Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Blaðsíða 17
HEILSA OG FEGURÐ Undanfarin 9 ár hefur stofan verið styrktaraðili keppninnar Ungfrú ísland og séð um nagla- snyrtingu stúlknanna ásamt því að velja sína eigin LCN-stúlku. Meðal LCN-stúIkna má nefna Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, Sif Aradóttur og Jóhönnu Völu Jónsdóttur. í maí nk. verður stofan flutt íTurninn í Smáranum í Kópavogi og munu þar starfa 6 naglafræðingar, 7 snyrtifræðingar, 2 nuddarar, förðunarfræðingur, sérfræðingur í brúnkusprautun og fótaaðgerðafræðingur. Einnig verður áfram starfræktur LCN-naglaskólinn sem útskrifar naglafræðinga en skólinn er vel kunnur fyrir vönduð og fagleg vinnubrögð og hefur notið mikilla vinsælda. Áfram verður boðið upp á fyrsta flokks þjónustu og fyrsta flokks snyrtivörur. LCN býður áfram upp á hágæða gelneglur sem innihalda engin skaðleg efni og eru sérstakega ofnæmisprófaðar. Einnig eru í boði sérstakar meðferðir fyrir fólk sem nagar neglurnar. Auk hinna vinsælu vara frá LCN verða nýjar og háþróðaðar snyrtivörur frá ísrael, GIGI, á boðstólum. GIGI-vörurnar eru mjög vandaðar og innihalda gæðaefni úr Dauðahafinu. Mikið er um nýjar og byltingakenndar meðferðir sem snyrtifræðingar okkar bíða spenntir eftir að kynna fyrir nýjum sem gömlum viðskiptavinum. Gjafakort frá Heilsu og fegurð eru tilvalin gjöf fyrir bæði dömur og herra en þau er hægt að láta útbúa eftir þörfum og smekk hvers og eins. S: 568-8850

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.