Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Síða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 16. APRlL 2008 11 r i KOLBEINN ÞORSTEINSSON blndamadur skrifar: Silvio Berlusconi Lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldurog gagnrýni andstæðinga sinna. Silvio Berlusconi er auðugasti maður ftalíu og er metinn á rúman billjarð króna hjá viðskiptatímarit- inu Forbes. Það er mat þeirra sem til hans þekkja að hann yrði einnig ofarlega á lista ef mæld væru um- deilanleiki og íburður. Eftir sigur í nýafstöðnum kosningum gengur hann inn í sitt þriðja tímabil sem forsætisráðherra landsins. Auð- legð Berlusconis vekur blendn- ar tilfinningar meðal landa hans. Gagnrýnendur hans eru ómyrkir í máli og sú staðreynd að vart fyrir- finnist sá þáttur ítalsks samfélags sem hann er ekki með puttana í hefur reitt þá til reiði og vakið gremju á meðal keppinauta hans. Aðrir líta ríkidæmi Berlusconis öðrum augum og segja þau bera vott um færni hans í fjármálum og því sé hann rétti maðurinn til að stjórna landinu. f viðskiptaveldi Berlusconis er að finna fjölmiðlafyrirtæki, aug- lýsingafyrirtæki, og matvæla- og byggingafyrirtæki. Auk þess er hann eigandi eins stærsta og far- sælasta knattspyrnufélags lands- ins AC Milan. Á meðal fjölmiðla- fyrirtækja hans eru þrjár stærstu sjónvarpsstöðvar landsins í einka- eign. Áhöld um viðskiptaheilindi Silvio Berlusconi hefur sex sinnum verið ákærður fyrir spillingu. Hann hefur ávallt neitað sökogaldreiveriðsakfelldur. Kærur á hendur honum og fýrirtækjum hans hafa verið af ýmsum toga. Þar má nefna leynimakk með mafíunni, skattsvik, spillingu og mútugreiðslur til lögregluforingja og dómara. Sumir af samverkamönnum, vinum og framkvæmdastjórum Berlusconis hafa hlotið dóm fyrir glæpi af svipuðum toga, þeirra á meðal Paolo, bróðir hans. Árið 2006 fékk Berlusconi slag og fékk gangráð. Á þeim tíma sagði hann að kominn væri tími til að taka því rólega. Þrátt fyrir þau ummæli er hann nú, sjötíu og eins árs að aldri, að hefja sitt þriðja kjörtímabil sem forsætis- ráðherra landsins. Þótt aldurinn sé að færast yfir lítur hann betur út en árin segja til um, því hann hefur fengið hárígræðslu og einn- ig gengist undir aðgerð til að fjar- lægja hrukkur í kringum augun. Auk þess er hann alltaf brúnn og sællegur. Ómissandi Þrátt fýrir að hann hafi haft enn einn sigurinn í stjórnmálum ít- alíu má túlka ýmis ummæli hans á þann veg að ekki fari lengur saman metnaður og aldur. „Þeir sem telja að ég sé of gamall til að stjórna landi nútímans kunna að hafa rétt fyrir sér," sagði hann á meðan á kosningaslagnum stóð. Hann sagði að flokkur hans hefði lagt að honum að bjóða sig fram. Silvio Berlusconi tapaði naum- lega fyrir Romano Prodi árið 2006 og hafði nú sigur gegn helsta and- stæðingi sínum, vinstrimannin- um Walter Veltroni. Ríkisstjórn Romanos Prodi missti meirihluta í janúar og landið er í viðjum afar bágborins efnahags. Berlusconi hefur nú þegar varað við því að fram undan séu erfiðir tímar. En, líkt og fyrri daginn, gætir lítillar hógværðar hjá þessum umdeilda stjórnmálamanni, fjölmiðlakon- ungi og forsætisráðherra: „Fyr- ir mig er stjórn kross að bera, en hægrimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, eins og málum er háttað, að enginn gæti tekið við stöðu minni. Þeir telja mig ómiss- andi." SILVI0 BERLUSC0NI - KLIPPT 0G SK0RIÐ ■ Á samkomu í kosningabaráttu árið 2006: „Lesið hina Svörtu bók kommúnlsm- ans og þið munið uppgötva að I Kína Maós borðuðu þeir ekki börn, heldur suðu þau og notuðu sem áburð á akrana." ■ Um vinstrisinnaða kjósendur á ráðstefnu smásala í kosningabarátt- unni 2006: „Ég ber meira traust til gáfna Itala ensvoaðég telji aðþaðsé hér fjöldi bjána sem myndi kjósa gegn eigin hágsmunum." ■ Við upphaf kosningabaráttunn- ar 2006: „Ég erJesús Kristur stjórnmálanna. Ég er þolinmótt