Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 37
PV Sport FIMMTUDAGUR 1. MA( 2008 37 Nýliðarnir Guðmundur Benediktsson og Kristóier Sigurgelrsson voru að vonum kátir með fyrsta landsleiklnn. Báöir komu inn á sem varamenn og Kristóler lagöi upp sigur- marklð fvrir Guðmund. DV-mvnd GS tilbúnir í svona álag, búnir að taka út allan Iíkamlegan vöxt snemma en svo eru aðrir sem eiga kannski lengra í land. Ég á 10 ára dreng sem er í fótbolta og körfubolta og því hef ég aðeins spáð í þetta. Það er eins og með pabbann, það snýst allt um að komast í íþróttir allan sólarhringinn. Auðvitað hefur maður auga með þessu og áhyggjur af því að hann gæti lent í því sama og ég gerði. Ég sleit krossband 16 ára sem ég náði í raun aldrei að vinna mig út úr og hef verið að elta alla tíð síðan. Seinna sleit ég krossband þrisvar í viðbót og ég veit ekki hvort það séu margir sem myndu nenna að standa í þessu með þessi hné sem ég er með. Ég hreinlega þakka Guði fyrir það að vera ennþá að spila fótboltaþví þótt það sé gaman að horfa á fótbolta er fátt skemmti- legra en að spila hann," sagði Guð- mundur með mikilli ástríðu. Dr. Martens bjargaði ferlinum Guðmundur fór í atvinnu- mennsku 16 ára til belgíska liðs- ins Ekeren. Það voru þó mörg lið sem höfðu áhuga á þessum undr- apilti en öll þau lið flúðu strax skip- ið þegar Guðmundur meiddist í fyrsta skiptið. I Ekeren fékk hann hjálp mjög færs læknis til að koma sér aftur í stand og telur að það sé lykilliinn að því að hann spili enn þann dag í dag. „Ekeren hafði séð mig spila með drengjalandsliðinu gegn Belgíu í 1- 1 jafnteflisleiksem ég náði að skora í. Það voru samt íjölmörg lið sem höfðu haft samband en ég vildi bíða með viðræður fram yfir úr- slitakeppni drengjalandsliða sem var um sumarið og var samkomu- lag að öll liðin ætluðu að koma að horfa á mig. Þau gerðu það flest held ég en fóru fljótt því ég sleit krossband eftir korter held ég í fyrsta leik. Ég hafði meiðst heima á Akureyri fyrir mótið en var gefið leyfi til að fara af stað rétt fyrir mótið. Það var samt greinilega ekkert í lagi með mig sem var leiðinlegt. Við vorum með hörkulið þarna og ætluðum okkur stóra hluti. Ekeren bauð mér samt til Ant- werpen eftir leikinn að hitta lækni að nafni dr. Martens sem var á þeim tíma einhver ffægasti íþróttaskurð- læknir heims. Hann skar mig svo upp út frá því. Svona krossbands- slit á þessum tíma voru mun verri en þau eru í dag. Það voru marg- ir knattspyrnumenn sem þurftu bara að hætta ef þeir lentu í svona meiðslum. Eftir aðgerðina hófust samn- ingaviðræður við Ekeren og reynd- ar Stuttgart líka sem ég hafði æft með í gegnum Ásgeir Sigurvinsson sem starfaði fyrir félagið á þeim tíma. Á endanum valdi ég Belgíu en hvort það hafi verið rétt eða röng ákvörðun er síðan allt annar hand- leggur. Ég hef nú hitt Ásgeir nokkr- um sinnum síðan og hann tilkynn- ir mér reglulega að þetta hafi verið röng ákvörðun," sagði Guðmund- ur og hlær. „Ég valdi Ekeren því ég taldi mig geta spilað fyrr með að- alliði Ekeren en Stuttgart sem var risastór klúbbur. Ég var á þannig flugi á þessum tíma að ég ædaði mér strax í aðalliðið enda fullur sjálfstrausts. Þótt ég hafi ekki náð mörgum leikjum fyrir félagið sé ég samt ekki eftir því að fara þarna. Hefði ég ekki farið þarna út og fengið þá meðferð ég fékk og kynnt mér hvað þarf að gera til að ná sér af svona meiðsl- Guðmundur Benediktsson: Samdi munnlega við Ekeren - skrifað undir á Akureyri fljótlega Kris^inBwTtburg. DV. Beigkr Guömurulur Bcnediktssou, knatt