Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Blaðsíða 21
PV Sport MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 21 Stjarnan varð á laugardaginn bikarmeistari kvenna í handbolta í fimmta skipti þegar lið- ið lagði Fylki í Laugardalshöll, 25-20. Fyrirfram bjuggust margir við auðveldum sigri Stjörnunnar sem varð alls ekki raunin. Ungliðar Fylkis stóðu sig frábærlega og vantaði aðeins herslumuninn að þær hefðu náð einhverjum óvæntustu úrslitum í bikarsögunni. Fyrirliðalaun Rakel Dögg Bragadóttir hleypur með bikarinn sigurhringinn. það fékk til sóknarlota sinna því strangari dómarar hefðu vel getað skorið á sóknirnar mun fyrr. Þegar flautað hafði verið til hálfleiks leiddi Stjarnan með þremur mörkum, 9- 12, og strax farið að tala um stórsigur Garðbæinga. Jelena í stuði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fylkis, á tólf bikarsigra að baki og gat því gefið sínum stúlkum ýmis ráð í hálfleik. Orð hennar virkuðu held- ur betur því Arbæjarstúlkur skoruðu sex mörk gegn einu við upphaf seinni hálfleiks og voru allt í einu komn- ar með forystu, 15-13, sem var ekk- ert minna en þær áttu skilið. Jelena Jovanovic, markvörður, Fylkis, var sínum gömlu félögum úr Stjörnunni erfið og átti stórleik í marki Fylkis. Leikurinn var æsispennandi ffam til loka en innkoma Rakelar Dagg- ar Bragadóttur skipti sköpum fyrir Stjörnuna sem sigldi fram úr í lokin. Mikilvæg skot Fylkis fóru að geiga og tvö víti fóru forgörðum sem á end- anum kláraði leikinn. Stjarnan skor- aði úr tveimur hraðaupphlaupum og breytti lokastöðunni 25-20 sem gefur enga mynd af gangi leiksins. Hetju- leg barátta Fylkisstúlkna sem eiga mikla framtíð fyrir sér var ekki næg gegn góðu liði Stjörnunnar. „Þetta er ljúfsárt," sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fylkis, við DV eftir bikarúrslitin á laugardaginn þar sem hennar stúlkur lutu í lægra haldi, 25-20, fýrir Stjörnunni í ffábærum úrslitaleik. „Ég held að við höfum einfaldlega boðið upp á flottan bik- arúrslitaleik. Það er auðvitað sárt að tapa eins og alltaf en allar stelpurn- ar börðust og stóðu sig vel þannig að við getum alveg gengið með hökuna upp. Ég er ógeðslega stolt af stelpun- um," bætti Guðríður við. Fylkisstúlkum gekk illla að ráða við vörn Stjörnunnar sem lá ffamar- lega og tók Natashu Damljanovic úr umferð. Þegar Natasha gat ekki beitt sér átti Fylkir fá svör og sóknarleikur- inn varð hálfvandræðalegur löngum stundum í fyrri hálfleik. Ágætis sókn- arlotur skiluðu þó Fylld auðveldari mörkum af línu og vítaköstum sem hélt því inni í leiknum framan af. Alina óstöðvandi Sóknarleikur Stjömunnar í fýrri hálfleik var ekki flókinn. Hann hét Alina Petrache. Stórskyttan fór ham- fömm og réð Fylkir ekkert við hana. Hún skoraði að vild og var kom- in með sex af fyrstu átta mörkum Stjörnunnar. Stjarnan varð fýrir því óláni að missa Örnu Gunnarsdótt- ur út á fyrstu mínútunum í meiðsli en Rakel Dögg Bragadóttir gat ekki beitt sér allan leikinn og Stjarnan því án leikstjórnenda. Harpa Sif Eyjólfs- dóttir leysti þá stöðu með prýði en hún átti góðan leik og þá aðallega í vörninni. Fyfldssóknin var þunglamaleg í fyrri hálfleik og var Fylkir nokkuð heppið með allan þann tíma sem Tvær frábærar Sunna María Einarsdóttir og Alina Petrache fóru á kostum ( Höllinni í gær. Þjálfarar beggja liða voru kátir eftir leik: LIÐIÐ AÐ KOMA ÚR DJÚPINU Fyrir leik Fylkis og Stjömunnar bjuggust flestir við stórsigri Stjöm- unnar en sú varð ekki raunin. Guðríð- ur Guðjónsdóttir, þjálfari Fylkis, hefur mikla bikarreynslu en hún á að baki tólf títía sem leikmaður og þjálfari. Guðríður var mjög hógvær í svörum fýrir leikinn en sagði við DV eftir leik að spilamennska sinna stelpna hafi ekki komið henni á óvart þegar upp var staðið. „Þetta er bara eins og ég bjóst við. Stelpurnar spiluðu allar frábærlega og gáfu sig allar í þetta. Sunna María áttí stórleik héma í dag. Þetta er stelpa sem er fædd 1989 og hefur vaxið og dafnað í allan vetur. Útlendingamir stóðu sig líka vel en ef það er eitthvað sem ég er ffekar svekkt með er það miðjublokkin í vöminni sem hefði mátt vera betri. Að komast í þennan úrslitaleik gef- ur þessum stelpum gífurlega mildð í reynslubankann og þetta er auðvit- að lyftístöng fýrir félagið sem heild að kynnast þessu. Við emm að fara með þrjú mörk á bakinu inn í hálfleikinn en komumst svo yfir í seinni. Ég er ein- faldlega rosalega stoltur þjálfari í dag," sagði Guðríður glöð í bragði eftir leik. