Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. APRfL 2008 Fréttír DV ítalska þjóðin virðist hafa tekið Silvio Berlusconi í sátt og vonast sennilega til að hann færi þeim ríki- dæmi á við hans eigið. Hann hefur nú töglin og hagldirnar í ítölskum stjórnmálum í þriðja sinn en hans bíður mikil vinna. Hann er ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir og hefur oft sætt gagnrýni auk þess sem honum hafa fylgt grunsemdir um spill- ingu og vafasama við- skiptahætti. Þar má nefna leynimakk með mafíunni, skattsvik, spillingu og mútugreiðslur til lögregluforingja og dómara. MYNDIR GETTY Vísindamenn telja öflugan skjálfta óumflýjanlegan: Jarðskjálfti innan þrjátíu ára Átta ára sækir um skilnað Eftir tveggja mánaða hjúskap með þrítugum karlmanni hefnr átta ára stúlka í Jemen sótt um skilnað. Hún hefur leitað til dóm- stóla í Sana, höfuðborg landsins, í von um hjálp til að losna úr nauð- ungarhjúskap sem faðir hennar stóð fyrir. Hún hefur einnig lagt ffarn kæru á hendur föður sínum. Stúlkan hefur tjáð yfirvöldum um þá misnotkun sem hún lifði við af hálfu eiginmanns síns og voru bæði eiginmaður hennar og faðir handteknir vegna málsins. Föðumum var síðar sleppt úr varðhaldi sökum bágs heilsufars. Að mati vísindamanna er næstum óumflýjanlegt að Kalifornía verði fyr- ir barðinu á öflugum jarðskjálfta ein- hvern tímann á næstu þrjátíu árum. Að sögn vísindamanna eru meira en níutíu og níu prósenta líkur á að jarð- skjálfti sem er 6,7 á Richter ríði yfir Kaliforníu og næstum fimmtíu pró- senta iíkur á að skjálftinn verði 7,5 á Richter. Svo öflugur skjálfti hefði í för með sér gríðarlegar hamfarir ef upp- tök hans yrðu undir stórborg á borð við Los Angeles eða San Francisco. „Við megum búast við því að upp- lifa öflugan jarðskjálfta og eins gott að við undirbúum okkur," sagði Thomas Jordan hjá Jarðskjálftamiðstöðinni við háskóla Suður-Kaliforníu. Skjálftinn 1906 Talið er að jarðskjálftinn sem lagði stóran hluta San Francisco í rúst árið 1906 hafi verið 7,8 á Richter, og jafnvel öflugri. Síðasti skjálfti af þeirri stærð- argráðu í Suður-Kalifomíu var árið 1857 og San Andreas-misgengið hefur að mestu leyti verið til friðs síðan 1860. Thomas Jordan sagði að síðan þá hafi byggst upp mikill þrýstingur sem auki líkumar á öflugum jarðskjálfta. Northridge-jarðskjálftinn í Los Angeles árið 1994 var 6,7 á Richter og varð sjötíu og tveimur að bana og olli hundruða milljarða tjóni. Styrkleiki þess jarðskjálfta var sá sami og nú er spáð að muni að öllum líkindum ríða yfir innan þrjátíu ára. Þessi nýja jarðskjálftaspá er sú ítarlegasta sem nokkum tímann hefur verið gerð fyrir Kalifomíu og niðurstöður hennar verða nýttar til að meta til hvaða aðgerða skuli grípa til vamar. Thomas Jordan Spáir öfiugum jarðskjálfta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.