spymumaður úr Þór á Akureyri. pírtii á laugardaginn var munnkgt samkomulag yiö belgiska L deUdar- liöiö Ekeren. Á næstu dögum munu viðræöur lieftast á milli Ekcren og Þótí og cftir þær vcröur skritaö und ir samning. Guömundur mun gera tvcgaa ára samning vió bdgiska liö iö. Ekcren cr miög upprennandi lið í Bdgiu cn ó síöasta timabiii hafhaði Uðiö i flmmta sæti f 1. ddld og vann sér um leiö réttinn til að leíka í Evr- ópukeppnl félagsliöa (UBPA) á kom- andi hausti. Guömundur tnun ckki lxája aö leika mcö liðinu fyrr ai cftir 4-6 manuói cn hann á i meiösJum. Forráöamcnn Ekcren vUJa iá Guö- tnund $em allra fyrst til Udgiu þar scm hann vcrftur i cndurhæfingu hjá hinum þckkta lækni dr. Martens. Ekcrcn hcfur fylgst mcö Gj umcinsárs skotö og var Gu um Uma við œfingar M Þýdm lelagið Stuttgart sý mundi mikinn óhuga cn h bdgiskaUöið. .. ~ V MUNNLEGUR SAMNING- UR Guðmundurfór snemma utan í atvinnumennsku. um væri ég eflaust ekki ennþá í fót- bolta í dag. Hérna heima hefði ég bara verið í skóla eða vinnu en ekki fengið eingöngu að vinna í því að ná mér eins og ég gerði þarna úti. Á svipuðum tíma og ég sleit krossbönd gerði annar strákur það í liðinu einnig. Sá drengur hafði náð sér í konu sem var dóttir for- seta félagsins," segir Guðmund- ur og skellir upp úr. „Það voru því hæg heimatökin í húsi forsetans þar sem við gátum farið í sund alla morgna áður en við fórum í endur- hæfingu." Eini íslendingurinn sem skoraði á gamla Wembley Landsliðsferill Guðmundar er ekki langur í A-landsliðinu en þó sæmir það þessum magnaða fram- herja að hafa skorað í sínum fyrsta landsleik. Ungmennalandsliðsfer- ill hans var aftur á móti magnaður og er Guðmundur eini fslending- urinn sem skoraði á gamla Wemh- ley-leikvanginum. „Ég var mjög ánægður þegar þeir rifu gamla Wembley," segir Guðmundur brosandi. „Ég spil- aði þar sýningarleik með úrvals- liði Norðurlandamóts unglinga fyrir leik Liverpool og Arsenal um góðgerðarskjöldinn á móti Eng- landi. Þar náði ég að gera helvíti fi'nt mark og fékk klapp fyrir frá stuðningsmönnum beggja liða. Þarna voru um 80.000 manns eða hvað völlurinn nú tók og þótt það hafi oft verið margir á KR-vellin- um eða Hlíðarenda er þetta nokk- uð örugglega langmesti mann- fjöldi sem ég hef spilað fyrir. Ég hef reynt að grennslast fyrir um hvort það voru einhverjir frægir að spila í þessu liði Englands þarna og sama með liði Frakklands sem ég spilaði gegn í mínum fyrsta drengjalands- leik. Það eru margir góðir í þessum liðum á mínum aldri og það væri virkilega gaman að sjá hvort ein- hver nöfn hafi verið í þessum leikj- um." Eini sem skoraði á gamla Wembley Landsliðsferill Guðmundar er ekki langur í A-landsliðinu en þó sæmir það þessum magnaða fram- herja að hafa skorað í sínum fyrsta landsleik. Ungmennalandsliðsfer- ill hans var aftur á móti magnað- ur og er Guðmundur eini fslend- ingurinn sem hefúr skorað á gamla Wembley-leikvanginum. „Ég var mjög ánægður þegar þeir rifu gamla Wembley," segir Guðmundur brosandi. „Ég spil- aði þar sýningaleik með úrvals- liði Norðurlandamóts unglinga fyrir leik Liverpool og Arsenal um góðgerðarskjöldinn á móti Eng- landi. Þar náði ég að gera helvíti fi'nt mark og fékk klapp fyrir frá stuðningsmönnum beggja liða. Þarna voru um 80.000 manns eða hvað völlurinn nú tók og þó það hafi oft verið margir á KR-vellin- um eða Hlíðarenda er þetta nokk- uð örugglega langmesti mann- fjöldi sem ég hef spilað fyrir. Ég hef reynt að grennslast fyrir um hvort það voru einhverjir frægir að spila