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjömunnar, var kánir maður í leiks- lok. „Liðið og við þjálfaramir höfum gengið í gegnum margt á tímabilinu. Þessi hópur er einstakur og er að koma úr djúpinu og fá það sem hann verð- skuldar. Lengi megi það halda áfram. Þessi sigur er firábær fýrir félagið og öll umgjörð leiksins var til fýrirmynd- ar“ sagði sigurreifur Aðalsteinn við DV eftír leik. „Leikurinn sem slíkur var fullhægur fýrir minn smekk en frábær skemmtun fyrir handboltaáhugamenn. Það verð- ur allavega athyglisvert að sjá tölfræði leiksins hvað varðarfjölda sókna og því Fylkir spilaði virkilega skynsamlega og um líkt. í dag mættum við góðu Fylk- við þurftum að hafa mikið fyrir sigrin- isliði sem skaut vel og nýttí færin sín. um," sagðiAðalsteinn. tomas@dv.is Hnefinn steyttur Aðalsteinn uppsker það sem hann hefursáð. wr-" vf ÍÞRÓTTAMOLAR nAlgast ÓLYMPfULEIKANA Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavlkur, náði um helgina ólympíulágmarkinu (loftskamm- byssu.Ásgeirtók þátt (Evrópumót- inu sem fram fór ( Sviss og náði 563 stigum. Ásgeir byrjaði ekki vel, náði 91 stigi ( fyrstu hrinu, 96 ( annarri og 90 í þriðju. Hann tók sig á seinni hlutann, náði 94 stigum (fjórðu hrinu, 95 stigum (þeirri fimmtu og 97 stigum (lokahrinunni. GLlMUMEISTARI í HEIMSÓKN Sjöfaldur heimsmeistari í fjölbragða- glímu,Trish Stratus, er stödd hér á landi. Hún verður með æfingu hjá Ármanni í kvöld og KR annað kvöld. Með henni (ferð er kandadiskt stjónvarpstökulið. Á miðvikudag veröur einvígi milli Trish og Svönu Hrannar Jóhannsdóttur, gllmudrottn- ingar fslands, (glimuhúsi Ármanns. STJARNAN VAMN TOPPSLAGINN Stjarnan vann Þrótt Reykjavík 3-0 í uppgjöri efstu liða 1. deildar karla ( blaki á föstudag. Þrátt fyrir úrslitin var lítill munur á liðunum í hrinun- um. Stjarnan vann þær 26-24, 25-13 og 25-21. Mistök leikmanna Þróttar (lok hverrar hrinu urðu þeim dýrkeypt. KA nýtti sér tækifærið og komst upp ( annað sætið með tveimur sigrum á HK. KA-liðið hefur þar með unnið þrjátíu hrinur í röð (deild og bikar. Stjarnan er efst (deildinni með 35 stig, KA í öðru sæti meö 33 stig og Þróttur í þriðja með 29 stig. AFTARLEGA f BORÐTENNIS (slensku landsliðunum í borðtennis vegnaði ekki vel á heimsmeistara- mótinu (borðtennis sem lauk ( Guangzhou í K(na um helgina. Karlalandsliðið varð (99. sæti af 104. Það lék átta leiki, vann tvo, gegn Jersey og Brunei. Kvennalandsliðið varð (78. sæti af 81. Þær unnu þrjá leiki af átta, gegn Tansaníu, Benín og Líberiu. kAri steinn setti skólamet Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki, hljóp 5000 metra hlaup innanhúss á 14:08,58 mínútum í Bandarikjunum um helgina. Hann setti nýtt skólamet í Berkel- ey-háskólanum þarsem hann stundar nám og keppirfyrir skólann. Á vef Frjálsíþróttasambands (slands kemur fram að þetta sé (fyrsta slnn sem fslendingur hlaupi 5000 metra hlaup innanhúss.Tími Kára er betri en hans besti tími utanhúss og íslandsmetið (greininni. KR AÐ HLIÐ KEFLAVfKUR KR er komið að hlið Keflavíkur ( lceland Express karla f körfuknattleik. KR vann Stjörnuna (Garðabæ 105- 106. Brynjar Björnsson tryggði KR sigurinn með flautukörfu. Hann skoraði 23 stig en Joshua Helm var stigahæstur KR-inga með 27 stig. Hamar berst fyrir llfi s(nu í deildinnl og vann Keflavík óvænt, 94-88. Sigur þess var enn athyglisverðari því liðið lék án Roni Leimu sem var veikur og skammt er síðan Hvergerðingar létu bandarfska leikmanninn fara. Stigahæstur (liðinu var Roman Moniak með 32 stig. KR og Keflavík eru efst með 30 stig en Fjölnir og Hamar neðst með átta stig eftir nítján umferðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.