Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Qupperneq 7
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 7
Reikna má með um viku til tíu daga biðtíma eftir almennum tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni í Grafar-
vogi. Á síðdegisvakt heilsugæslustöðvarinnar síðasta þriðjudag voru 20 manns komnir á biðlista áður en lækn-
ar tóku á móti sjúklingum klukkan fjögur. Veikindi lækna setja strik í reikninginn.
VIKUBIÐ EFTIRLÆKNI
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
blaðamaður skrifar: robenhb^civ.is
Sá sem óskar viðtals við lækni á
heilsugæslustöðinni í Grafarvogi má
reikna með því að bíða í yfir viku eftir
að fá tíma á stofu. Á þriðjudag í síð-
ustu viku voru 20 manns komnir á
biðlista fyrir klukkan 4 á síðdegisvakt
heilsugæslunnar, en þar eru allajafna
tveir læknar að störhim. Hágrátandi
börn með eyrnabólgu þurftu að bíða
í langan tíma eftir lækni. Tekið var á
móti um 40 manns á síðdegisvakt-
inni þennan daginn.
Tekiðá móti 160
manns daglega
Níu til tíu læknar eru vanalega í
móttöku heilsugæslunnar og tekur
heilsugæslan að jafnaði við um 130
tíl 160 manns yfir daginn. Þar af tek-
ur síðdegisvaktin við um 30 sjúkling-
um að meðaltali. Að sögn Atla Árna-
sonar, yfirlæknis heilsugæslunnar
í Grafarvogi, veiktust tveir læknar
heilsugæslunnar fyrir um hálfum
mánuði, en auk þess hefur verið sér-
staklega mikið álag á læknum allt frá
áramótum vegna ýmissa veikinda
fólks. „Auðvitað finnst okkur ekki
gott að fólk bíði eftir læknum, en við
höfum ekki fengið neinn lækni til af-
leysinga í bili. Ég geri ráð fyrir því að
fá inn lækni tíl afleysinga 13. maí,"
segir Atli.
Atli segir síðustu vikurnar í mars
og fyrstu vikuna í apríl hafa verið
mjög erfiðar fyrir heilsugæsluna og
að mest hafi síðdegisvakt heilsugæsl-
unnar tekið á móti um 50 manns yfir
daginn. Þetta má leggja út sem svo
að læknir hafi tekið á móti um fimm
til sex sjúklingum á hverri klukku-
smnd.
Um 19 þúsund manns eru búsett-
ir í Grafarvoginum og er mikið skarð
höggvið í heilsugæsluna þegar hún
missir um 25 prósent af starfskröft-
um sínum.
Frí heilsugæsla barna
Talað hefur verið um að sú stefna
að veita börnum fría heilsugæslu
nú um áramótin hafi aukið álag á
heilsugæslulæknum til muna og þar
með biðtíma eftir lækni. Atli segir
mælingar ekki benda til þess að hlut-
fall barna meðal þeirra sem sækja til
heilsugæslunnar hafi aukist frá ára-
mótum með nýrri greiðslustefnu.
„Það hefur verið umtalað að hlutfall
barna hafi aukist, en það er ekkert
sem bendir til þess að þessi stefna
hafi áhrif á ákvörðun foreldra um að
leita til læknis frekar en áður á höf-
Þjónar nítján þúsund manns Heilsugæslan í
Grafarvogi hefur orðið af tveimur læknum á
hálfum mánuði vegna langvarandi veikinda
þeirra. Heilsugæslan þjónar um nltján þúsund
manns og hefur misst um 25 prósent af
starfskröftum sínum. Ekki er gert ráð fyrir að fá
afleysingamann til starfa fyrr en um miðjan maí.
Skortur á heimilislæknum Svanhvlt Jakobsdóttir segir vöntun á læknum hjá mörgum heilsugæslustöðvum höfuðborgar-
svæðisins. Hún segir (skoðun hvernig auka megi þjónustuna. DVMyndir/Sigurður
„Auðvitað fínnst okk-
ur ekki gott að fólk
bíði eftir læknum, en
við höfum ekki fengið
neinn lækni til afleys-
inga í bili."
uðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir
lækni á síðdegisvaktínni getur verið
mjög misjafn, allt frá 5 tíl 10 mínút-
um, en svo vonast ég eftir því að eng-
inn þurfi að bíða lengur en í klukku-
tíma," segir Atli.
Skorturá læknum
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins, segir álagið vissulega hafa ver-
ið mikið hjá heilsugæslustöðvum
á höfúðborgarsvæðinu að undan-
förnu, einkum vegna flensu sem sé
að ganga. Hún segir flest benda til
þess að flensutoppamir séu í rénun
og álagið sé að minnka.
Svanhvít segir skort á heilsu-
gæslulæknum á landinu og verða því
læknar að bæta við sig verkefnum á
áiagstímum sem þessu. „Vandinn er
að það útskrifast ekki nógu margir
heimilislæknar á hverju ári. Það er
ekki hlaupið að því að fá heimilis-
lækna eins og staðan er í dag," segir
Svanhvít.
Svanhvít segir vissulega geta ver-
ið slæmt þegar svo lítið þurfi að bera
út af, líkt og í Grafarvogi, til að hafa
áhrif á starfsemi heilsugæslustöðv-
arinnar. „Á flestum heilsugæslu-
stöðvum á höfuðborgarsvæðinu er
full þörf fyrir þá lækna sem þar em
og er vöntun á þeim miðað við fjölda
skráðra sjúklinga á hverja stöð. Við
skoðum nú innanhúss hvort hægt
sé að auka afköst heilsugæslustöðv-
anna og skipulag þeirra tíl að bregð-
ast við þessu. En almennt er ekki
nægilega mikið af fagfólki útskrifað á
hverju ári," segir Svanhvít.
Ekki fengust svör frá heilbrigðis-
ráðuneytinu þegar eftir því var leit-
að í gær.
A
Vinnuföt - Hlífðarföt
ALLT A AÐ SELJ
Arctic Wear vinnufatnaður
Vesturvör 7 • 200 Kópavogur • Sími: 534-2900
www.aw.is