í þessu liði Englands þarna og sama með liði Frakklands sem ég spilaði gegn í mínum fyrsta drengjalands- Ieik. Það eru margir góðir í þessum liðum á mínum aldri og það væri virkilega gaman að sjá hvort ein- hver nöfn hafa verið í þessum leikj- Útlitið slæmt eftir sýkingu Meiðslin hafa sett stórt og mikið strik í feril Guðmundar og eftir að hann gekk til liðs við KR lenti hann í mjög slæmri sýkingu sem batt næstum enda á feril hans. „Um mitt mót 1996 meiddist ég í hnénu gegn ÍA í uppgjöri topplið- anna. Þar hneig ég eiginlega nið- ur þegar ég var kominn í gegnum vörnina og sleit þar krossband. Læknarnir vildu samt meina að ég hefði ekki slitið krossband þarna heldur hefði það gerst löngu fyrr. Þeir útskýrðu það þannig að ég væri með svo sterka lærvöðva að þeir héldu mér saman og þannig gæti ég spilað þótt það væri ekki sniðugt. Ég ákvað því að halda áfram að spila svona fyrst ég gæti það því við vorum í bullandi séns að verða ís- landsmeistarar. Það reyndar end- aði nú ekki vel því við töpuðum þessum fræga úrslitaleik gegn ÍA uppi á Skaga í lokaumferðinni. Eftir tímabilið fór ég í aðgerð og lá heima algjörlega þjáður af verkjum og svaf varla dúr í nokkra daga. Ég keyrði því sjálfur upp á bráðamóttöku og sagði læknunum að það væri eitthvað mikið að mér, svona verkir væru ekki eðlilegir. Þá kom það í ljós að sýking hafði kom- ist í hnéð eftir aðgerðina og það var mikil drulla og skítur sem hafði komist í það.Þetta leit ekki vel út sögðu læknarnir og þeir voru ekki vongóðir um að ég myndi ná mér í hnénu. 1998 þegar Atli Eðvaldsson tók við KR var ég alveg tekinn úr hópn- um og æfði nánast ekkert með strákunum. Heldur var ég settur í einkaprógram til að reyna að ná mér af meiðslunum. Ég var send- ur til Gauta Grétarssonar sjúkra- þjálfara til að ná mér og það gekk svo vel upp að ég náði öllu 1998 tímabilinu. Það var alveg frábært að vinna með Gauta," sagði Guð- mundur. Hélt við myndum vinna titilinn strax Guðmundur gekk til liðs við KR þar sem hann var í ein tíu tímabil. Með KR vann hann fjóra Islands- meistaratitla og var í KR-liðinu sem vann þann stóra eftir langa bið vesturbæjarstórveldisins. Guð- mundur þurfti að bíða í 4 ár eftir titlinum en bjóst við honum fyrr. „Það er gríðarlega gaman að vera í KR þegar vel gengur en mjög erfitt þegar illa gengur. Það er ekk- ert félag sem fær jafnmikla athygli og KR og ekki allir sem geta spilað fyrir þann klúbb. Ég sá nú marga koma og fara á mínum 10 tímabil- um sem einfaldlega réðu ekki við það að spila fyri KR. Hvort sem KR gengur vel eða illa hafa allir skoð- un á liðinu og það er alltaf á milli tannanna á fólki. Ég lít á það þannig að góðir knattspyrnumenn vilja takast á við miklar áskoranir og því lá KR vel fyrir mér. Aðalástæðan var sú að Guðjón Þórðarson var við stjórn- völinn þar en mig langaði mikið að vinna með honum. Mér stóð til boða að fara til ÍA líka og það heill- aði mikið enda Skaginn með frá- bært lið á þessum tíma. KR hafði ekki unnið titil í fjölda ára og mig langaði að vera hluti af því liði sem myndi vinna tit- ilinn loksins. Ég ætla nú ekki að fara í neinar grafgötur með það að ég bjóst alveg eins við því að við myndum vinna um leið og ég mætti. Við þurftum samt að bíða í fjögur ár en það var svo sannarlega biðarinnar virði. Það var magnað andartak að taka við titlinum þá. Mér þykir ofboðslega vænt um KR og á margar góðar minningi- ar þaðan. Ég á barn í KR og bý við hliðina á vellinum en á meðan ég er ennþá að spila og fyrir annað fé- lag get ég