Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. MAl 2008 Fréttir DV SA\I)KOR\ ■ Lýftur Árnason hefur sett fram skoðun sína á eftirlauna- frumvarpi þingmanna. Á vef sínum segir hann að þeim megi líkja við hópslags- mál á knatt- spyrnuvelli. Ofbeldið er í fullum gangi og enginn hlustar á dómarann sem vill ljúka leik og reynir að minna leikmenn á loforð sín um iðrun og bót. Einn varamaðurinn hef- ur lagt til að eftirlaunaskandall- inn verði leiðréttur en kallið nær ekki inn á völlinn þar sem bæði samherjar og mótherjar kæra sig kollótta. Dómarinn, sem er almenningur, getur ekkert gert nema leggja nöfn og loforð á minnið, fylgjast með framvind- unni og vona að leiknum iinni. ■ Mikil umræða hefur verið í kringum mál Landspítalans og þeirra neyðaraðgerða sem virð- ast eiga að leysa málin. Þráinn Bertelsson liggur ekki á sínum skoðunum um að þessi neyðaráætl- un Guð- laugs Þórs Þórðarson- ar heilbrigð- isráðherra sé að öllum líkindum sparnaðaraðgerð ætluð til þess að auðvelda einkavæðingu skurðaðgerða úti í bæ. Læknum úti í bæ væri þá frjálst að setja upp litlar og heimilislegar skurð- stofur og fá til sín einn af upp- sögðu hjúkrunarfræðingunum og eiga einn gaskút til svæfinga. Þessa neyðaraðgerð kaliar Guð- laugur Þór „samræmda neyðar- áætlun sjúkrahúsanna". ■ Fjölmiðlar hafa enn einar gloríurnar gert að mati Jónínu Benedlktsdóttur varðandi um- fjöllun heilsunámskeiðsins sem Edda Björgvinsdóttir er að fara að halda. Hún segir á bloggi sínu að Frétta- blaðið hafi ekki leitað til hennarvið gerð fréttar sem birt var 29. apríl en þar átti Jónína að gagnrýna heifsudagana hennar. „Edda er að gera góða hluti og mér þykir vænt um hana. Allt annað blað- ur fréttamanna er enn eitt GAS GAS!! og á ekki við nokkur rök að styðjast frekar en margt sem borið er á borð fyrir lesendur," segir Jónína. Hún er skiljanlega orðin þreytt á fjölmiðlum. ■ Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, efnir til súpufundar næstkom- andi laugardag í sal flokksins. Pólitík og súpa eru einkunn- arorðin. Guðmund- ur Ólafsson -* hagfræð- i' if *** fH ingur fór á fc \ kostum á fí síðasta fundi r \ \ N með sínum Vr .1 w fróðleik á sviði hag- fræðinnar og velúr Ásgerður því fyrir sér á bloggi sínu af hverju hann sé ekki skipaður seðlabankastjóri. Næsti gestur súpufundsins er Ingibjörg Þórfiardóttir, for- maður Félags fasteignasala, og mun hún ræða um fasteigna- og lánamarkaðinn og horfurnar fram undan. í aðdraganda átaka Ágúst I rimmu við lögreglukonu við Kirkjusand á sumardaginn fyrsta. Skömmu seinna rotaði liann lögreglunema í starfsþjálfun. „Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta fer allt saman," segir Ágúst Fylkisson, sem sló lögreglu- mann í andlitið við Kirkjusand á sumardaginn fyrsta þegar nokkr- ir flutningabílstjórar sóttu bíla sína úr vörslu lögreglu. Ágúst á kæru yfir höfði sér og er refsiramminn fyr- ir að beita lögregluþjón ofbeldi allt að átta ára fangelsi. „Hvernig fór þetta nú aftur hjá strákunum sem réðust á lögregluþjóna á Laugaveg- inum í vetur?" spyr Ágúst og á þar við mál þriggja Litháa sem réðust á óeinkennisklædda lögregluþjóna við ffkniefhaeftirlit, nú síðla vetrar. „Voru þeir ekki sýknaðir, allir nema einn?" í gær voru systkini dæmd í tveggja mánaða sldlorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglu- þjón í Hafnarfirði. Lögregluþjónn- inn var skallaður í tvígang í andlit- ið. Annað dæmi er um sjö mánaða fangelsisdóm fyrir ofbeldi gegn lög- reglu. Brotið og skakkt nef Lögregluþjónninn sem Ágúst réðst á er enn í starfsnámi. Hann hefur ekki enn náð sér eftir átöldn og á von á því að verða frá vinnu næstu tvær vikurnar. Hann kom fram í við- tali við fréttavefinn Vísi undir nafn- inu Stefán. Þar sagði hann að lfk- ast til hefði hann rotast við höggið. Hann hafi lítið munað eftir atburð- um eftir að hafa fengið bylmings- högg í höfuðið. Hann hafi svo verið ákaflega ringlaður þegar hann gat staðiðafturáfætur. Stefán er nefbrotinn og tognað- ur í hálsi. Hann á von á því að þurfa að ganga til sjúkraþjálfara á með- an hann nær sér aftur á strik. I við- talinu segir hann að árásin hafi ekki dregið úr áhuga sínum á löggæslu- störfúm. Næstu