell sagði að þeir sem hafa gaman af því að horfa á máln- ingu þorna ættu að hafa skemmt sér konunglega á leiknum á laug- ardag. Samræmið við getu manna á leikvellinum og bílanna sem þeir aka um á var lítið sem ekkert. Robbie Savage sem eyddi rúm- um 19 milljónum í nýjan Benz ekki alis fyrir löngu kom ekki einu sinni inn á. Þegar lokaflautið gall geta þeir leikmenn sem aka um á rándýrum lúxuskerrum varla kall- að sig skemmtikraft. „Þetta snýst bara ekkert um hvort menn eiga risahús eða einhverja glæsibíla. Ég skildi Savage eftir vegna þess að hann hefur spilað illa," sagði Jewell, stjóri Derby. „Þetta eru tvö stig í súginn hjá okkur og við getum ekki kennt neinum um nema okkur sjálfum. Við fengum tækifæri til að vinna þennan leik en vorum klaufar uppi við mark Derby. Þetta ræðst væntanlega ekki fyrr en undir lok- in og við þurfum að beijast fyr- ir okkar lífi í hverjum leiíc Mað- ur vonar og maður biður um að maðurinn þarna uppi gefi okkur eitthvað, eina eða tvær ákvarðan- ir sem snúa gengi okkur því dóm- ararnir gera það svo sannarlega ekld," sagði Keane. Forssell 7, Larsson 55, Forssdl 59,81. 4:1 Jenas90. 59% MEÐ BOLTANN 41% BIRMINGHAM 19 SKOTAÐMARKI 7 SKOTÁMARK 5 RANGSTÖOUR 12 HORNSPYRNUR g MaikTaylor, Kelly, Jaidi, Ridgewell, Murphy, Larsson, 4 Johnson, Muamba, Móheffrey 3 (Pamaby70),McFadden(Zarate 84), Forssell (Jerome 84). 11 AUKASPYRNUR 14 TOTTENHAM 2 GULSPJÖLD 3 0 RAUÐSPJÖLD 1 ÁHORFENDUR: 26,046 Robinson, Hutton, Zokora (Gunter 73),Kaboul,Chimbonda, Malbranque (Keane 46), CyHara, Tainio (Jenas 46), Huddlestone, Berbatov, BenL MAOUR LEIKSINS Mikael Forssell, Birmingham Kvittuðu fyrir síðustu helgi Leikmenn Chelsea léku á als oddi á laugardag. Mikið var rætt og ritað um framtíð Avrams Grant eftir tap fyrir Tottenham í deildarbikarnum um síðustu helgi. Liðsmenn LChelsea tóku sig saman í andlitinu og pökkuöu West Ham saman 4-0. BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON bladamadur skrifar: benniímdv.is % \ Avram Grant er ekki við það að henda inn hvíta handklæðinu alveg strax. Ekki allavega fyrir framan almenn- ing. Chelsea-liðið hans svaraði kalli stjórans um að sýna góða frammi- stöðu gegn West Ham og gerði það svo um munaði. Þeir unnu sann- færandi 4-0 sigur þrátt fyrir að hafa misst Frank Lampard af velli með rautt spjald. Fyrir leikinn voru stuðningsmenn West Ham að syngja hversu óánægð- ir leikmenn Chelsea væru með allt hjá liðinu. Stjórann, launin og eig- andann Roman Abramovich. Chels- ea svaraði með því að skora eftir 25 sekúndur en því miður var það mark dæmt af. Þar með var tónninn gefinn. Þrjú mörk voru komin á töfluna eftir aðeins 22 mínútur og Robert Green, marlcvörður West Ham, var ekki enn búinn að verja skot. Avram Grant fékk það óþvegið frá enskum fjölmiðlum eftir leikinn við Tottenham þar sem hann var sagður hafa valið vitíaust lið. Hann gerði sex breytingar á sínu liði, Didier Drogba kom aldrei inn á, Michael Essien kom seint inn á og þeim Joe og Ashl- ey Cole sem og Salomon Kalou og Michael Ballack léku frá upphafi til enda. Anelka lék í framlínunni í stað þess að vera á kantinum eins og um síðustu helgi og var stöðug ógn af Frakkanum. Chelsea breyttist ekki á einum tapleik „Chelsea varð eldd lélegt lið af því það tapaði um síðustu helgi. Liðið er enn með í kapphlaupinu um titilinn Bosað í kampinn Avram Grant gat leyft sér að brosa á laugardag. 0:4 Lampard 17 víti, ioe Cole 20, Balladt 22, Ashley Cole 64. 