lítið spáð í það. Maður reynir að gera sitt besta fyrir hvert félag hverju sinni," sagði Guð- mundur sem skildi nú ekki við KR í algjörri sátt. „Samningurinn minn var út- runninn við KR og þeir höfðu ekki haft samband við mig. Ég tók því sem skýrum skilaboðum um að þeir vildu ekki hafa mig áfram. Það hafði verið einhver kergja í samn- ingsmálum þar tvö undanfarin ár en ekkert sem er óeðlilegt þannig séð. Það var engin dramatík eða þannig. Ég neita því ekkert að þegar maður er búinn að eyða 10 tíma- bilum með einhverju liði er svolít- ið sárt að fara svona þegar manni þykir vænt um félagið. Manni finnst kannski að maður eigi betra skilið en það er ekkert hægt að hugsa þannig í fótbolta eða íþrótt- um yfirhöfuð. Það er ekki hægt að halda leikmönnum af einhverri góðmennsku. Ég skil þá vel. Ég var búinn að vera í miklum meiðslum og þeir töldu þetta réttan kost á sínum tíma." Liðstjórinn sótti KR-búninga til Everton-manna KR atti kappi við Everton í ein- um af stærstu Evrópuleikjum ís- lensks liðs á seinni árum. KR tap- aði með einu marki hér heima en tveimur á útivelli. Guðmundur vildi samt meina að sá leikur hafði Athyglisverður leikmaður í leik Pram og Þórs, A„ í riölakeppn- inni, sem Þór sigraöi 4-2, bar mikiö á einum Icikmanna Þórasarn, en j>aö cr Guömundur Ðcnediktsson. Finginn vufi leikur á aö hór cr mikiö cfni á feröinni. Aðspuröur kvaðstGuÖmund- ur hafa hyrjaö aö eporka bolta 2ja-3ja ára og hafi hann vcriö að siöan. 1 leiknum gegn FVam geröi Guð- j mundur2 markanna, BirkirGuðnason og Jóltann Bcssason l hvor. Mdrk Framara gerðu Heiðar Pálsson og Kjartan Hallkclsson. HH. getað farið á allt annan veg. „Everton-leikirnir voru einstak- lega skemmtilegir leikir svo ekki sé meira sagt. Everton var með þrusulið á þessum árum og við töpuðum bara með einu marki, 3- 2, á Laugardalsvellinum. En úti- leikurinn sem endaði 3-1 hefði vel getað farið á annan veg. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrst fyrir okk- ur og það þagnaði allt á Goodison Park. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks átti ég svo skot sem fór í varnarmann og stefndi í galtómt hornið því Neville Southall sem var í markinu hjá þeim var kominn í hitt hornið. Southall var nú ekki alveg á sínu léttasta skeiði þarna en á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að verja boltann aftur fyrir. Ég er alveg viss á því að hefðum við leitt 2-0 í hálfleik hefði eitthvað getað gerst. Það var mjög fyndið að eft- ir leikinn skiptumst við nokkrir á treyjum við Everton-mennina og Lúlli eða Gassi sem voru liðstjórar þarna hlupu inn í klefann hjá Ev- erton til að sækja treyjurnar okkar því við máttum ekki skipta við þá. Það var einhver sparnaður í gangi. Ég hefði viljað sjá svipinn á þessum atvinnumönnum þegar treyjurn- ar okkar voru bara hirtar til baka," sagði Guðmundur og hló. David Moyes leist vel á Gumma Guðmundur fór utan aftur til belgíska liðsins Gel og reyndi einn- ig fyrir sér á Englandi þar sem hann var nálægt því að fá samning. Hann fór bæði til Preston þar sem hann hitti fyrir stjóra sem þjálfar nú í ensku úrvalsdeildinni. Guð- mundur var þarna með spelku eft- ir meiðsli sem hann hafði lent í og sú spelka átti eftir að þvælast mikið fyrir honum. „Ég fór til Preston fyrir tilstilli Ólafs Garðarssonar umboðsmanns þar sem David Moyes, núverandi stjóri Everton, var við stjórnvöl- inn. Moyes er alveg hörkustjóri og það var mjög gaman að æfa undir Framhaldá næstusíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.