Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 16. APR(L 2008 Slðast en ekki slst DV BÓKSTAFLega „Er ekki betra að vera fátækur músík- ant heldur en ríkur skrif- stofukall?" ■ SigurðurÞór Óskarsson, sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna, (DV. Sigurður útskrifast úr Versló í vor og stefnir beint í Listaháskólann. „Rúsínan í pylsuendan- um var svo leikur hjá Rögnu og Söru (Jóns- dóttur) í lokin. Þær hafa ekki spilað saman tvíliðaleik í mörg ár en unnu sannfærandi og án mistaka gegn sterkum andstæðingum. Hreinlega rúlluðu Finnunum upp." ■ Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í badminton, um besta árangurlslandsfrá upphafi. „Framararnir eru tilbúnir að láta mig fara og ég samdi við Fram á sínum tíma til þriggja ára. Þá sagði ég þeim að ég myndi líldega fara út eftir tvö ár og nú bendir margt til þess að sú verði raunin." ■ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Fram, sem er á leið í atvinnumennsku. „Þetta er rosalega svekkjandi." ■ Þorleifur Ólafsson sem hitti ekki úr lokaskoti Grindavíkur gegn Snæfelli. „Þetta liljómar ótrúlega vel." Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður í DV. Sigurður gefur út plötu í maf, sem er tekin upp á segulband og aðeins einn hljóðnema. A v „Ég tapaði mér í Karen Millen: keypti mér rándýra kánu, pils, hol ogþrjú hlöð afskóm. Mistökin mín voru að fá mér Visa-kort." ■ Kata, 18 ára stúlka í DV, sem fækkar fötum gegn greiðslu í vefmyndavél til þess að borga niður skuldi sínar. „Loks er ég sammála Ólafi F. um eitthvað." ■ Egill Helgason á bloggi sfnu. En Egill er sammála Ólafi F. um að kaup á Fríkirkjuvegi 11 eigi að ganga til baka. „Við þessu er bara eitt að segja: fokk jú og þitt boost." ■ Neytendafrömuðurinn Dr. Gunni á bloggi sínu. Doktorinn er ósáttur við að Boozt- barinn hafi hækkað verð um 100 krónur. SANDKORX ■ Glitnir fjárfestingarbanki hefur minnkað við sig umsvifin upp á síðkastið. Fyrst var rekstri bankans hag- rætt á Norð- urlöndum og seinna var atburðadeild bankans hér á landi leyst upp. Þá hafa meðlim- ir í stjórn og forstjóri skorið niður eigin laun sem er afar sjaldgjæft. Það nýjasta í málinu eru tvær upp- sagnir hjá Glitni á ísafirði. En á meðan í harðbakkann slær þar fagnar Sparisjóður Bolungarvík- ur 100 ára afinæli utar í djúpinu. ■ Löngum hefur verið vitað að Páli Ásgeiri Ásgeirssyni sé margt til lista lagt. Hann hefur lengi starfað við fjölmiðla og var meðal annars um- sjónarmað- ur helgar- blaðs DV fyrir nokkr- um árum. Frægastur er Páll líklega fyrir störf sín sem dómari Gettu betur spurninga- keppninnar nú í vetur þar sem hann fór aðeins fram úr sér í einni eða tveimur spurningum og var snupraður fyrir. Færri vita líklega að hann er kynningar- fulltrúi karlakórsins Fóstbræðra. Og reyndar ekki bara það held- ur, eins og kemur fram í frétta- tilkynningu sem Páll sendi fjöl- miðlum á dögtmum í tengslum við tónleika kórsins, „yfirmaður kynningardeildar Fóstbræðra". ■ Egill Helgason er ekki sáttur við að borgarstjórn hafi ákveðið að selja Björgólfi Thor Björg- ólfssyni Frí- kirkjuveg 11. Agli h'st ekki á hugmynd- ina um að „leggja bíla- vegígegn- um þennan fallega garð og loka honum af til að fínt fólk þurfi ekki að deila kjörum með þeim sem labba upp í húsið neðan af Fríkjuvegi". Egill veltir því upp hvort þetta sé tilfinningamál fyrir Björgólf en setur þó spurn- ingamerki við það þar sem langafi hans Thor jensen hafi dáið tveimur áratugum áður en hann fæddist. Bendir Egill þá á að hann