Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. APR[L 2008
Fréttir DV
í flokki frjálslyndra geisa mikil innri átök. Þau brutust meðal annars fram á miðstjórnarfundi 4. apríl þegar
Valdimar Jóhannesson lagði áleitnar spurningar um Qármál og mannaráðningar fyrir formanninn, Guðjón
Arnar, sem sleit fundinum snarlega. Bréf sem DV hefur undir höndum sýnir að Jón Magnússon þingmaður
aðstoðaði Valdimar við spurningarnar.
FINGRAFOR
ÞINGMANNS
F NNASTA
„Ef þetta kemur
sér illa fyrirJón er
það vegna þess að
aðrir eru með óeðli-
leg sjónarmið."
GAGNRYNL
Jón Magnússon,
þingmaður Frjáls-
lynda flokksins Segist
aldrei senda trúnaðar-
upplýsingar i tölvupósti.
BRVNJOLFUR POR GUÐMUNDSSON
frettcistjóri skrifar: brynjolfu((<"dv.is
f bréfi sem DV hefur undir hönd-
um sést að Jón Magnússon, einn af
fjórum þingmönnum Frjálslynda
flokksins, aðstoðaði Valdimar Jó-
hannesson við að semja gagnrýn-
ar spurningar sem Valdimar sendi
Guðjóni Amari Kristjánssyni for-
manni í kjölfar miðstjórnarfundar
4. apríl. Þar var meðal annars spurt
um tekjur flokksins og ráðstöfun
þeirra. Einnig var spurt um hvað
réði vali á starfsfólki og um kostn-
að vegna starfsmanna flokksins. Jón
er eini þingmaður frjálslyndra sem
beitti sér gegn lagafrumvarpi um að
þingmenn fengju aðstoðarmenn.
Ekkert pukur
Aðspurður hvers vegna hann
hafi ekki spurt Guðjón sjálfur seg-
ir Jón. „Það var einfaldlega vegna
þess að Valdimar bað mig um að líta
yfir þessar spurningar. Ég reyni allt-
af að aðstoða fólk ef þess er óskað,
sama hver á í hlut," segir Jón og bæt-
ir við að hann hafi lagt á það áherslu
við Valdimar að aðkoma hans að
spurningunum myndi liggja fyrir. „f
mínum huga er þetta ekkert pukur,
heldur aðeins eðlilegar upplýsingar.
Ég lagði til breytingar og bætti að-
eins við með það að sjónarmiði að
flokksmenn fengju upplýsingar um
það sem þarna er spurt um," segir
Jón og segist vita að hann sé einn af
þeim sem tækju þátt í að svara sum-
um þessara fýrirspurna. Hann seg-
ist aldrei senda trúnaðarbréf í tölvu-
pósti. Það sé ekki öruggt form og
því noti hann tölvupóst aldrei undir
viðkæmar upplýsingar. Hann segir
enn fremur að sú staðreynd að DV
hafi bréfið undir höndum sé enn ein
staðfestingin á því að trúnaðarupp-
lýsingar eigi aldrei að senda á tölvu-
tæku formi. „Mér finnst ákveðinn
trúnaðarbrestur feiast í því að þetta
bréf skuli vera komið í umferð. Mín
skoðun er sú að það eigi alltaf að af-
greiða svona hluti innan flokksins.
Það sjá greinilega einhverjir hag
sinn í því að koma þessu á ffam-
færi," segir hann.
Jón getur spurt sjálfur
Guðjón Arnar IGistjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, virtist
koma af Qöllum þegar honum var
greint ffá aðkomu Jóns Magnús-
sonar að þessum spumingum. „Ég
vissi ekki að menn þyrftu að fara
krókaleiðir til þess að spyrja
spurninga. Jón, eins og aðr-
ir, eiga að geta spurt sjálfir.
Annað hef ég ekki um þetta
að segja," segir Guðjón Arn-
ar. Hann segist ekki hafa lýst
vantrausti á nokkurn einasta
mann innan flokksins. „Ég
skipti mér hins vegar ekki
af því hvaða póstar ganga á
milli Jóns Magnússonar og
annarra," segir hann.
From: Jón Magnússon [mailto:jm@’nu.is]
Sent: 10. maí 2008 10:05
To: 'valdS’Centrum.is'
Subject: RE: Fyrírspum frá VJ
Bréfið sem sent var á flokksmenn
í því sést að Jón Magnússon tók þátt
í að semja sumar spurningarnar.
