Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Blaðsíða 23
PV Sport
Islandsmeistari á þingi Aiit undir í Siáturhúsinu
-j i x
_____
l;AUPÞ|fsjB
WJ ■■■ 1 I W 8 É H0
■ 1 -JMm tl £3 1 1 m P ~~ M jK- ' l . /y; jr IV
FRAMARAR UNNU GÓÐAN SIGUR í BARÁTTUNNI UIVI ANNAÐ SÆTIÐ í N1-DEILD KARLA í HANDKNATTLEIK.
HÁSPENNA RÍKIR FYRIR ODDALEIK KEFLAVÍKUR OG ÍR í ÚRSLITAKEPPNINNI í KÖRFUKNATTLEIK. BLS. 24-25.
Þórir Ólafsson veit af áhuga Fram þótt hugur hans stefni ekki til íslands. Félög hafa spurst fyrir um hann:
VILLVERA ÁFRAM í ATVINNUMENNSKU
„Mig langar að vera áfram í
atvinnumennsku. Okkur fjölskyld-
unni líður vel í Þýskalandi og stefnan
er að vera úti í 2-3 ár til viðbótar
allavega," sagði Þórir Ólafsson við
DV í gær en háværar raddir hafa
verið um að hornamaðurinn knái
sé á teikniborði Viggós Sigurðssonar
hjá Fram og heimildir DV herma að
Viggó hafi haft samband við Þóri.
„Ég veit hvemig deildin er heima
og að hverju maður gengur. Það er
auðvitað frábært að vera undir stjórn
Viggós enda frábær þjálfari," sagði
Þórir en ítrekaði að hann langaði að
vera áfram erlendis.
Þórir leikur með liði Tus Lubecke
í Þýskalandi og vegna mikillar fall-
baráttu skýrast mál hans ekki strax.
„Það er svipað í gangi hjá stjórninni
og var í fyrra. Við vitum ekki enn
hvort okkar bíður úrvalsdeild eða 1.
deildin þannig að mín mál eru í bið-
stöðu. Samningur minn rennur út
eftir tímabilið," segir Þórir.
„Það hafa verið einhverjar
fýrirspumir um mig frá öðmm liðum
en umboðsmaður minn hefur sagt
að málin skýrist eftir svona 2-3 vikur.
Þá verðum við að taka ákvörðun um
hvar ég verð á næsta ári. Við stjómin
höfum ekki talað mikið saman en ef
samningar nást stendur ekkert á mér
að leika í 1. deildinni í Þýskalandi.
Við emm núna búnir að vera í
fallbaráttu tvö ár í röð þannig að ég
get alveg eins verið í toppbaráttu í 1.
deildinni," segir Þórir sem býst við
erfiðum lokaumferðum hjá sínum
mönnum.
„Við vomm í svipuðum málum í
fýrra þar sem við þurftum að vinna
mikilvæga leiki undir lokin og það
heppnaðist þá. Ég sé þetta ekki ráð-
ast fýrr en í lokaumferðinni en ég er
nokkuð bjartsýnn," sagði Þórir Ólafs-
son að lokum. tomas@dv.is
Þórir Ólafsson Lfkar
veran f Þýskalandi.