Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. APRlL 2008 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR ARNÓR AÐ STANDA SIG Arnór Smárason, leikmaður Heerenveen I Hollandi, skoraði enn einu sinni fyrir varalið félagsins gegn AZ Alkmaar. Leikurinn var spilaður á aöalvelli liðsins og mætti töluverðurfjöldiá völlinn. Heeren- veen vann leikinn 3-1 og skoraði , Arnórfýrstamark liðsins. Hann átti síðan sinn þátt í báðum hinum mörkunum. Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði AZI leiknum. ERNIR SAMDIVIÐ VAL TIL 2011 Það virðist (tlsku hjá handboltamönnum að skrifa undir langa samninga þessa dagana. Rúnar Kárason gerði langan samning við Fram ekki alls fyrir löngu og nú hefur Emir Hrafn Amarson gert langan samning við Val. Ernir er örvhentur og kom frá Aftureldingu fyrir tlmabilið I fyrra og varð (slandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta ári. Ernir hefur átt við meiðsli að stríða frá þvl f byrjun tímabilsins þegar hann fékk þungt högg gegn slnum gömlu félögum. BIRGIRKOMINNÍPÁSU Okkarfremsti kylfingur Birgir Leifur Hafþórsson mun ekki spila á Evrópu- mótaröðinni fyrr en (maí. Birgir komst ekki inn á næsta mót sem fram fer á Eaj Evrópumótaröð- \ ' inni I golfi en það ----hefst í Kína á fimmtudag. Birgir var á biðlista ásamt fleiri kylfingum sem eru I hópi þeirra sem komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðar- innar. Birgir hefur leikið á 6 mótum á þessu tímabili á Evrópumótaröðinni og hefur hann náð (gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra. Hann er í 240. sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni en 115 efstu (lok keppnistfmabilsins á þeim lista halda keppnisrétti slnum. BRYNJAR SPILAÐI f GÆR Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmað- ur og leikmaður Reading, spilaði í gær sinn fyrsta leik slðan um miðjan janúar. Brynjar hóf æfingar I slðustu viku eftir aðgerð sem hann gekkst undir á nára. Næsti leikur Reading er á Ashburton Grove þar sem Arsenal hýsir Emirates- völlinn og vona Reading-menn að Brynjar verði orðinn klár I slaginn fyrir þann leik. , HANNESTIL BURGDORF Hannes Jón Jónsson handknattleiks- maður hefur gert tveggja ára samning við Hannover Burgdorf f þýsku annarri deildinni. Liðið er þar I sjötta sæti í norðurdeild. Hannes Jón, sem er 28ára,hefurleikið slðastliðin þrjú ár með Ajax í Kaupmannahöfn, Elverum I Noregi og Fredericia f Danmörku. Hann er uppalinn fVal þaðan sem hann fór til IR. Fyrir í liði Burgdorfs eru Heiömar Felixson, fyrrverandi KA-maður, og Litháinn Robertas Pauzuolis, sem var Islandsmeistari með Haukum árin 2003 og 2004. Þá hefur Burgdorf einnig tryggt sér Litháann Andrius Stolmokas, sem gerði garðinn frægan með KA á árunum 2000-2004. FL0KKI GAMLA FRÉTTIN Gamla fréttin að þessu sinni birtist árið 1989. Stjarnan varð þá íslandsmeistari í öðrum flokki í handbolta. Liðið vann ÍR18-17 í miklum spennuleik. Alþing- ismaðurinn Bjarni Benediktsson spilaði þennan leik og skoraði fjögur mörk. Þetta var síðasti titill Bjarna BENEDIKT BÚAS HINRIKSSON bladamadurskrifcu: bei)ni@dv.is 1 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var mikill íþróttakappi þegar hann var yngri. Á sumrin sparkaði hann tuðru með Stjörnunni og á veturna var harpixið komið á hendurnar þar sem handboltinn réð ríkjum. Bjarni var hluti af sigursælum flokki Stjörnunnar í handboltanum sem vann marga íslandsmeistaratitla. Árið 1989 kom sá síðasti. Þá var Bjarni í öðrum flokki ásamt Valdimar Kristóferssyni, Patreki Jóhannessyni og Sigurði Bjarnasyni, svo einhverjir séu nefndir. Liðið lék við ÍR og hafði nauman sigur, 18-17. „Leikurinn var spilaður í Vals- heimilinu að mig minnir og þetta var alveg rosalegur leikur," sagði Bjarni hress og kátur þegar hann rifjaði upp leikinn. Bjarni skor- aði fjögur mörk í leiknum eins og Magnús Eggertsson en Valdimar var markahæstur með sex mörk. „Þetta var rosalega eftirminnilegur leikur. Hann endaði með því að við fengum hraðaupphlaup undir lokin, einu marki yfir, en klikkuðum úr færinu. Markvörður þeirra kastar yfir allan völlinn, þar átti ég auðveldlega að grípa þann bolta og var farinn að huga að því hvað ég ætlaði að gera næst þessar síðustu sekúndur sem