Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Síða 2
Fréttir DV
2 MIÐVIKUDAGUR 16. APRfL 2008
FRÉTTIR
Skilorð fyrir
glannaskap
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
var í gær dæmdur í tveggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyri
að valda alvarlegu umferðarslysi
með gáleysislegum akstri. Með
glannaskapnum lenti Hafsteinn
í árekstri og stórslasaði rúmlega
tvítuga konu. Hann ók palibíl
en hún Toyotu Yaris. Við slysið
lærbrotnaði hún, rifbeinsbrotn-
aði, mjaðmarbrotnaði, hnéskelj-
arbrotnaði, handleggsbrotnaði
báðum megin og hlaut marg-
vísleg fleiri brot og brákanir auk
hruflsára um allan líkamann.
Læknir sem vitnaði fyrir dómi
segir að alls kostar óvíst sé um
starfsorku stúlkunnar í framtíð-
inni.
Hafsteinn missir einnig bíl-
prófið í eitt ár.
Rannsókní
fullum gangi
Að sögn írisar Bjarkar
Hreinsdóttur, upplýsingafull-
trúa Fjármálaeftirlitsins, er
rannsókn stofnunarinnar á
því hvort aðilar hafl á skipu-
legan hátt dreift neikvæðum
orðrómi um íslenska fjár-
málakerfið eða íslensku bank-
ana, í því skyni að hagnast
á því, í fullum gangi. Seðla-
bankinn gaf til kynna fyrir
nokkru að alþjóðlegir vogun-
arsjóðir hefðu gert atlögu að
krónunni. Fjármálaeftirlitið
fer nú yfir og metur þau gögn
sem hafa borist í málinu.
„Mat á þeim gögnum verður
að leiða í ljós hvort ástæða sé
til þess að kalla eftir ffekari
gögnum og hver næstu skref
verða," segir íris.
Ekki velkominn
Emanuelis Kukanauskas var
í gær dæmdur í nítján mánaða
fangelsi fyrir
brot á útlend-
ingalögum.
Kukanauskas
fékk dóm fyrir
fíkniefnasmygl
til landsins fyrir
þremur árum en
var veitt reynslu-
lausn í desem-
ber. Útlendingastofnun vísaði
honum þá úr landi án þess að
hann myndi nokkurn tímann
eiga afturkvæmt hingað. Kuka-
nauskas sneri þó aftur til íslands
frá Litháen í apríl og Var þá
handtekinn. Hann játaði brotið
og sagðist hafa heyrt því fleygt
að ekkert væri að marka brott-
vísun sem þessa.
Fimmtán ára
með kannabis
Lögreglan í Vestmannaeyj-
um hafði afskipti af unglinga-
samkvæmi sem fram fór um
síðustu helgi. Við leit á einum
unglingnum fundust áhöld
til fíkniefnaneyslu og viður-
kenndi pilturinn sem er á sex-
tánda aldursári að hafa neytt
kannabisefna. Pilturinn var
einnig undir áhrifum áfengis.
Þá aðstoðaði lögreglan
í Vestmannaeyjum ungan
dreng sem kominn var í sjálf-
heldu í berginu ofan við versl-
unina Skýlið við Friðarhöfn.
Lögreglu gekk greiðlega að ná
honum niður og án teljandi
vandræða.
Hinn tuttugu og fimm ára Sara Miller flakkar á milli Noröurlanda og selur aðgang að
líkama sínum. Núna er hún stödd á íslandi en í viðtali við blaðamann sagði hún kven-
kynsdólg hafa hótað sér likamsmeiðingum hér á landi. Hún segist ekki óttast hótan-
irnar. Sjálf hvetur hún íslendinga til þess að vera opnari varðandi vændi.
Ekki onáða Þegar
blaðamaður bankaði
upp á hjá Söru mátti
sjá kurteislega beiðni
um að ónáða liana
ekki enda mikið að
gera þessa dagana.
Sara Miller Sara er fönguleg
grískættuð stúlka á þrítugsaldri
en hún dvelur hér á landi
reglulega og selur líkama sinn.
VAR HOTAÐ
AF KVENDOLGI
VALUR GRETTISSON
„Mér hefur einu sinni verið hót-
að hér á landi, það var af íslenskri
konu sem var melludólgur," segir
hin grískættaða Sara Miller en hún
starfar sem vændiskona í Dan-
mörku og hefur komið reglulega til
íslands undanfarið til þess að fal-
bjóða líkama sinn. Blaðamaður DV
fór á hótelið Room with a View og
hitti hana og sættist hún á að veita
honum viðtal. Hún var þó á móti
myndatökum og vildi ekki þekkj-
ast af myndum. Sjálf á hún vini á
fslandi. Sara segir kúnna sína vera
karlmenn frá átján ára upp í sex-
tugt. Hún segir íslenska karlmenn
verulega feimna, en fyrst og ffemst
kurteisa.
Norrænir kurteisari
„Ég er upprunalega ffá Grikk-
landi en er alin upp í Danmörku,"
segir hin tuttugu og fímm ára Sara
Miller sem selur lfkama sinn í Dan-
mörku. Hún segist ferðast á milli
Norðurlandanna og hefur gert í all-
nokkur ár. Hún segist ekki fara út fyr-
irNorðurlöndin, aðallegavegnaþess
að karlmenn í þessum hluta heims-
ins eru hreinlega kurteisari en aðrir
að hennar mati.
„Mér líkar við fólkið héma, og ég
fæ ekki betur séð en að hér búi gott
fólk," segir Sara Miller sem virðist líka
vel við land og þjóð. Hún segist hafa
komið hingað þrisvar sinnum áður. f
öll slöptin seldi hún líkama sinn.