skref hjá honum er áframhaldandi starfsjijálfun hjá lögreglunni á Akureyri. Ég er miður mín „Ég er náttúrlulega alveg miður mín yfir því að þetta hafi farið svona. Framkoma lögreglunnar við mig á sumardaginn fyrsta rétdætir ekki það sem ég gerði. Það kom reynd- ar skýrt fram í yfirlýsingunni sem ég sendi frá mér," segir hann. í yfirlýs- ingunni segist Ágúst hafa hlotið gott uppeldi. Hann sé enginn skapofsa- maður en atburðir undanfarinna vikna hafi reynt mikið á hann. „Ég vil nota þetta tækifæri til að biðja lögregluþjóninn afsökunar, það var ekki ætlun mín að meiða hann og er ég þess fúllviss að ef við hefðum hist við aðrar kring- umstæður hefðum við getað sötr- að saman bjór og rætt um boltann," heldur Ágúst áfram í yfirlýsingunni. SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON blodamadurskrifoi: sigtryggumclv.ls Hann vonast til þess að atvikið dragi ekki úr stuðningi við aðgerðir flutn- ingabílstjóra. Áhyggjur af Ágústi Bílstjórar virðast þó áhyggju- fullir yfir framgöngu Ágústs. Þegar hópur bílstjóra hittist að máli mætti Ágúst á staðinn. Bílstjórar tóku hon- um kurteislega, en bentu þó blaða- manni á að í raun væri hann ekki hluú af hópnum. Hann ætú ekki flutningabíl og ætú því ekki beina aðkomu að málstað bílstjóranna. Hann hreinlega mætú bara alltaf á staðinn þegar eitthvað væri um að vera. Bílstjórar lýstu yfir áhyggj- um af því að það gæú skaðað mál- stað þeirra. Á fúndinum tók Ein- ar Ámason bflstjóri það skýrt fram við blaðamann að flumingabílstjór- ar hefðu aldrei lagt upp með að of- beldi yrði beitt. Þeirra takmark væri einfaldlega að vinna að bættum kjörum flutningabílstjóra. Ágúst Fylkisson bíður þess sem verða vill eft- ir að hafa kýlt lögreglunema með þeim afleið- ingum að hann nefbrotnaði og tognaði i hálsi. Flutningabilstjórar óttast að framganga Ág- ústs hafi skaðað málstað þeirra. Sjálfur kveðst hann miður sín yfir því sem gerðist. Hann sé vel upp alinn rólyndismaður. r nw. i VONAST EFJIR VÆGUM DOMI Ekki er tekið mark á þýskum kjósendum frekar en íslenskum: Draumavöllur Hitlers víkur llla farið með lýðræðið Örn Sigurðsson segir illa farið með lýðræðið að láta kosningarfara til spillis vegna lélegrar kosningaþátttöku. Kosið var umTempelhof- flugvöllinn á sunnudag líkt og framtið flugvallarins I Vatnsmýrinni árið 2001. Berlínarbúar kusu um ffamú'ð Tempelhof-flugvallar á sunnudag. Meirihluú þeirra sem kusu, um sex- tíu prósent, vildu að rekstri vallar- ins yrði haldið áfram. Ekki verður þó farið efúr þeirri niðurstöðu þar sem kosningaþátttaka var aðeins um 36 prósent. Gert hafði verið ráð fyrir að fjórðungur kosningabærra borgarbúa þyrfti að kjósa flugvöllinn áfram til að sú skoðun yrði virt. Þegar íslendingar kusu um framtíð flugvallarins í Vamsmýri árið 2001 var bæði mjótt á munum og þátttaka ekki næg úl að ráðamenn teldu ástæðu úl að fara efúr niðurstöðunni. Kjörsókn var rúm 37 prósent, um 48 prósent vildu hafa flugvöllinn áfram í Vatos- mýrinni en rúm 49 prósent vildu að hann færi þaðan. Nú, sjö árum sfðar, ríkir enn óvissa um framú'ð flugvallar- ins. Örn Sigurðsson, stjórnarmað- ur í Samtökum um betri byggð, seg- ir kosningaþátttöku hafa orðið miklu betri, bæði í Berlín og Reykjavík, ef kosningamar hefðu farið fram sam- hliða borgarstjómarkosningum eða öðrum viðlíka kosningum. „Þarna var farið illa með lýðræðið," segir hann. Flugstöðin á Tempelhof er að flat- armáli meðal stærstu bygginga í Evr- ópu. Enski arkitekúnn Norman Fost- er kallaði Tempelhof á sínum úma „móður nútt'ma flugvalla" en hann var gerður á þriðja áratug síðustu ald- ar. Efúr að Adolf Hiúer komst úl valda leit hann hým auga úl vallarins, lét betmmbæta hann mjög og dreymdi um að flugvöllurinn í Berlín yrði sá mikilfenglegasú í heimi. Flugvöllurinn er nú talinn of h't- ill fyrir ú'ðar flugferðir stórra véla og fyrirhugað að loka honum. Tempel- hof-völlurinn og byggingar hans telj- ast menningarverðmæú og verða því láún halda sér, þó önnur starfsemi fari þar ffarn. Þar er því annað uppi á teningnum þar en hér þar sem helstu stuðningsmenn þess að völlurinn víki vilja byggja þar íbúðarhúsnæði. erla@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.