Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Blaðsíða 29
DV FólkiS
MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 29
MATTHÍAS SEGIR ICELAND EXPRESS MUN BETRI KOST:
KEPPINAUTUNUM
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Ice-
land Express, lenti í því að missa af Ex-
press-vélinni frá Kaupmannahöfn og
þurfa að fljúga með keppinautunum
Icelandair heim á klakann. Hann segist
hafa fyllst sjálfstrausti fyrir hönd Ex-
press eftir flugferðina.
Matthias Imsland, fram-
kvæmdastjóri lceland
Express Sannfærðist enn
frekar um ágæti sinna manna
eftir flugferð með lcelandair.
ICELANDAIR
Farþegar f hádegisflugi Ice-
landair ífá Kaupmannahöfn síð-
astliðinn fimmtudag ráku upp
stór augu þegar þeir sáu sjálfan
framkvæmdastjóra Iceland Ex-
press, Matthías Imsland, koma
sér fyrir á Saga Class-rými flug-
vélarinnar. Matthías segir ósköp
einfalda ástæðu fyrir því að hann
hafi flogið heim með keppinaut-
unum. „Það var nú bara þannig
að ég missti af vélinni með Ice-
land Express frá Köben því ég
var á fundi sem dróst á lang-
inn. Ég náði því Icelandair-vélinni
sem fór klukkutíma seinna í loftið.
Ég var bara „upgreidaður" svo ég
þurfti því ekki að borga Saga Class-
gjald fyrir miðann. Það vildi nú líka
þannig til að konan sem sat við hlið-
ina á mér í vélinni var líka upgreiduð
þannig að það gengur greinilega eitthvað
erfiðlega hjá þeim að selja í þessi
Saga Class-sæti sín," seg-
ir hann hnyttinn.
Það er
ágætt
að
ferðast svona með keppinautunum því
maður fyllist bara sjálfstrausti fyrir hönd
Iceland Express. Munurinn á því að ferð-
ast með Icelandair á Saga Class eða með
Iceland Express er sá að öll sætin í Ex-
press-vélunum eru svona Saga Class-
sæti. Það er rosalega rúmt í Express-vél-
unum og góð sæti og manni líður eins
og kóngi allan tímann. Það var nú ekkert
svoleiðis hjá Icelandair í Saga-Class, það
er ekkert stórkosdegt. Ég myndi aldrei
borga þetta verð sem þeir rukka fyrir
þetta, ég myndi ekki sofa á nóttunni ef
ég eyddi í svona videysu," segir Matthí-
as fúllur sjálfstrausts fyrir hönd sinna
manna. Aðspurður hvort hann hafi val-
ið sér einhverja skemmtilega mynd tíl
að horfa á í flugferðinni svarar Matthí-
as: „Nei, þeir voru bara að sýna einhverja
gamla mynd sem ég nenntí nú ekki að
horfa á. Eg spjallaði bara við konuna við
hliðina á mér, hún var mjög skemmtileg
og við áttum bara fi'nar samræður. Hún
var einmitt að fljúga með Icelandair í
fyrsta skiptí í langan tíma því hún flýgur
alltaf með Express." Aðspurður hvort hér
hafi verið um einstakt tilfelli að ræða eða
hvort Matthías eigi eftir að nýta sér Ice-
landair frekar í framtíðinni svarar hann.
„Ég reyni alveg eins og ég get núna að
fljúga með Express. Að mínu mati er það
bara miklu miklu betra. Ég myndi segja
að ég sé það sanngjarn maður að ég geti
alveg dæmt þetta út frá hlutiausum for-
sendum. Mér finnst alveg æðislegt
að fljúga með Iceland Express
og manni líður eins og kóngi
allan tí'mann," segir flugfé-
lagsframkvæmdastj órinn
að lokum. krista@dv.is
Ágúst Bent Sigbertsson hefur gert teiknimyndasögu um erjur Bubba og Dóra DNA:
STRÍÐIÐ RÉTT AÐ HEFJAST
„Mér finnst gaman að gera um eitthvað körrent, eitthvað sem er að gerast núna, eins og Bubbi og Dóri hafa sjálfir verið að gera," segir Ág- úst Bent Sigbertsson, tónlistarmað- ur og nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla íslands, sem gerði teiknimyndasögu um erjur Bubba Morthens og Dóra DNA, blaða- og tónlistarmanns, á dögunum. Teikni- myndasagan var lokaverkefni Bents í teiknimyndasögukúrs í skólanum en hann á enn eftir að fá einkunn fyrir verkefnið. Upphaf deilunnar var neikvæður dómur Dóra í DV um þáttinn Band- ið hans Bubba sem nú er sýndur á Stöð 2. Bubbi svaraði fullum hálsi á netsíðu sinni þar sem hann sagði Dóra meðal annars einungis hafa unnið sér það til frægðar að vera út- þynnt gen af nóbelsskáldinu. „Svona tuttugu prósent eru sannsöguleg en restin er framtíðarspá. Og ég náttúr- lega reikna með því að þessar erjur séu langt frá því að vera búnar. Stríðið á milli Bubba og Dóra á eftir að her- taka okkur öll." Aðspurður hvort hann sjái fyr- ir sér að „stríðið" eigi eftir að kosta annan hvom þeirra lífið segist Bent ekki búast við því. „En það er aug- ljóst að þeir þurfa að kljást. Þetta endar með alvöru sjódáni á milli þeirra." Bent segist hafa gert mik- ið af teiknimyndasögum í æsku, en ekki í seinni tíð. „Kannski er þetta bara mitt fyrsta skref í því. Það fer eftir því hvernig þessari sögu verður tekið," segir Bent sem hyggst prenta söguna í smá upplagi og hafa tíl sölu í einhverjum fata- og plötubúðum bæjarins. kristjanh@dv.is
GILLZ-
LEIKURINN
VINSÆLL
Gillzenegger-leikurinn svokall-
aði hefur náð miklum vinsæld-
um á síðunni leikjaland.is. Um
sjö þúsund manns spila leikinn
dag hvern, sem verður að teljast
ansi gott. Leikurinn gengur út
á það að klæða Gillzarann í föt,
svo hann sé sem skæslegastur
í ræktínni. Það var Ingvar Þór
Gylfason, eigandi síðunnar, sem
gerði leikinn sjálfur og von er á
öðrum svipuðum leik, þar sem
annar frægur fslendingur verður
í aðalhlutverki.
ÁSDÍS
KOMIN
ÍFYRSTASÆTI
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er nú kom-
in í fyrsta sæti á heimasíðunni isshe-
hot.com, en þar eru valdar stúlkur
til þess að koma fram í sérstökum
raunveruleikaþætti í Ástralíu, þar
sem sigurvegarinn hlýtur eina millj-
ón dollara í verðlaun. Ásdís var lengi
vel í þriðja sætinu, en eftir að hafa
biðlað til kvennanna á barnaland.is
um að kjósa sig og eftir að frétt birtist
um málið á Stöð 2, hefúr hún skotist
upp í það fyrsta. Ásdís er með 8,67 í
meðaleinkunn, næstum því einum
heilum á undan þeirri sem er í öðru
sætinu, en sú er með 7,78. Sigurveg-
arinn verður úrskurðaður á þriðju-
daginn en sá fer til Ástralíu í vor.
Ágúst Bent Sigbertsson „Svona
tuttugu prósent eru sannsöguleg en
restin erframtfðarspá." Mynd:Ásgelr