Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008
Sport PV
BIKARÚRSLIT KVFNNA
Fylkir - Stjarnan 25-20
Mörk Fylkis: Sunna Marla Einarsdóttir
10/4, Natasa Damljanovic 5/1, Elzbieta
Kowal 3, Ingibjörg Karlsdóttir 1, Nataly
Sæunn Valencia 1/1.
Varin skot: Jelena Jovanovic 17/1.
Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 14/4,
Sólveig Lára Kjærnested 4, Birgit Engl
3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Rakel Dögg
Bragadóttir 2.
Varin skot: Florentina Stanciu 11/2
(25/6),Helga Vala Jónsdóttir 5(11 /2),
Fram-Valur 26-30
Mörk Fram (skot); Andri Berg Haralds-
son 9/2, Jón Björgvin Pétursson 4, Rúnar
Kárason 4, Halldór Jóhann Sigfússon 2/1,
Haraldur Þorvarðarson 2, Brjánn Guðni
Brjánsson 1, Guðjón Finnur Drengsson 1,
Einar Ingi Hrafnsson 1, Hjörtur Hinriksson
1, Jóhann Gunnar Einarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11,
Magnús Gunnar Erlendsson 4/1.
Mörk Vals: Arnór Gunnarsson 7/1, Baldvin
Þorsteinsson 7/3, Ernir Hrafn Arnarson 4,
Ingvar Árnason 3, Sigfús Páll Sigfússon
3, Elvar Friðriksson 3, Fannar Þór
Friðgeirsson 2, Gunnar Harðarson 1.
Varin skot: Pálmar Pétursson 3,
Ólafur Haukur Gíslason 9/1.
Gleði, gleði . Valsmenn
eru nú ríkjandi (slands-
og bikarmeistarar.
1SKIP B1KARME1STARAR
Mikil spenna var fyrir bikarúrslita-
leik karla í handbolta þar sem
Reykjavíkurrisarnir Valur og Fram
mættust. Spennan var þó minni inni
á vellinum þar sem Valsmenn réðu
lögum og lofum ffá upphafi til enda
og báru auðveldan 30-26 sigur úr
býtum. Byrjun Fram í leiknum varð
því að falli. „Spiluðum eins og aul-
ar,“ segir Björgvin Páll Gústavsson,
markvörður, Fram.
Valur átti ekki í miklum vandræð-
um með að landa bikarmeistara-
titíi karla í handbolta á laugardag-
inn. Þeir unnu þá Fram, 30-26, eftír
að hafa verið yfir allan leikinn, mest
með tíu mörkum. Fyrri hálfleikur
Fram varð því að falli þar sem það
var gjörsamlega heillum horfið og
gerði lftið meira en áhorfendur þar
sem þeir stóðu stjarfir og horfðu á
Val yfirspila sig.
Fyrir einu ári var Fram einnig í
úrslitaleiknum og þá varð byrjun-
in einnig því að falli í leik sem liðið
tapaði með tíu marka mun. „Ég ein-
faldlega trúi ekki að við höfum mætt
svona tíl leiks annað árið í röð. Fyrri
hálfleikurinn í fyrra og núna var ná-
kvæmlega eins. Ég hélt að þetta gætí
ekki gerst," sagði afar ósáttur Andri
Berg Haraldsson við DV eftir leik.
„Hvort við fórum á taugum eða hvað
veit ég ekki. Þegar munurinn var orð-
inn tíu mörk var þetta orðið of mik-
ið og við vorum að elta þá allan leik-
innsagði Andri.
Eitt lið á vellinum
„Þjálfarar meistaraflokks kvenna
í fótbolta, Freyr Alexanderson og
Elísabet Gunnarsdóttír, sýndu okk-
ur öllum myndband daginn fyrir leik
og eftír að ég sá það vissi ég að við
myndum vinna," sagði Óskar Bjarni
Óskarsson, þjálfari Vals, við DV eftir
leik. Myndbandið virkaði vel á Vals-
menn sem komu mun ákveðnari tíl
leiks og voru komnir í 3-0 áður en
fólk var sest í sætin. Fram gerði aldrei
heiðarlega tílraun til þess að minnka
muninn í fyrri hálfleik og voru undir
í hálfleik, 16-9.
Það var ekki fyrr en Ingvar Árna-
son, línumaður Vals, var rekinn út af
með sína þriðju brottvísun snemma
í seinni hálfleik að Frarn fór að saxa
á forskotið. Botninn datt úr leik Vals-
manna og Fram náði að koma til baka
þá helst fyrir tilstilli Jóns Björgvins
Péturssonar sem var oft eini maður-
inn með lífsmarki hjá Fram-liðinu.
Hann ásamt níu marka manninum,
Andra Berg Haraldssyni, komu Fram
í snertifjarlægð við Val og minnkuðu
forskotið í þrjú mörk, 27-24.
Undir lokin var munurinn of mik-
ill fyrir Fram að yfirstíga og fögnuðu
Hlíðarendapiltar sætum sigri, 30-26.
Leikurinn sem svo lengi hafði verið
beðið eftir stóð aldrei undir vænt-
ingum og geta Framarar engum um
kennt nema sjálfum sér.
Vorum eins og aular
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, var kátur í leikslok en kenndi
sjálfum sér um að hluta hversu ná-
lægt Fram komst því að jafna. „Ég áttí
að rúlla liðinu meira og skipta meira
inn á eins og ég er vanur að gera. Það
reynir virkilega á að spila svona vörn
eins og við gerðum en þetta hófst að
lokum og við erum virkilega ánægð-
ir. Við nutum þess í vikunni að undir-
búa okkur og njótum þessarar stund-
ar," sagði Óskar.
Björgvin Páll Gústavsson, mark-
Keppnismaöur Björgvin Páll, markvörð-
ur Fram, átti erfitt með sig eftir tapið.
vörður Fram, sat stjarfur af reiði og
svekkelsi eftir tapið. „Þetta er öm-
urleg tílfinning að tapa svona. Við
getum samt engum um kennt nema
sjálfum okkur. Við spiluðum eins
og aular í fyrri hálfleik og vorum
snemma komnir með skituna upp
fyrir haus. Því kom þessi endurkoma
í lokin allt of seint. Við vorum engan
veginn klárir í leikinn og spennustíg-
ið var ekki í lagi," sagði Björgvin Páll
svekktur eftir leik.