fórnarlamb, ég umber alla, ég fórna mér fyrir alla." ■ Þegar hann lofaði að setja fjöl- skyldugildi í hásæti (baráttu sinni: „Ég mun reyna að koma til móts við væntingarykkar, og ég lofa héðan I frá tveggja og hálfs mánaðar algjöru kynsvelti, þangað til [á kosningadagj 9. apríl." ■ Við Martin Schulz, þýskan Evr- ópuþingmann, árið 2003: „Ég veit um mann á Itallu sem er að framleiða mynd um útrýmingarbúðir nasista - ég skal mæla meö þér I hlut- verk Kapo (vörður sem valinn er úr hópi fanga) - þú yrðir fullkominn." ■ Vegna mótmæla ofannefndra ummæla: „Ég skal reyna að draga úr þeim og verða leiðinlegur, jafnvel mjög leið- inlegur, en ég er ekki viss um að ég geti það.“ ■ (viðtali við þýskt dagblaö vegna sömu ummæla: „Á Itallu er ég nánast álitinn þýskur vegna vinnusemi minnar. Ég kem auk þess frá Mllanó, borginni þar sem fólk vinnur hvað mest. Vinna, vinna, vinna - ég er nánast þýskur." ■ Á ráðstefnu (Brussel við lok for- ystu (talíu I þingmannanefnd ESB ( desember 2003: „Spjöllum um knattspyrnu og konur." (Og sneri sér að Gerhard Schröd- er, kanslara Þýskalands, sem hefur kvænst fjórum sinnum.) „Gerhard, af hverju byrjarþú ekki?" ■ Um ftalska einkaritara (sagt í Kauphöllinni (NewYork): „Italía ernú frábært land til að fjár- festa I... viðhöfum nú færrikomm- únista og þeir sem enn eru til staðar afneita þvt. önnur ástæða til að fjár- festa á Italíu er að við eigum fallega einkaritara... frábærarstúlkur." ■ Vegna hryðjuverkaárásanna ( Bandaríkjunum: „Við verðum að vera meðvituð um yfirburði menningar okkar, kerfis sem hefur tryggt velferð okkar, viröingu fyrir mannréttindum og -öfugt við Islamskar þjóðir - virðingu fyrir trúarlegum og pólitlskum réttindum, kerfi sem metur mikils skilning á fjölbreytni og umburðarlyndi... Vesturlönd munu áfram sigra þjóðir, jafnvel þótt það krefjist átaka við aðra menningu, Islam, sem erenn rækilega rótföst þar sem hún var fyrir fjórtán hundruð árum." ■ UmMússólini: „Mússólini drap aldrei nokkurn mann. Mússólini sendi fólk I leyfi I útlegð innanlands." ■ Svar hans við alþjóðlegri fordæm- ingu vegna orðanna að ofan: „Þeir hafa reyntað klekkja á mér vegna eins einangraðs orðs, sem rifið varúr samhengi ræðu minnar. Ég mælti aldrei gegn íslamskri menn- ingu...þaðer verk einhverra vinstri- sinnaðra fjölmiðlamanna sem vildu setja blett á ímynd mlna og eyði- leggja langvarandi samband mitt viö araba og músllma." ■ Um (talskt réttlæti: „Attatlu og fimm prósent Italskra fjöl- miðla eru vinstrisinnuð og ástandið meðal dómara erjafnvel verra." ■ Um dómara sem herjuðu á fýrr- verandi forsætisráðherra, Giulio Andreotti, vegna málefna sem tengdust mafíunni: „Þessir dómarar eru vitfirrtir að tvennu leyti! I fyrsta lagi eru þeir pólitlskt vitfirrtir og I öðru lagi eru þeireinfaldlega vitfirrtir. Efþeirgera þetta erþað vegna þess að þeir eru aföðrum uppruna en restin af mannkyninu." ■ Um sjálfan sig: „Besti stjórnmálaleiðtogi I Evrópu og heiminum." „Það erenginn á leiksviði heimsins sem getur keppt við mig." „Vegna ástar minnar til Itallu fannst mér að ég þyrfti að bjarga henni frá vinstrisinnum." „Rétti maöurinn I rétta starfinu.“ „Ég þarfnast ekki embættis valdsins vegna. Ég á hús um allarjarðir, stór- fenglega báta... fallegar flugvélar, fagra eiginkonu, fallega fjölskyldu... Ég er að færa fórn." ■ Brandari sem Berlusconi sagöi um eyðnisjúkling: „Eyönisjúklingur spyr lækni sinn hvort sandmeðferðin sem honum varráð- lagt að fara I gerði honum eitthvað gott. Nei, svarar læknirinn, en þú venst þvldvelja neðanjarðar." ■ Svartil þeirra sem gagnrýndu brandarann: „Þeir hafa tapað glórunnl; þeir eru raunverulega komnir á endastöð, og jafnvel enn lengra. Ég myndi einnig ráðleggja þeim að fara (sandmeð- ferð." örnu ferðafrelsi www.ferdaval.is FERÐAVAL Lund i við Vesturlan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.