Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008
Fréttir DV
Olíugjald
endurskoðað
„Munt þú beita þér gegn því
að olíugjald verði lækkað svo
dísilolían verði ódýrari en bens-
ín á nýjan leik," spurði Samú-
el Örn Erlingsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, umhverf-
isráðherra á Alþingi í gær. Hann
benti á að dísilvélar væru um-
hverfisvænni en bensínvélar og
bætti við að það gengi þvert á
fyrri markmið ríkisstjórnarinn-
ar að dísilolían væri nú dýrari
en bensín. Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir umhverfisráðherra segir
að nefnd sem vinni að heildar-
endurskoðun á skatdagningu og
gjaldtöku á eldsneyti ljúki störf-
um innan nokkurra vikna. Því
muni senn draga til tíðinda. Hún
tók undir orð Samúels Arnar að
þróunin í eldsneytismálum hefði
ekki verið eins og menn höfðu
vonast eftir.
Stjórnin tryggi
kaupmátt
Framkvæmdastjórn Starfs-
greinasambandsins lýsir fullri
ábyrgð á hendur ríkisstjóminni
bresti forsendur nýgerðra kjara-
samninga vegna aðgerðaleysis
ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum. Starfsgreinasambandið
ályktaði um málið í gær. „Geng-
ishrun, ofurvextir og verðbólga
langt umfram markmið Seðla-
bankans kalla nú þegar á sam-
ráð aðila vinnumarkaðarins og
stjórnvalda til lausnar á þeim
vanda sem við blasir. Grípa þarf
tafarlaust til aðgerða tíl vernd-
ar kaupmætti launafólks," segir í
ályktuninni.
Lýst eftir lyftara
Brotist var inn í fyrirtækið
Slægingarþjónustuna í Sandgerði
aðfaranótt sunnudags og þaðan
stolið Toyota raffnagnslyftara
árgerð 1998. Lyftarinn er að sögn
lögreglunnar á Suðurnesjum
appelsínugulur að lit með vinnu-
vélanúmerið JL-3481. Einnig var
stolið hleðslutæki lyftarans.
Lögreglan biður þá, sem gætu
gefið einhverjar upplýsingar um
hvarf lyftarans að láta lögregluna
á Suðurnesjum vita í síma 420-
1700.
Leiðrétting
Bjarni Sv. Guðmundsson
var rangnefndur í upphafi
fréttar um gamamót við Leir-
vogsmngu í Mosfellsbæ í DV í
gær. Það leiðréttist hér með.
Valitor og íslensk tryggingafélög eru harðlega gagnrýnd fyrir þjónustu við íslenska
ferðamenn sem slasast á ferðalögum erlendis. Ásta H. Markúsdóttir er virkilega sár
yfir sinnuleysi fyrirtækjanna í sinn garð og fársjúks eiginmanns hennar. Anton Bjarna-
son, lektor í íþróttafræðum, segir þjónustu Valitors og tryggingafélaganna bara plat eft-
ir að hafa sjálfur kynnst ómannúðlegum vinnubrögðunum.
LIFSHÆTTULEG
ÞJ0NUSTA
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bloðamaður skrifar:
„Þjónustan er engin og svo
mikið plat, mér verður flökurt
þegar ég sé auglýsingarnar
frá þessum fyrirtækjum nán-
ast á hverju kvöldi."
„Ég tárast bara við tilhugsunina,"
segir Ásta Hulda Markúsdóttir sem
rifjar upp í samtali við DV erfiða tíma
í samskiptum við Valitor, umboðsað-
ila VISA á íslandi og tryggingafélagið
VÍS eftir að eiginmaður hennar fékk
í vetur hjartaáfall á Spáni. Hún segir
tryggingafélag sitt og Valitor hafa al-
gjörlega brugðist skyldu sinni.