Mér finnst þetta mjog gott eins og þaö er. Varóandi spumingu 1. þar er 3 gr. sem fjallar um framlög til
stjórnmálasamtaka og i 2 spumingu þar á aó visa i 4.gr. framlög til þingflokka. En þú visar i 3 aftur.
í 5 spumingu og hvaó greiöir Frjálslyndi flokkurinn (í staöinn fyrir þingflokkurinn)
í spurningu 8. aö bæta við eóa setja inn nýja spurnmgu: Hvaöa ákveónum skilgreindum verkefnum sinnir hver
starfsmaóur fyrir sig.
Bæta siöan vió einni spurningu: Hvaöa þjónustu fá þmgmenn flokksins og þingflokkurinn frá Alþingi.
Þessar spurningar á aö senda líka á þingmenn flokksins og biója þá um aó svara þeim fyrir sitt leyti eins og þeir
þekkja til málanna. Og bæta viö til þingmanna:
Hvaöa þörf hefur þú sem þingmaóur fyrir sérstakan framkvæmdastjóra eöa aöra starfsmenn umfram þaó sem þingið
utvegar.
Meó hvaóa hætti nýtist starfslió þingflokks Frjálslynda flokksíns þér? Gætir þú sótt þá þjónustu til starfsmanna
þingsins ■ i—imr________________
Láðist að fínpússa
póstinn
Valdimar Jóhannesson, sá sem
sendi fýrirspumirnar, viðurkennir að
llklega hefði hann átt að eyða sam-
skipmm sínum við Jón, áður en hann
sendi póstinn á flokksmenn. „Það
hefði verið kurteisi gagnvart Jóni að
þurrka út samskipti okkar. Ég var að
flýta mér svolítið og láðist hreinlega
að fínpússa póstinn. Það skiptir hins
vegar engu máli. Það stóð aldrei til
að samvinna okkar Jóns væri leynd-
armál. Ég bað hann einfaldlega að
líta yfir þetta, sem hann og gerði eins
og hans er von og vísa. Ef þetta kem-
ur sér illa fyrir Jón er það vegna þess
að aðrir eru með óeðÚleg sjónarmið.
Það er ágætt fyrir aUa flokksmenn að
fá svörin við þessum spumingum
upp á yfirborðið og fá um þau opna
umræðu," segir Valdimar og bætir við
að um það séu þeir Jón sammála.
Jón í formanninn?
Á samtölum við flokksmenn
Frjálslynda flokksins leynir sér ekki
að þar eru átök. í DV í gær kom fram
að skiptar skoðanir em um Krist-
in H. Gunnarsson. Guðjón Arnar
opnaði á sínum tíma leið fyrir Krist-
in inn í flokkinn. Eftir kosningar réð
Guðjón því að Kristinn varð formað-
ur þingflokksins. Sumum þótti þar
ffeklega gengið fram hjá Jóni Magn-
ússyni. „Það er óeðlilega skipað til
valdahlutverka í flokknum. Guðjón
hefur stjórnað því að tveir Vestfirð-
ingar em annars vegar formaður
þingflokksins og hins vegar fram-
kvæmdastjóri þingflokksins. Sjálf-
ur er hann Vestfirðingur. Þetta em
allt menn af sama þrönga hominu.
Flokkurinn verður að reyna að höfða
til allra landsmanna. Málflumingur
flokksins varðar alla þjóðina en ekki
bara Vestfirðinga," segir Valdimar. í
samtölum við flokksmenn kemur
fram að margir telja að Jón Magn-
ússon yrði öflugur foringi flokksins,
láti Guðjón Arnar af störfum. Valdi-
mar tekur undir það. „Fólk mun
styðja við bakið á Guðjóni Arnari
svo fremi sem hann lætur hagsmuni
flokksins alls ráða gjörðum sínum.
Ef ekki tel ég að Jón yrði afbragðs
formaður, enda er hann afburða
þingmaður í dag. Hann er málefna-
legur og býr yfir mikilli kunnáttu,"
segirValdimar.
Tilboðsverð
frá kr. 79.000,-
Stafrœn pfanó
Hamraverk meö alvöru áslœtti
8 hljóöfœri • Tengi fyrir 2 heyrnartól
Fullkomiö hátalarakerfi
Nótnaborð f fullri stœrö
Frábœrt fyrir byrjendur og lengra komna
hnaehf.
Rangárseli 6-109 Rvk. við Seljakirkju • Símar 553-2845 ■ 663 2845 • hl.palmars@internet.is • www.leit.is/piano