54% MEÐB0LTANNI6% 13 SK0TA0MARK114 3 SK0TÁMARK 8 2 RANGSTÖÐUR 3 6 HORNSPYRNUR 1 * AUKASPYRNUR 12 0 GULSPJÖLD 2 0 RAUÐSPJÖLÐ 1 ÁH0RFENDUR: 34,969 WESTHAM Green, Neill, Ferdinand, Upson, McCartney, Faubert (Solano 66), Noble, Mullins, Ljungberg, Boa Morte (Ashton 46), Cole (Zamora 65). CHELSEA Cech, Ferreira, Carvalho, Terry, Ashley Cole, Ballack, Makelele (Alex84),lampard, Kalou (Malouda 75), Anelka, Joe Cole (Essien 69). MAÐUR LEIKSINS JoeCole, Chelsea og sýndi að það sem gerðist um síð- ustu helgi var bara einn af þessum dögum," sagði Alan Curbishley, stjóri West Ham, eftir leikinn. Kaldhæðnin var slík að West Ham var búið að vera betra þrátt fyrir að vera 3-0 undir. Eftir að Anelka hafði skorað ólög- legt mark eftir 25 sekúndur hefði West Ham vel getað verið 3-0 yfir. Carl- ton Cole, Freddy Ljungberg og Mark Noble fengu allir góð færi en Carval- ho og Petr Cech komust í milli. Hinum megin lak allt inn. Ant- on Ferdinand braut á Kalou og gaf víti sem Lampard skoraði úr. Annar fyrrverandi West Ham-lærlingur, Joe Cole, bjó til annað mark fyrir Anelka og Lampard gerði slíkt hið sama íyrir Ballack. Á 34. mínútu fengu heimamenn tilefni til að fagna. Frank Lampard Rekinn í sturtu Frank Lampard fékk að líta rautt spjald í leiknum. var reldnn af velli. Hann ýtti Luis Boa Morte niður með báðum höndum og Peter Walton lyfti rauða spjald- inu hátt á loft. Þrátt fyrir að vera 3-0 undir, fögnuðu stuðningsmenn West Ham gríðarlega þegar Lampard labb- aði skömmustulegur út af. „Þegar svona gerist má alveg nota almenna skynsemi og sleppa rauða spjaldinu," sagði Curbishley og kom Lampard til varnar. Dómarar eru oftar en ekki ágætir í því að þekkja hvern einasta lagabókstaf í bóldnni en þekkja ekki leikinn. Heimamenn reyndu að koma marki inn en tókst ekki og það var Ashley Cole sem rak síðasta naglann í löstuna. Birmingham rúllaði yfir nýbakaða deildarmeistarabikara í Tottenham, 4-1: Timburmenni hjáTottenham Birmingham lagði deildarbik- armeistara Tottenham 4-1. Líkt var og leikmenn Tottanham væru enn í skýjunum eftir sigurinn á Chelsea á Wembley um liðna helgi. Birm- ingham var betra á öllum sviðum knattspyrnunnar og Gustavo Poyet, aðstoðarþjálfari Tottenham, viður- kenndi það eftir leikinn. „Við kom- umst aldrei í takt við leikinn og í hreinskilni sagt var þetta alls ekld nógu gott." Birmingham byrjaði leildnn mun betur og skoraði mark strax á sjö- undu mínútu þegar Mikel skall- aði knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá McFadden. Tottenham-menn reyndi hvað þeir gátu. Næstur því að skora var búlgarski töframaðurinn Berbat- ov þegar hann þrumaði knettinum í stöng. Kaldhæðnislega voru meiðsla- gemlingarnir Ledley King og Jon- athan Woodgate ekki með vegna meiðsla. Þeir stóðu sig afar vel gegn Chelsea um síðustu helgi en í þeirra stað voru Zokora og Kaboul í mið- varðarstöðunni. O 'Hara og Huddel- stone voru á miðjunni og í ffamlín- unni var Darren Bent sem ekld hefur leikið í byrjunarliði Tottenham í háa herrans tíð. Leikur þeirra sem komu inn í liðið var ekki nægilega góður og Birming- ham gekk á lagið í síðari hálfleik. Síðari hálfleikur var um tíu mín- útna gamall þegar Larson skoraði laglegt mark úr aukaspyrnu. Hann skrúfaði lcnöttinn yfir vegginn og í mark án þess að Robinson í markinu kæmi vömum við. Á 59. mínútu skoraði Forsell ann- að markið sitt. Zokora var nærri því að gera sjálfsmark, Robinson náði naumlega að afstýra því, en Forsell kom aðvífandi og skoraði úr frákast- inu. Forsell fullkomnaði þrennuna níu mínútum fyrir leikslok eftir góða sendingu frá McFadden. Jermaine Jenas náði að laga stöðuna undir lok- in með einföldu marki og lokastaðan 4-1 fyrir Birmingham. Alex MacLeish, stjóri Birming- ham, var í sjöunda himni eftir leik. „Við vörðumst vel og áttum skilið að vera yfir eftir fyrri hálfleik. Við erum búnir að vinna vel í föstu leikatriðun- um og það var frábært að sjá loksins eitt mark eftir slíkt. Núna er það okk- ar að halda áfram og standa okkur vel,“ segir McLeish. vidar&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.