Maður hennar var í golfferð með
félögum sínum þegar ógæfan dundi
yfir. Hann hné niður með alvarlegt
hjartaáfall og ökklabrotnaði einnig
við fallið. Þau hjónin eru handhafar
Platinum-kreditkorts frá Valitor og
eru tryggð hjá VÍS. Þau töldu sig að
fullu tryggð fyrir öllum óhöppum eða
slysum sem verða kynnu í útíöndum
en Ásta segir allt annað hafa komið
á daginn. Hún sakar neyðarhjálpina
SOS, í samstarfi við fýrirtækin, um að
láta sparnaðarsjónarmið ráða för og
þannig skapað eiginmanni hennar
verulega hættu, jafnvel lífshættu.
í skilmálum VfS um platinum-
kort frá VISA segir meðal annars
að reyndir starfsmenn SOS-neyð-
arhjálparinnar sjái um að tryggja
heimflutning miðað við ástand hins
slasaða, veita aðstoð vegna með-
höndlunar slysa og sjá til þess að
hjúkrunarfólk fýlgi sjúklingi ef með
þarf. Ásta upplifði ekki þá þjónustu
sem boðuð var.
Skelfileg lífsreynsla
„Það var skelfilegt að lenda í þess-
um raunum og hræðilega sárt að
rifja þetta upp. Eg hef ekki einu sinni
fengið afsökunarbeiðni en auðvit-
að ættu fyrirtækin að hundskast til
að skammast sín og biðja okkur af-
sökunar á framkomunni," segir Ásta.
Hún segist hafa upplifað sig sem
íbúa í vanþróuðu ríki þar sem hvert
fýrirtækið vísaði á annað og enginn
hafi í raun verið tilbúinn til að hjálpa
henni í þeirri angist og erfiðleikum
sem hún stóð í. Eftir 16 daga án við-
unandi aðstoðar frá SOS eða VÍS tók
við 15 klukkustunda ferðalag með
eiginmanninn hjartveikan í hjólastól
.„Sparnaður fýrirtækjanna hefði get-
að gert illt verra og mildi hreinlega að
ekki fór verr því þegar heim var kom-
ið komu ýmsir alvarlegir aukakvillar
í ljós við skoðun eftir hið gífurlega
erfiða ferðalag. Heilbrigður maður
er búinn á því eftir 2 millilendingar,
hvað þá alvarlega hjartveikur mað-
ur í hjólastól sem átti auðvitað aldrei
að fara þessa leið. Sparnaðurinn var
hreinlega lífshættulegur."
(S tw1'. -
m
Lífshætta Haukur var í golfferð á Spáni með félögum
sínum þegar ógæfan dundi yfir. Hann fékk alvarlegt
hjartaáfall og ökklabrotnaði er hann hneig niður.
mínum málum. Þjónustan er engin
og svo mikið plat, mér verður flök-
urt þegar ég sé auglýsingarnar frá
þessum fyrirtækjum nánast á hverju
kvöldi. Ég fékk enga hjálp og viðmót-
ið í minn garð, sjúklingsins, var for-
kastanlegt. Eftir að hafa komið mér
heim beið ég alltaf eftir því að fé-
lögin hérna heima myndu tékka á
mér og sjá hvernig ég hefði það. Ég
hefði í raun getað verið dauður ein-
hvers staðar á leiðinni án þess að
þau kærðu sig nokkuð um það því ég
var ekki einu sinni í tölvukerfinu hjá
þeim sem sjúklingur," segir Anton.
Harma tilvikin
Bæði Anton og Ásta furða sig á
þeirri staðreynd að sjúklingar, eða
rmm
. SOS INTERNATIONAL
VIÐLAGAÞJONUSTA OG NEYÐARHJALP
Pjonusta SOS INTERNATIONAL vegna slyss eöa sjukdoms erlendis greiöist af
VISA ferðatryggingu korthafa hjá Vátryggingafélagi Islands hf„ að því tilskildu að
greiðsla ferðakostnaðar með VISA-korti hafi verið skv. skilmálum. Innheimt er
fyrir aðra þjónustu sem SOS INTERNATIONAL veitir á kostnaðarverði, en öll
ráðgjöf er veitt ókeypis. Þegar leitað er upplýsinga eða aðstoðar SOS INTER-
NATIONAL er nauðsynlegt að gefa upp kortnúmer, nafn, kennitölu og heimilis-
fang korthafa og taka fram að hann sé tryggður af VISA Islandi.