eftir voru af leiknum. En vegna þess hvað ég var mikið að hugsa um hvað ég ætlaði að gera við boltann eftir að ég væri búinn að grípa hann en ekki hvernig ég ætlaði að grípa hann, þá missti ég hann í gegnum hendurn- ar á mér, beint á leikmann ÍR, Jó hann Ásgeirsson, hann stökk inn úr horninu en náði ekki að skora sem betur fer. Þannig að þetta var æsispennandi alveg fram á síðustu stundu." Alltaf gaman að vinna titla Bjarni og félagar náðu þeim merka áfanga að vinna alla yngri flokkana. Eftir það fór árgangurinn að þynn- ast, Bjarni og Valdimar fóru í fótboltann en þó komu tveir landsliðsmenn upp, Patrekur og Sigurður sem gerðu garðinn frægan í at- vinnumennsku og með ís- lenska landsliðinu. „Ég varð fyrst Islands- meistari í fimmta flokki þegar við unnum Þrótt, svo unnum við Víking í fjórða flokki, á yngra árinu í þriðja flokki unnum við Selfoss í mjög efirminnilegum leik en við klúðruðum leiknum á eldra ári. Þannig að það var mjög sætt að vinna þetta í öðr- um flokki því við höfðum unnið alla yngri flokkana. Þetta var síðasti titillinn sem ég vann í handboltanum því eftir þetta fór ég í fótboltann. Sneri mér alfarið að honum," sagði Bjarni sem hefur verið viðloðandi Stjörnuna eftir að skórnir fóru upp í hillu, þó minna sé af því upp á síðkastið enda tímafrekt að vera alþingismaður. sem sneri sérað fótboltanum eftir tímabilið 1989. Magnús Teltuon atýrðl handknoltlelkallOI Stjörnunmir úr Garúabw t> aloura á lalandamódnu I 2 Hokki. ajarnan bar slgurorð al ÍH I talaýraim lelk. Lyktlr urOu 1B-17 Garfibmlnaum I vB. DV-mynd BS Handbolh - 2. Gokkun Stjaman vann IÞROTTAGALLINN FARINN OG JAKKAFÖTIN KOMIN f ÞEIRRA STAÐ Bjarni Benediktsson var góður í Stjaman tr>ggði sér íslandsmeist- arotitilinn í 2. flokki karla 1 gær- kvuldi, eftir sigur á ÍR, 17-lfl. Leíkur* inn var jafn or spennandi. ÍR-ingar byrjuöu af miklum krafti cg ldddu framan af cn um miöjan íyrri hálf- leik tók Stjarnan á það ráð aö taka tvo leikmenn ÍK úr umfcrö. Viö þctta riölaöist leikur ÍR-inca ofi Stjomunni tókst aö jafna leikinn Ofi komast yftr. Staðan í hálílcik var, 11-9, Stjöm- unni i vil. Stjaman hólt uppteknum hœtti í síöari hálfleik. En IR hafði ekki sact sitt siðasta orö og jafnaði lcikinn. Eftir það var jafnt á öllum tölum en Stjaman hafði þó frnmkvæðið. í liði Stjuniunnar v-ar Valdúnar Kristó* fersjon markahæstur meö C mörk en BJami Benediksson og Mafinús Eggertsspn skoruðu 4 mörk hvor. 1 liói ÍR var dóhann Asgeirsson markahæstur meö 6 mörk cn Jón l*. Eyjólfsson skoraöi S mork. BSfllR Guðmundur Stephensen og samherjar í Eslov urðu sænskir meistarar á mánudag: GUÐMUNDUR MEISTARI í SVÍÞJÓÐ Borðtennismaðurinn Guðmund- ur Stephensen varð sænskur meistari með liði sínu Eslov eftir sigur á Halmstad í úrslitaleik um sænska borðtennismeistaratitili nn. Úrslitin réðust í þriðja einvígi liðanna en Eslow vann leikinn 5-2 og 3-0 í einvígum samtals. „Þetta var ekkert sérstaklega auðveldur leikur en við unnum einvígið 3-0 og það var mjög sterkt. Við fengum mikinn stuðning og í kringum eitt þúsund manns komu á hvern leik og studdu okkur. Ég er orðinn nokkuð vanur því að spila fyrir áhorfendur hérna úti þótt það sé lítið um það heima. Flestir bjuggust við því að við myndum ná að vinna meistaratitilinn fyrirfram þar sem við erum með mjög gott lið." segir Guðmundur. Borðtennis er mjög stór í Eslov líkt og í flestum smábæjum í Sví- þjóð. Guðmundur er ekki viss um það hvort hann verði áfram hjá lið- inu þar sem fleiri lið hafa borið ví- urnar í kappann. „Ég er ekki viss um að ég verði áfram. Lið á Spáni, Frakklandi og í Þýskalandi vilja fá mig til sín og ég þarf að skoða mín mál vel áður en ég tek ákvörðun. Næst á dagskrá hjá Guðmundi er að fara til Nantes í Frakklandi þar sem seinasta undankeppni ólympíuleikanna fer fram. „Þetta er síðasta tækifæri mitt til þess að komast á ólympíuleikana í Peking og vonandi nær maður að standa sig," segir Guðmundur en til þess að komast áfram þarf Guðmundur að sigra riðil sinn auk leikja í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. „Vissulega verður þetta erfitt en ég á möguleika og að sjálfsögðu ætlar maður að reyna," segir Guðmundur. vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.