hafi eytt mörgum góð- um stundum með syni sínum í garðinum og því hafi garður- inn líka tilfinningagildi fyrir þá feðga. Hátíð íslenskra heimildarmynda verður haldin i annað sinn um hvítasunnuhelgina: É6VARAÐBÚATIL TEKNÓ í GÆRKVÖLDI Sigurður Guðmundsson er að gefa út geisladisk þessa dagana ásamt Guðmundi Kristni Jónssyni en báðir eru þeir einnig liðsmenn reggísveitarinnar Hjálma. Það sérstaka við disk þeirra félaga er það að hann er tekinn upp með segulbandi en ekki með aðstoð nýjustu tækni og vísinda sem iðulega er kallað stafræn tækni. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Ég verð að segja grillaðaður skötu- selur." Hver er uppáhaldsbókin þfn? „Það er tvímælalaust Barn náttúr- unnar eftir Halldór Laxness. Hún er Erfortföin heillandi? „Tja, hún er nokkuð sem maður hefur lært af, en vill elcki fara þang- að aftur." Ert þú kominn með leið á stafrænum nútfma? „Nei, nei, þetta var bara ein blað- Hvaö ætlar þú að gera næst? „Akkúrat núna er ég að taka upp tónlist fyrir þáttinn Svalbarða. Ann- ars er ég ekki búinn að ákveða fram- haldið." Eítthvað að lokum? „Gleðilegt sumar!" Hver ertu? „Ég er nýlega þrítugur karlmaður og tónlistarmaður." Hvað drffur þig áfram? „Það er grillmatur og sólskin, svo í kjölfarið af steikinni kemur tónlist- in." yndisleg frá a til ö." Hver er upáhaldsbíómyndin? „Big Lebowski, The Dude heillar." Hvert er uppáhaldslagið þitt? „Ég ætla að skjóta núna á Ruby's Arms með Tom Waits." síða af mörgum í tónlistarbókinni. Ég var til að mynda að búa til teknó- tónlist í gærkvöldi." Skjaldborg íannaðsinn Albert Maysles við tökur á Gimme Shelter ásamt meðlimum Rolling Stones Maysles er heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár. Um hvítasunnuhelgina, dagana 9. til 12. maí verður Skjaldborgar- hátíðin haldin í annað sinn á Patreksfirði. Skjaldborg er hátíð íslenskra heimildarmynda og segir kynningarfulltrúi hátíðarinnar, Gunnar Eggertsson, að hátíðin sé fyrst og fremst vettvangur fýrir kvikmyndagerðarfólk, sem gerir heimildarmyndir, að fá að sýna myndirnar sínar. „Það er mikið kvartað yfir því að það sé erfitt að koma heimildarmyndum í sýningar á fslandi svo Skjaldborgarhátíðin er skemmtilegt tækifæri jafnt fyrir áhorfendur að sjá myndirnar því það er svo mikil gróska í gangi og fyrir kvikmyndagerðarmennina að sýna myndirnar sínar," segir Gunnar. „Á Skjaldborg í fyrra voru frumsýndar tæplega tuttugu íslenskar heimildarmyndir og má búast við fleiri myndum í ár því viðtökurnar voru svo frábærar í fýrra. Myndirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Það eru sumir sem senda inn nokkurra ára gamlar myndir sem enn hafa ekki verið sýndar. Svo eru aðrir sem eru bara rétt að klára myndina sína fyrir hátíðina. Auk þess koma líka kvikmyndagerðarmenn sem eru með myndir í vinnslu og sýna brot úr myndunum og fá viðbrögð við þeim." Sérstakur heiðursgestur hátíðar- innar í ár er kvikmyndagerðarmað- urinn Albert Maysles. „Maysles er gamall jálkur frá Ameríku sem kemur til með að sýna myndir eftir sig, jafnt nýjar sem gamlar. En hann gerði meðal annars mjög fræga mynd um Rolling Stones árið 1970 sem heitir Gimme Shelter og kom líka eitthvað að vinnslu nýju Stones- myndarinnar." Allar nánari upplýsingar um há- tíðina er að finna á heimasíðunni skjaldborgfilmfest.com. Frítt er inn á alla hátíðina og mikið líf í bænum meðan hátíðin stendur yfir svo það má segja að Skjaldborg sé sannköll- uð fjölskylduhátíð. krista@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.