Reyndir starfsmenn annast eftirfarandi:
að veita ráðgjöf og gefa upp nöfn, heimilisföng og símanúmer viðurkenndra
lækna, læknastofa eða sjúkrahúsa og tannlækna um heim allan.
að samband verði haft við sjúkrahús og ábyrgð sett fyrir kostnaði,
ef þörf krefur.
að ræða við lækna og starfsmenn sjúkrahúss á yfir 30 tungumálum.
heimflutning og besta ferðamáta í samræmi við ástand sjúklings.
að ætíð þegar þess er þörf verði hjúkrunarfólk látið fylgja sjúklingi.
að aðstoða við og skipuleggja heimferð ættingja hins sjúka eða slasaða.
að skipuleggja og aðstoða við heimferð barna hins sjúka eða slasaða i öruggri
fylgd fullorðins, sé þess þörf.
að veita aðstoð vegna almennra tryggingarmála, meðhöndlun slysa og
hættuástands.
Engin hjálp
Anton Bjarnason, lektor í íþrótta-
fræðum, segir farir sínar síður en
svo sléttar í samskiptum sínum við
Tryggingamiðstöðina og Valitor.
„Mér leið eins og týndri ferðatösku
sem væri til vandræða og fýrirtækin
hér heima vildu ekki láta trufla sig,"
segir hann.
Anton slasaðist illa í skíðaferð á
Italíu og er vonsvikinn vegna fram-
komu tryggingafélagsins og Valitors í
hans garð. „Fyrirtækin brugðust mér
algjörlega og ég þurftí sjálfur, stór-
slasaður og margbrotinn, að vinna í
aðstandendur þeirra, þurfi sjálfir að
sýsla með aðstoð og að ekki sé sér-
stakur erindreki á vegum hinna ís-
iensku fyrirtækja sem sjái um ferl-
ið frá A til Ö. Aðspurð segist Ásta
vilja vekja athygli á upplifun sinni
þar sem hún telji fjölda fólks lenda
í svipuðum aðstæðum. „Það er með
hreinum ólfldndum að þurfa, sem
aðstandandi alvarlega veiks manns,
sjálfur að standa í samskiptum við
erlent fyrirtæki þegar maður sjálfur
er dofinn af áhyggjum. Ég var eðli-
lega í algjöru áfalli," segir Ásta.
Pétur B. Jónsson, þjónustustu-
stjóri hjá Valitor, bendir á að í raun
séu það hvorki tryggingafélögin né
Valitor sem sjái um ferlið heldur al-
þjóðlega þjónustufýrirtækið SOS
sem sérhæfir sig í umsýslu með slas-
aða ferðamenn. Hann harmar tilvik-
in sem upp hafa komið og segir þau
til skoðunar. Aðspurður segir hann
ekki tímabært að skera úr um hvort
skipt verði um þjónustuaðila en tel-
ur sjálfsagt að skoðað verði hvort
íslenskum tengilið verði komið á í
samskiptum við erlenda þjónustu-
aðila. „Þessar frásagnir rengjum við
ekki og hörmum að sjálfsögðu þessi
tílvik. Þar til nýverið hefur reynsla
okkar af SOS verið góð. Eftir þessi
alvarlegu mál sem upp hafa komið
skoðum við hvert einasta mál til þess
að sjá hvort eitthvað hafi verið í ólagi.
Að sjálfsögðu á ekkert svona lagað að
geta gerst og við lítum þetta grafal-
varlegum augum. Þessi þjónusta á
að vera í lagi og eitt tilvik er of mikið í
mínum huga," segir Pétur.