Vinnur sem strippari
„Ég sef ekki hjá karlmönnum
undir átján ára aldri. Ég bið unga
menn um persónuskilríki ef ég er
í vafa," segir Sara sem hefur sínar
vinnureglur. Hún bætir við að hún
leyfi aldrei „tvöfalda innsetningu",
það er að segja, að tveir menn sofi
hjá henni á sama tíma.
Hún segir að henni líki við starfið
en hún hefur stundað það í nokkur
ár auk þess að vinna sem strippari
í Danmörku. Aðspurð hvort lög-
reglan hafi haft afskipti af henni hér
á landi eða í Danmörku segir hún:
„Ég sefekki hjá karl-
mönnum undirátján
ára aldri. Ég bið unga
menn um persónuskil-
ríki efég er í vafa"
„Ekki hérna. Stundum úti í Dan-
mörku en þá er það bara til þess að
athuga hvort ég borgi ekki skatt af
vændinu, sem ég geri."
Var hótað af kvendólgi
Hin samviskusama Sara segir líf-
ið þó ekki vera einungis dans á rós-
um. Hún þekkir til íslenskra vænd-
iskvenna en segir veröld þeirra ekki
vera mjög harða. Hún bendir á að
hér á landi séu ekki klíkur eða mellu-
dólgar sem selji stúlkumar í kynlífs-
þrældóm. Hún hafi að minnsta kosti
ekki orðið vör við það. Sjálf er Sara
einyrki. Hún segir samkeppnina
hins vegar grjótharða. Til að mynda
hafi íslensk kona, sem starfar sem
melludólgur, hótað henni. Þá hót-
aði hún líkamsmeiðingum færi hún
ekld af landi brott eða borgaði henni
hluta af ágóðanum. Sjálf segist Sara
hafa virt hótunina að vettugi, hún
hafi ekkert að óttast.
Glaðlynd að eðlisfari
„Ég er hamingjusöm kona," seg-
ir Sara og brosir líflega og bætir
við: „Ég er glaðfynd að eðlisfari og
er ekkert að dvelja við neikvæðu
stundirnar." Enn sem komið er hef-
ur Sara ekki lent í óprúttnum aðil-
um sem hafa beitt hana ofbeldi. Hún
segist hringja á lögreglima fari illa en
hingað til ekki þurft þess.
Hún segir vændi vera staðreynd
á íslandi. Það sé ekkert óeðlilegt
við það. í raun myndi það bæði
hjálpa kúnnum sem og vændiskon-
um heilmikið væri umræðan opnari
um vændið: „fslendingar mega vera
opnari varðandi kynlífsiðnaðinn,
það er ekkert til þess að skammast
sín fyrir," segir Sara að lokum.
Þess má geta að vændi er ekki
ólöglegt. Aftur á móti er það ólöglegt
að hafa tekjur af vændi sem þriðji
aðili.
Lögreglan metur hvort skólastúlkan í Kópavoginum selur klám:
Gæti farið í fangelsi vegna klámsölu
ÁTJÁN ÁRA STÚLKA LEITAR LAUSNA Á FJÁRHAGSVANDA:
SKULDUGM
SKÓLASTULKA
ínetvæMH
„Klám er ekki skilgreint sem
slílrt í lögunum en bæði dómstól-
ar og lögregla notast við ákveðin
viðmið sem hafa þróast. Hér gæti
verið um að ræða efni sem myndi
flokkast sem klám," segir Björgvin
Björgvinsson, yfirmaður kynferðis-
brotadeildar lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu, um netsýningar ís-
lenskrar stúlku á kynferðislegu efni.
f DV í gær var rætt við átján ára
skólastúlku sem fækkar fötum og
leikur sér með kynlífsleikföng fyr-
ir framan upptökuvél. Hægt er að
horfa á hana á netinu gegn greiðslu.
Þegar hún hóf störf fyrir um mánuði
var hún óviss um lögmæti starfsem-
innar.
Lögreglunni höfðu ekki bor-
ist neinar ábendingar um síðuna
þegar DV hafði samband. Björgvin
segir að í framhaldinu muni mál-
ið vera rannsakað frekar til að
meta hvort um klámefni sé að
ræða en dreifing og sala kláms
stangast á við íslensk lög. Við
slíku athæfi liggja fjársektir og
jafnvel allt að sex ára fangelsi.
Ef lögreglan kemst að þeirri
niðurstöðu að um klám sé að
ræða getur hún hafíð rann-
sókn án þess að þriðji aðili
leggi fram kæru.
Björgvin tekur ennfremur
fram að það sé metið til refsi-
þyngingar ef klámi er dreift til
yngri en átján ára.
Aðspurð segist stúlkan
sem heldur úti netsýningun-
um fylgjast vel með því að við-
skiptavinir hennar hafi náð
þeim aldri. Hún segist oft hafa bak-
fært greiðslur ef kennitala greiðanda
sýnir að hann er undir átján ára. Til-
koma netsins gerir lögreglu erfið-
ara fyrir að henda reiður á klám-
efni. Engu að síður virðist hún
eiga jafnerfitt með að bregðast
við þegar um er að ræða prent-
að efni.
Auður Magndís Leiknisdóttir
kynjafræðingur lagði fram kæru
hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu fyrir um fjórum árum
á grundvelli þessara sömu laga.
Auður keypti klámblöð í bóka-
búð og lagði þau fram sem sönn-
unargögn ásamt kvittunum.
Jafnvel þótt hún ræki á eftir mál-
inu heyrði hún aldrei aftur frá
lögreglunni.
Björgvin rámar ekki í málið
en bendir á að greinarmun verði
að gera á netinu og innsigluð-
um tímaritum. Þó játar hann því
að ef efni blaðanna yrði í raun skil-
greint sem klám væri sala þeirra
refsiverð. erlatsidv.is